Ritmennt - 01.01.2005, Side 73
RITMENNT
MUNNUR SKÁLDSINS
þurft að horfa framan í dauða og vansæmd
á hverju andartaki. Við hirðina þarf hver og
einn að gæta stöðu sinnar af hörku og víða
glittir í þá hugmynd að heiður eins hljóti
að vera á kostnað annars.12 Hirðsamfélagið,
sem lýst er í þessari sögu, er þannig þrungið
spennu og allir eru stöðugt á varðbergi.
í Morkinskinnu er norsku hirðinni iðu-
lega lýst sem harkalegu samfélagi þar sem
níðst er á þeim sem minna mega sín. Þó að
þar sé reynt að lýsa tiltölulega nýliðnum
tíma - atburðum sem gerast 50-200 árum
áður en sagan er talin sett saman - minn-
ir samfélagslýsingin iðulega á það hvernig
hirðum forsögulegra konunga er lýst í forn-
aldarsögum. í Hrólfs sögu kralca eru það
einkum berserkir konungs sem sýna nýjum
hirðmönnum yfirgang og ójafnað, skora þá
á hólm, og eina undankomuleiðin er að
lúta þeim og viðurkenna yfirburði þeirra. í
sögunni leynir sér eklci að berserkirnir eru
fulltrúar gamals og ruddalegs tíma og eiga
ekki vel heima í þeim riddarasagnaanda
sem setur svip sinn á söguna.13 En það
má einu gilda hvort ójafnaðarmennirnir eru
kallaðir berserkir. í Morkinslcinnu er lýst
norsku hirðsamfélagi sem virðist ekki síður
ógreitt inngöngu, og þar sem þeir sem eru á
fleti fyrir ráðast harkalega að nýjum mönn-
um, ekki síst ef þeir finna á þeim veik-
leikamerki.14
Harkan eykst eflaust frelcar en hitt vegna
þess að samfélagið er sveigjanlegt, og virð-
ing manna getur breyst hratt frá einum degi
til annars. I frásögn Morkinskinnu eru oft-
ast fleiri en einn konungur og samkeppni
milli þeirra. Konungur er ekki einvaldur, og
ýmis dæmi eru þess að ltonungum sé steypt
ef þeir gæta ekki hófs. Samt er konungur
efstur á tindi valdsins og völd hans eru eklci
dregin í efa. Hirðsiðir eru þó engan veginn
jafn strangir og síðar varð. Konungsvaldið er
persónulegra, ekki eru reglur um hvaðeina
eins og síðar gerðist heldur skipta smeltk-
ur og slcoðanir hvers konungs meira máli.
Þannig má segja að miðaldakonungar hafi í
senn haft meiri og minni völd en einvalds-
konungar árnýaldar. Völd þeirra náðu vissu-
lega skemmra en þau voru persónulegri.15
Þegar Haraldur harðráði er konungur
gefur persónuleiki hans tóninn um hirðsiði.
Haraldi er lýst sem vitrum og sterkum
konungi sem fellur mönnum sínum vel í
geð enda fylgja þeir honum að lokum út í
bráðan dauðann. En hann er einnig hvatvís,
óþolinmóður og skapbráður, oft grimmur
og hefnigjarn, og hjá honum gætir iðulega
öfundsýki. Leið hans til valda var allt annað
en bein, og ef til vill er hann þess vegna
stöðugt á varðbergi. Þetta óöryggi getur
stundum grafið undan visku og styrlc hans,
12 ÞettatelurHelgiÞorlákssonekkihafaveriðalmenna
skilgreiningu á virðingu á 13. öld „Virtir menn og
vel metnir," Sæmdarmenn: XJm heiður á þjóð-
veldisöld. Reykjavík 2001, bls. 15-22 (einkum bls.
17—18) en ég hef bent á að þetta kunni eigi að síður
að vera skilningur sumra persóna í Morkinsltinnu
(Staður ínýjum heimi, bls. 138).
13 Fornaldarsögur Norðurlanda. Guðni Jónson og
Bjarni Vilhjálmsson gáfu út. Reykjavík 1944, bls.
30-38 og 56-65.
14 Hreiðars þáttur heimska er gott dæmi um þetta
(sbr. Stað í nýjum heimi, bls. 137-38) enda fjallar
hann um íslenskan grænjaxl við hirðina.
15 Hér sæki ég einkum til félagsfræðingsins Norberts
Elias, The Civilizing Process: The History of Man-
ners and State Formation and Civilization. Edmund
Jephcott þýddi. Oxford o.v. 1994 (frumútg. Úber
den Prozess der Zivilisation. Basel 1939), einkum
bls. 345-89 en einnig bls. 314-34. Sjá einnig Stað í
nýjum heimi, bls. 109-47.
69