Ritmennt - 01.01.2005, Síða 78

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 78
ÁRMANN JAKOBSSON RITMENNT svipaðs eðlis, eins og raunar dynurinn í mannsöfnuðinum þar. Rétt eins og gróft gaman sækir bæði í hið fágaða og hið grófa eðli mannsins er Halli á mörkum merking- arbærs tals mannsins og hávaða dýrsins. Hann er í sambandi við dýrið í sjálfum sér og öðrum, en um leið sveigir hann rudda- skapinn undir einbeittan vilja til að ná fram helstu táknum siðmenningarinnar: auði og mannvirðingum. Halli getur bæði unnið úr merkingarleys- unni og því samblandi merkingar og merlc- ingarleysu sem felst í því þegar menn taka orðin of bókstaflega eins og Lewis Carroll lék sér löngu síðar svo vel að í sögunni um Lísu í Undralandi. Þar er hann raunar í flokki með Guðrúnu Ósvífursdóttur sem leikur á vonbiðil sinn, Þorgils Hölluson, með því að tala bókstaflega, og slíkir orða- leikir eru raunar alþelcktir í miðaldatext- um.22 En Halli tekur Englandskonung á orð- inu þegar sá ætlar að auðmýkja hann fyrir vont lofkvæði. Hann tjargar hár sitt svo að hann geti haldið eftir því silfri sem festist þar í þegar gulli er hellt yfir hann og lcemur ríkur frá konungi sem ætlar að hafa af honum laun með bragði. Engu er logið um það að Halli er afar skap- andi í hrekkjum sínum og virðist í raun búa yfir meiri sköpunarkrafti en jafnvel sjálf- ur Þjóðólfur. Sérstaka athygli vekur hversu tungumálið er fjölbreytilegt vopn í höndum Halla. Þjóðólfur getur beitt munni sínum snilldarlega til að setja saman fagrar vísur, en Halli getur líka notað bull og tuldur til að fá sínu framgengt. Hann leilcur sér aftur og aftur að eðli hins menningarlega munns, að vera í senn ruddalegur og siðmenntaður. Halli er alltaf í tveimur heimum í senn, bæði á sviði náttúru og siðmenningar. í til- viki hans blasir það við, en þetta er auðvitað manneðlið í hnotslcurn, og þegar betur er gáð fara hið heflaða og hið óheflaða einnig saman í hirðslcáldinu Þjóðólfi. Að éta föðurbana sinn Sneglu-Halla þáttur er fullur af lágkúrulegri gamansemi sem birtist á ýmsan hátt: í harlcalegri samkeppni og orðasennum við hirðina, í ágengum hávaða danska þings- ins, í ruddalegum lcynferðisbröndurum og í grótesku líki dvergsins Tútu. Sjálfur er Halli af láguna stigum. En þrátt fyrir lág- ltúrulega gamansemina er þátturinn sjálfur flókinn og ekki síður samfélagið sem lýst er, og flóknust af öllu er staða Halla sjálfs og keppinautarins Þjóðólfs. Báðir beisla orðin í sína þágu en á ólíkan hátt. En það er ekki aðeins með orðum sem munnurinn sker úr um stöðu þeirra innbyrðis. Það er nefnilega ekki svo einfalt að munnurinn sé andlegur þegar hann talar en líkamlegur þegar hann borðar. Neysla rnatar er líka menningar- fyrirbæri, og þegar lcemur að því hlutverki fer að verða erfiðara að greina á milli ólíkra hlutverka hins menningarlega munns. Matur er fyrst nefndur í þættinum þegar Haraldur tekur við Halla og segir honum að hann muni ekki spara mat við hann. Frá þeim degi er ljóst að það hefur merkingu hvað er borðað og hvernig. Matur er grund- vallaratriði í skiptum konungs og þegns. Það er engin tilviljun að Halli slær líka fyrst í gegn þegar hann er í veislu lconungs. Veislur 22 Laxdæla saga. íslenzk fornrit V. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík 1934, bls. 176-81 og 195. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.