Ritmennt - 01.01.2005, Side 82

Ritmennt - 01.01.2005, Side 82
ARMANN JAKOBSSON RITMENNT í héraðinu hafði faðirinn fengið kálf að gjöf frá auðugum bónda. Fyrir slysni hengir hann sig í snörunni á öðrum enda reipsins sem hann hafði bundió við kálfinn. Síðan er kálfurinn snæddur af fjölskyldu hans og þar með Þjóðólfi. Hvað er svo slæmt við að borða kálf sem hefur orðið föður viðkomandi að bana? Hér þarf enn að halda á svið sálarlífsins, enda er þessi þáttur á sinn sérkennilega hátt sálfræðileg athugun á þeim öllum þremur: Halla, Þjóðólfi og konungi. Fram kemur þegar í upphafi Sneglu-Halla þáttar að Þjóðólfur skáld sé með konungi og sé nokkuð öfundsjúkur í garð nýrra manna. Ekki er greint frá orsökum þess, en hitt geta menn sagt sér sjálfir að öfundsýki er gjarnan sprottin af óöryggi og minnimáttarkennd. Síðar er greint frá að Þjóðólfi finnist fátt um dvergavísu Halla. Virðist einboðið að álykta að honum falli illa samkeppni frá grænjöxlum við hirðina og ef til vill verst ef íslendingur á í hlut. Það gæti hljómað þversagnarkennt þar sem hann er sjálfur íslenskur, en ekki má gleyma því að einmitt nálægðin getur valdið öfund vegna þess að þeir sem eru nánastir manni eru um leið viðmið manns og mælistika. Þó að þeir virðist ólíkir á ytra borði er ekki laust við að Þjóðólfur beri sig saman við Halla. Einnig má vera að Þjóðólfi þyki efni skáldskaparins lítilfjörlegt: Hirðdvergurinn sem vegna misþroska er aðhlátursefni við hirðina. En af hverju ætti honum ekki að standa á sama um það? Kannski glittir í óöryggi hirðskálds sem veit að jafnvel dróttkvæði eiga sitt undir velvild konungs og eru í samkeppni við aðrar skemmtanir. Ekki er heldur loku fyrir skotið að hann öfundi Halla af framhleypninni. Halla hefur tekist að sníða sér víðara og sveigjanlegara hlutverk en Þjóðólfur hefur við hirðina. Þjóðólfur er fastur í hlutverki sínu sem hrokafullt hirðskáld er móðgast yfir öllum tillögum um leiki og skemmtanir, einmitt vegna þess að hann óttast um sína listgrein. Halli er á hinn bóginn með mörg járn í eldinum og staðráðinn í að komast af á eigin hnyttni, burtséð frá öllum lofkvæðum. Ekki þarf að koma á óvart að manni sem hefur yddað vel sérstæða listgrein sína mislíki við slíkt allrahandajárn sem ryðst inn á verksvið hans. Þegar Halli hefur greint frá áti kálfsins reiðist Þjóðólfur svo ákaflega að hann stekkur til og vill höggva Halla. Enn er það munnurinn sem illdeilurnar snúast um. Þjóðólfur hefur vitaskuld notað hann til að éta föðurbana sinn sem er vissulega gróteskt þó að það eigi sér eðlilegar skýringar. En kannski er ekki minna um vert að sagan afhjúpar hinn lága uppruna Þjóðólfs á Islandi og þar fyrir utan kjánaskap föðurins sem leiddi til óvirðulegs dauðdaga. Þó að Þjóðólfur sé nú virðulegastur hirðmanna leiðir sagan í ljós að það er mikill munur á núverandi stöðu hans og upprunanum, og notkun munnsins sýnir þann mun skýrt. Andstæðurnar eru núverandi staða hirðskálds sem notar munninn til að lofa konung og uppruni í sárri fátækt þar sem munnurinn þurfti að borða til þess að komast af. Með því að borða föðurbanann hefur Þjóðólfur tjáð sig og sagt skýrum stöfum hver hann er: Hann er kannski hirðmaður núna en einu sinni var hann aumastur hinna aumu. Öfundsýki Þjóðólfs í garð nýrra hirðmanna 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.