Ritmennt - 01.01.2005, Page 96
BIRGIR ÞÓRÐARSON
RITMENNT
ekki þótt tækt til að meta til fjár og komi
því elcki fram.
Hér fer á eftir skrá yfir bækur Jakobs
Jónssonar og er þar farið eftir uppslcrift
dánarbúsins. Titlar bókanna, eins og þeir
koma fyrir í uppskriftinni, eru slcáletraðir
og stafsetningu haldið, en síðan er reynt að
gera frekari grein fyrir því hvaða bælcur og
útgáfur þarna er um að ræða, þótt oft verði
það hreinar getgátur. Jafnframt er matsverð
bókanna tilgreint innan sviga. í skýringum
eru titlar bókanna sóttir í Fiske-skrána, það
er Cataiogue of the Icelandic Collection
bequeathed by Willard Fiske. Ithaca, New
York 1914.
Hóla=Biblíu firri Partur allt til Spámannanna
defect. (1 mk)
Sydare partr Dito betur ásigkomenn: [Ekki
verður sagt með vissu hvaða útgáfu Biblíunnar
þarna er um að ræða, sem hér er talin í tveimur
pörtum. Hugsanlega gætu þetta jafnvel verið
partar af tveimur bókum. Þetta gæti verið
Þorláksbiblía sem prentuð var á Hólum 1637 og
1644 eða Steinsbiblía prentuð 1728. Minni líkur
eru á að þetta sé Guðbrandsbiblía sem prentuð
var á Hólum 1584, hún væri væntanlega virt til
meira verðs en hér er gert.] (3 nik 8 sk)
Dönsk Biblía i stórum Octav: [Ekki er vitað
um útgáfuár þessarar dönsku biblíu.] (2 mk.)
Vidalíns Postilla i godu stande: Huss-Postilla,
edvr einfalldar Predilcaner Yfer oll Haatijda
og Sunnudaga Gudspioll Aared Vmm Krijng.
Giordar Af. ... Mag Jone Thorkels. Syne Vidalin.
[Postillan var prentuð níu sinnum á Hólum fram
til þess tíma sem hér um ræðir, í fyrsta sinn
1718-20. Þar sem bókin er sögð í góðu standi,
gæti þetta til dæmis verið útgáfan frá 1750.] [1
rd 1 mk)
Dito - - Dito gömul og trosnud: [Þetta er varla
nýrri útgáfa af Vídalínspostillu en sú sem prent-
uö var á Hólum 1736-38.] (5 mk.)
92
Graduale: Ein Almenneleg Messusaungs Bok.
[(Almennt kölluð Grallarinn) Prentuð nítján
sinnum á Hólum og í Skálholti, fyrst 1594 og
síðast 1779.] (1 mk. 10 sk.)
Annad dito: [Annar Grallari.] (1 mk. 10 sk.)
Nyatestament: Þad Nya Testament Vors
Drottens og Frelsara Jesu Christi, med Formaalum
og Utskijringum hins Sæla Martini Lutheri, [...]
... Kaupmannahofn, Konungl. Waysenhus, 1750.
[Líklegt þykir að hér sé um að ræða Waysenhúss-
útgáfuna. Miðað við verðlagningu hlýtur bólcin
að vera í nokkuð góðu standi, það eru því litlar
líkur á að þarna sé átt við Nýja-Testamentið sem
prentað var á Hólum 1609 og væri því að verða
200 ára garnalt.] [1 mk. 8 sk.)
Gerhardi hugvekiur i Dönsku byndi: Fimtiu
Heilagar. Hugvekiur, edur Vmþeinckingar þien-
andé til þess ad orua og vpptendra þann jnnra
Mannen, til sannaarlegrar Guðrækne og goods
Sidferdis. Saman skrifadar fyrst j Latinu, af ...
Johanne Gerhardi. Enn aa Islendslcu wtlagdar
af H. Thorlake Slcwlasyne. [Þetta er titill fyrstu
útgáfu, sem prentuð var á Hólum 1630, en bókin
var prentuð að minnsta kosti átta sinnum á
Hólum og einu sinni í Skálholti, síðast 1774.]
(2 mk. 4 sk.)
Þýskar hugvekiur: [Óvíst.] (2 mk.)
Sá stóre Catechismus: Sa Store Catechismvs,
sönn Einfolld og lios Vtskyring Christelegra
Fræda [...], Vtlagdur a Islenskt Tungu maal, af
Herra Gudbrande Thorlakssyne. [(Höf.: Johann
Spangenberg) Líklega er þetta útgáfan sem prent-
uð var í Skálholti 1691.] (1 mk. 4 sk.)
Psalma=edur Messusaungs bók i Octav:
Psalma Boolc Innehalldande Almenelegan
Messu-Saung, Med Daglegum Morgun og Kvolld-
Psalmum. (Titillinn er miklu lengri). Hoolum
1742. [12 sk.)
Arndts Christindóms tvær bækur: Verus
Christianismus, Edur Sannur Christenndomur. I
FiorumBokum, [....] Samannskrifadur af Johanne
Arndt. ... Enn nu med Kostgiæfne wtlagdur a
Islendsku af þeim Sal. Guds Kiennemanne, Sira
Þorleife Arnasyne. ... Kaupmannahofn 1731-32.
(2 mk.)
Hálf Gísla Postilla i Octav: Hws Postilla. Þad
J