Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 139
RITMENNT
ODDUR NORSKI OG NYJA TESTAMENTIIÐ 1540
stjórnsýslu erkibislcupsstólsins af mikilli
röggsemi eftir þann usla, sem svartidauði
olli, og Niðarós varð aftur að valdamiðstöð
norðanfjalls. Um Áslák segir Lars Hamre:
„Embættisrekstur hans miðaðist við það að
endurheimta vald og virðingu erkibiskups-
embættisins og bislcupsembættanna."11
Það hefur því fallið vel að þessari stefnu
erlcibiskups, að norskir menn sætu á Hóla-
biskupsstóli, þar sem norræn málhefð var
órofin og umfangsmikið skjala- og bókasafn
fyrir hendi.
Þegar Gottslcálk lcom til íslands á 5. áratug
15. aldar, var íslenskt samfélag að rétta úr
kútnum eftir svartadauða. í nóvember 1444
lagði hann skilríki sín fyrir helstu preláta
norðanlands og leist þeim þau vera „skjal-
leg" og samþykktu þau.12 Meðal þeirra var
konunglegt verndarbréf fyrir biskupinn og
allra hans þénara góss, sem hann hafði feng-
ið árið 1442 hjá þáverandi konungi, Kristófer
af Bayern (1443-48).13 Gottskálk biskup
hafði yfir höfuð mjög víðtælc umboð yfir
íslenskum málefnum. í febrúar 1449 veitti
Áslákur erkibiskup Gottskálki veitingarvald
yfir Oddastað, Hítardal, Grenjaðarstað og
Breiðabólsstað í Vesturhópi með sérstöku
bréfi.14 Sama ár skipaði hann Hólabiskup
„visitor" yfir allt ísland og skyldi hann hafa
biskuplega tign í Skálholtsbislcupsdæmi,
veita kirkjur, klaustur og staði, sem kynnu
að losna, og gefa gjafir til fullrar eignar.15
Erkibiskup fól honum að skipa umboðs-
menn og talca við reikingsskilum þeirra.
Þá voru dómsmál í verlcahring biskups-
ins og fól erkibiskup honum að skera úr
um ágreiningsmál klaustramanna og lærðra
manna, kirkju og leikmanna „að jafnfullri
makt sem vér sjálfir".16 Þá skyldi hann
og innheimta fyrir erkibiskup „subsidium
pallii", sem nam hálfum rentum og tíund-
um af klaustrum og kirkjustöðum.17 Milcið
los var hins vegar á Skálholtsbiskupsdæmi
og Skálholtsbiskupsstóli á fyrri hluta 15.
aldar, enda erlendir vandræðamenn þar á
biskupsstóli a.m.k. á stundum.
Með því að Gottskállc hafði veitingarvald
yfir lcirkjustöðum, einnig þeim sem erkibisk-
upsveiting var á, gat hann komið ættmönn-
um sínum og vildarvinum í góð brauð og
byggt upp sitt fylgismannakerfi. Hann hefur
væntanlega beitt áhrifum sínum til þess að
Marcellus Skálholtsbislcup veitti árið 1453
Olafi Rögnvaldssyni, frænda sínuni, Odda
á Rangárvöllum, sem Áslálcur erkibiskup
hafði áður veitt síra Jóni Sigmundssyni.18
Af heimildum má ráða, að Gottskálk
Kæneksson hafi verið röggsamur stjórnandi,
sem hafði öll spjót úti að efla hag bislcups-
dæmis síns. Kristján lconungur I (1448-81)
veitti Gottslcállci bislcupi árið 1450 leyfi
til að sigla til Björgvinjar og annarra staða
í ríki sínu Noregi með allt sitt góss og var-
aði einkum fógeta og aðra embættismenn
við því að hindra siglingar biskups að við-
lagðri konunglegri hefnd og reiði.19 Bendir
11 Lars Hamre, „Unionstiden 1450-1523", bls. 454.
12 DI IV, nr. 705. Fyrir biskupsembættið greiddi
Gottskálk 119 lóð silfurs í féhirslu páfa. DI V, nr.
54.
13 DIIV, nr. 674.
14 DIIV, nr. 778.
15 DIIV, nr. 783.
16 Sama heimild, „... at japnfullo makt sem uy
sielfue".
17 Sama heimild.
18 DIV, nr. 93.
19 DI V, nr. 56. Skemmtilegar heimildir um stjórn-
sýslu Gottskálks eru nr. 62, 64, 65. Um er að ræða
135