Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 14

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 14
vera Ingólfur V. Gíslason KARLM Frá því að ég fór fyrst að fjalla eitthvað á opinberum vettvangi um stöðu kynjanna hef ég heyrt af kreppu karla. Breytingarnar á kynjahlutverkunum áttu að hafa haft í för með sér að karlar ættu erfitt með að fóta sig í tilverunni, vissu ekki hvernig þeir ættu að haga sér gagnvart konum og hefðu á heildina litið verið „stiffed" eins og Susan Faludi kallaði bók sína með undirtitilinn „The Betrayal of the American Man". Mér hefur alltaf verið þessi kreppa alveg hulin a.m.k. hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Það er ákaflega erfitt að finna einhverjar tölur eða staðreyndir sem benda til þess að karlar séu í kreppu. Þvert á móti sýnist mér að flest gangi þeim í hag. Lífslíkur þeirra aukast, erfiðir sjúkdómar hörfa, í æ ríkari mæli gefst þeim færi á að sinna börnum sínum og það er viðurkenndara en áður að karlar sýni tilfinningar. Við höfum með öðrum orðum vísbendingar um að möguleikasvið karla sé farið að breikka eins og það hefur áður breikkað hjá konum. Það sem er hins vegar í kreppu er karlmennskan, en það er kvenleikinn einnig. raun og veru er lögmæti þeirra meira og minna horfið eða að minnsta kosti í djúpri kreppu. Það er hins vegar alrangt skref frá þessu viðhorfi og til þess að karlar séu 1 kreppu. Á mig virkar slíkt tal sem hróp ó gömul gildi, ákall þeirra tíma þegar unnt var að gefa út forskriftir um hvernig kynin ættu að hegða sér við ákveðnar kringum- stæður, nokkurs konar fólagslegt leikrit sem öllum bar að taka þátt í vildu þeir kallast sannir karlar, sannar konur. Ungt fólk á auðveldara með að tala um samskipti kynjanna Á stundum er kvartað undan lítilli þátttöku karla í um- ræðum um jafna stöðu og jafna möguleika karla og kven- na og með nokkrum rótti. Hins vegar verður að segjast að það gildir um marga þá sem reynt hafa að taka þátt, að þeim hefur ekki beinlínis verið tekið fagnandi ef þeir ekki kunna biblíuna eins og einhver guðspjallamaðurinn hefur túlkað hana. Eg hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar séð karla reyna að taka þátt en fengið móðurlegar ávítur fyrir vitleysuna í sér eða léttan hlátur kvennanna sem vita þetta allt saman miklu betur. Þetta er vissulega misjafnt og fer eftir hópnum sem tekur þátt og umræðu- efninu. Raunar er það mín upplifun að konum leyfist frekar að efast um viðtekin sannindi á þessu sviði heldur en körlum. Ég hef heyrt karla sallaða niður fyrir hug- myndir sem hafa fengist ræddar af viti ef konur leggja Raunar hefur hvort tveggja verið í kreppu frá fyrstu tíð einfaldlega sökum þess að hugmyndir um einhver sam- eiginleg einkenni svona stórra hópa (karla annars vegar og kvenna hinns vegar) eru slíkt bull að þær geta aldrei annað en verið í kreppu. Hinum virka geranda er alveg sleppt og fólk gert að óvirkum leiksoppum ímyndaðra einkenna. Við höfum sögulega séð upplifað fjöldann all- an af slíkum ímyndunum hvort heldur það er frá kristn- inni sem kennir að við séum öll syndug eða þjóðernis- hyggjunni sem tengir einhver (jákvæð) einkenni við alla sem tilheyra sömu þjóð. Það eina sem gert er með þessu er að firra manninn hluta eðlis síns sem virkur gerandi eigin lífs, virkur skapandi eigin sjálfs. Með þessu er að sjálfsögðu ekki sagt að ekki sóu fyrir hendi í hverju samfélagi ákveðnar formgerðir sem þrýsta fólki í ákveðinni lífsstöðu í svipaðar áttir. En félagslegar formgerðir eru mannleg sköpun og þar af leiðandi breyti- leg fyrirbæri. Það er ef til vill eðlilegt að kreppa þessara fyrirbæra sé ljósari í dag en oft áður. I ríkari mæli en áður hefur sést eru hefðbundin gildi og fornar formgerðir und- irlagðar breytingum og upplausn. Það hefur í för með sór bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Ein hinna já- kvæðu er einmitt upplausn hugmynda um hvernig kon- ur eigi að vera og hvernig karlar eigi að vera, hvað sé karlmannlegt og hvað kvenlegt. Sú hlutverkalæsing sem 14 af hefð hefur fylgt þessum hugmyndum er í uppiausn. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.