Vera


Vera - 01.10.2002, Page 17

Vera - 01.10.2002, Page 17
litla gjörð á heimilunum. Myndir af þessum klíkufundum sýna með mjög skýrum hætti hvernig samfé- lagslegum völdum er misskipt milli kynjanna. Þar með er hins vegar ekki sagt að ákvarðanirnar um klæðnað barnanna skipti ekki máli. Þær eru mikilvægar fyrir þá einstak- linga sem að þeim koma og í sarnfé- lagslegu samhengi skipta þær máli vegna þess að þær eru hluti af þeim samskiptum kynjanna sem viðhalda og endurskapa hugmyndir urn hvað karlar og konur geti og vilji. Þær eru með öðrum orðum hluti af þeirri heildarmynd sem okkur birtist svo aftur í uppstillingu jakkafataherr- anna þegar leiðtogar iðnríkjanna funda. Afþreyingariðnaðurinn nærist á staðalmyndum Flest eða allt sem við höfum í hönd- unum af íslenskri (og norrænni) töl- fræði bendir til (hægfara) jöfnunar á stöðu kynjanna á flestum hefð- bundnum mælikvörðum. Þetta á við um stöðu á vinnumarkaði, þátt- töku í stjórnmálum, skiptingu ólaunaðrar vinnu, h'fslíkur, áhættu- hegðun, fangelsanir o.s.frv. Mörgum formgerðum samfélagsins hefur líka verið breytt til þess ýmist að stað- festa breytingar sem átt hafa sér stað eða ýta undir breytingar sem lítið eða ekki voru farnar af stað. Að sjálfsögðu er þó ekki verið að halda því fram að hér eftir verði þetta allt meira og minna sjálfkrafa. Það sást t.d. í kreppunni á 10. áratugnum í Svíþjóð að atvinnuþátttaka kvenna minnkaði þá um 10-12%. Á sama hátt hefði það vafalaust grafið veru- lega undan stöðu kvenna á íslensk- um vinnumarkaði ef fæðingarorlof- ið hefði einfaldlega verið lengt án skiptingar milli föður og móður. ^9 er með fyrir framan mig bekkjarskrá sonar míns. Þar er dálkur fyrir vinnu- sírna móður en ekki föður. Skilaboðin eru klár, ég er annars flokks foreldri Það hefði líka enn erfiðað körlum aukna þátttöku í uppeldi og um- önnun barna sinna og í hefðbundn- um heimilisstörfum. Líklega einnig stuðlað að viðhaldi kynjaskipta vinnumarkaðarins sökum þess að viðhaldið hefði verið þeirri bábilju að umhyggja væri ekki í „eðli" karla. Þannig að það er alveg unnt að snúa við ef vilji er til. Jákvæðar breytingar eru heldur ekki alls stað- ar augljósar, t.d. í afþreyingariðnaði og auglýsingamennsku ýmiss konar sem virðist beinlínis nærast á stað- almyndum. Strætisvagnaskýli borg- arinnar eru þessa dagana þakin myndum af nautnalegri ungri konu á nærfötunum einum klæða. Það er miklu algengari auglýsingamynd heldur en karlar á brókinni einni. Þeir eru líka virkari, aggressívari, en konurnar þó þeir séu bara í nærbux- um. Þessa sér enn frekar stað víða erlendis þar sem almenningsrými stórborga er sexualiserað í ríkum mæli og þá sexualiserað útfrá sjón- arhóli gagnkynhneigðra karla. Það er þeirra „gláp" sem stýrir. Það er hins vegar áhugavert í þessu sambandi að þegar umræður stóðu í blöðum fyrir stuttu um nekt- arstaði og súludans þá voru nokkrir karlar sem blönduðu sér í þá um- ræðu. Þeir gerðu það frá öðrum vin- kli en ef til vill hefði mátt ætla. Þeir skrifuðu gegn þessari starf- semi og þótti sér misboðið með fullyrðingum um að þetta væri saklaus og eðlileg skemmtun fyrir karla. Þeirra hugmynd urn sjálfa sig (karl- mennsku sína?) var ekki sú að þeim þætti eðlilegt eða skemmtilegt að kaupa og/eða niðurlægja konur. Það er liins vegar varla von að slíkt hugn- ist postulum þeirra viðhorfa að allt eigi að vera falt og að græðgi og yfirgangur séu meg- in drifkraftur framfara. Kynjunum ýtt í sama farið Fyrir nokkrum árum ræddi ég við 25 unga íslenska karla um ýmsa þætti tilveru þeirra og viðhorfa. Afraksturinn birtist síðan í bókinni „Karlmenn eru bara karlmenn." Viðliorf og væntingar íslenskra karla. Sú athugun, sem og ýmsar kannanir sem gerðar hafa ver- ið, leiða í ljós að það er sameigin- legt viðhorf karla og kvenna á Is- landi að fólki beri sami réttur og sörnu möguleikar á öllum sviðum tilverunnar. Sama er hvort um sé að ræða frama á vinnumarkaði, þátt- töku f stjórnmálum eða heimilis- störfin, það eru allir sammála um að ekkert af þessu sé eitthvað sem öðru kyninu frekar en hinu beri að stunda. Og auðvitað fordæma allir kynbundna launamuninn. Þetta eru viðhorfin og hafa sjálf- sagt lengi verið. En eftir sem áður sitjum við uppi með að í öllum þessum þáttum er mikill munur milli kynjanna og þó svo opinber tölfræði bendi til að það þoki í rétta átt á flestum eða öllum sviðum þá er það með hraða snigilsins. Eg hef enga trú á að rólegheit breytinganna stafi af meðvitaðri andstöðu. Þetta stafar fyrst og fremst af því að félagslegar form- gerðir eru ótrúlega seigar og þær ýta okkur stöðugt í sama farið aftur og aftur. Hjá pörum verða vatnaskil við fæðingu fyrsta barns. Þá hættir kon- an launavinnu eða dregur verulega úr henni, meðan karlinn eykur hana og minnkar þátttöku sína í ólaun- uðu vinnunni. Afleiðingarnar eru rnjög víðtækar og birtast rneðal ann- ars í endursköpun kynbundna vinnumarkaðarins, lægri launum kvenna og lægri lífeyrisgreiðslum,

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.