Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 27
Gunnar Hersveinn „Já. Fljótlega verður enginn tilgangur með karlmönnum. Konur geta eignast börn án þess að karlmaður sé nálægt. Og þær eru löngu búnar að sanna að þær geta unnið úti og alið upp barn á sama tíma. Við verðum því að finna okkur nýjar leiðir, nýjan tilgang. Auðvitað er þessi staða tengd tíðarandanum og allt getur breyst á ný," svarar Róbert Douglas leikstjóri kvikmyndarinnar Maður eins og ég, í viðtali við Árna Þórarinsson í Morgunblaðinu, spurningu um hvort jafnréttis- baráttan hafi borið þann ávöxt að konurnar séu orðnar sterkari og karlarnir viti ekki hvernig þeir eiga að vera. Árni hafði áður sagt og spurt: „í báðum mynd- unum eru karlarnir frekar veikir og ringlaðir; kon- urnar eru sterkari, konurnar stjórna. Er raunveru- leikinn þannig í þínum augum?" Og leikstjórinn svarað: „Já, ég held að svo sé. Mín kynslóð af karlmönnum er í smá vanda með sjálfsmyndina." (Mbl, 11.8.02). Róbert Douglas hefur gert tvær mikilvægar myndir; íslenska drauminn (2000) og Maður eins og ég (2002) sem báðar varpa dramatísku ljósi á íslenska karl- menn. Róbert notar vissulega húmorinn, en senni- lega er það besta aðferðin til að fjalla um þetta efni. Karlmaðurinn var orðinn laus í reipunum, og er nú fallinn til jarðar. Hann hefur aftur á móti ekki enn áttað sig á nýjum aðstæðum. Hann hefur ekkert auka- vald sem tryggir honum fasta stöðu eða virðingu. Myndin Maður eins og ég er um þennan karlmann, hún er „rómantísk þroskasaga kvíðasjúklings" eins og höfundur myndarinnar hefur lýst yfir. Það ber að taka þessa yfirlýsingu alvarlega og kanna hvort það geti ekki bara verið að hinn íslenski karlmaður sé rómantískur kvíðasjúklingur. Því eftir fallið í djúpu laugina, er sjálfsmyndin óhjákvæmlega á floti. Draumur karlmannsins er liðinn Leikstjóri myndarinnar er fæddur árið 1967 og hann viðurkennir fúslega að kynslóð hans sé í smá vand- ræðum með sjálfsmyndina. Eg býst við að fleiri kyn- slóðir geti vel viðurkennt að eiga einnig í smá vand- ræðum ineð hana. Staðreyndin er að karlmennskan er ekki föst í hendi; hún hefur ekkert opinbert gildi, og hvorki lög né reglur gefa körlum forskot á kon- una. Ef karlinn nýtur góðs af kyni sínu er það aðeins vegna duldra fordóma eða útaf illa séðri hefð í sam- félaginu. í viðtalinu við Arna segir höfundurinn: „Ja, karakterinn hefur það gott eins og flestir Islendingar; honum stendur margt til boða, hann á fjölskyldu, sem styður hann, hann kýs að vera í tíu ára fríi frá menntaskóla og vinna á pósthúsinu. Samt er hann óánægður og veit ekki hvað hann vill." Draumur karlmannsins er liðinn. Ef fyrri tíma karlmenn dreymdi um góða stöðu, virðingu í samfó- laginu, konu og börn, og ef þessi draumur gat ræst, hvernig líður þá nútíma karlmanninum núna, og hver er draumur hans? Árni spyr: „í báðum bíó- myndunum þínum ertu að fjalla um svipað efni, kreppu íslenskra karlmanna af yngri kynslóð. Þú heldur áfram að skoða drauma þeirra og öryggisleysi gagnvart umhverfinu, ekki síst konum, sem þeir reyna að losna undan eða deyfa með því að rotta sig saman, fara í golf eða fótbolta eða horfa saman á Sylvester Stallone. Af hverju hvílir þetta efni svona þungt á þér?" Og leikstjórinn svarar: „Mér finnst þetta vera ansi stór hluti af þjóðlífinu, ekki síst lífi minnar kyn- slóðar. Tvisvar sinnum í viku fer ég að hitta fólaga rnína til að spila fótbolta við þá. Við kunnum ekkert Myndir: Kvikmyndafélag íslands og Blueeyes Production
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.