Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 57
myndir: Þórdís
PYLSA ÍBRIOCHE
Hentar vel sem nætursnarl, með fordrykk á undan
mat eða sem forréttur. Best er að nota sterkkryddaða
pylsu eins og spánska Chorizo.
Chorizo pylsa
Tólf stk. 10 cm langar pylsur.
1.4 kg svínahakk
250 gr svínafita, hökkuð
G - 7 hvítlauksgeirar
1.5 dl rauðvín
60 gr paprikuduft
2 tsk salt
1 tsk malað coriander
1 tsk malað cumin
1/2 tsk svartur pipar úr kvörn
Brioche brauðdeig
600 gr hveiti
100 gr smjör
1 msk sykur
1 tsk salt
3 slk egg
25 gr pressuger (eða 2 tsk þurrger)
1 1/3 dl mjólk
42 cal stærð af tilbúnum, óekta görnum (fæst hjá Valdi-
mar Gíslasyni, Ispakk)
Blandið öllu saman í skál og látið standa í ísskáp yfir
nótt. Steikið lítinn hita á pönnu og smakkið. Bætið við
kryddi ef með þarf. Troðið kjötinu ofan í garnirnar og
bindið fyrir enda. Geymið í ísskáp í sólarhring áður en
pylsurnar eru stungnar með prjóni og steiktar í ofn-
skúffu við 200° hita í 15 mínútur. Látið kólna.
Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Bræðið smjörið.
Hveiti, sykur, salt, egg, smjör og gerblanda hnoðað sam-
an í hrærivél. Bætið örlitlu hveiti í blönduna, ef þarf til
að deigið losni frá skálinni. Fletjið deigið út með köku-
kefli, frekar þunnt. Pakkið hverri pylsu fyrir sig inn í
deigið. Penslið. Látið hefast á bökunarplötu og bakið í
12 mínútur við 185° hita í miðjum ofni. Blástur hentar
vel í u.þ.b. fimm mínútur í lok baksturs. Skorið í sneið-
ar. Pylsa í Brioche er jafn góð köld sem heit.
hvítlaukur... cheddarostur
Lattin^
P' •Aoiml
Nýbakaö brauö þegar þér hentar
HÉR 4 NÚ / SlA