Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 9
ég hætti eftir viku. Ég vildi vinna við kvikmyndir og
réð mig sem skrifta, án þess að kunna neitt, í bíó-
myndina Skammdegi efir Þráin Bertelsson. Síðan fór
ég í strangt eins árs kvikmyndagerðarnám í Middel-
sex á Englandi og fékk að því loknu starf sem fram-
leiðandi hjá ríkissjónvarpinu þar sem ég vann í þrjú
ár. Þar framleiddi ég m.a. tvær heimildamyndir um
látin skáld, þau Kristján Fjallaskáld með Matthíasi
Viðari Sæmundssyni og Davíð Stefánsson í sam-
vinnu við Gunnar Stefánsson."
Um tíma var Ásthildur ritstjóri fréttablaðs fyrir
ríkisstofnun en dauðleiddist og hætti fljótt. Kvik-
myndagerðin kallaði og árið 1992 stofnaði hún Litlu
gulu hænuna og hóf framleiðslu og leikstjórn á
heimildamynd um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund
sem hún vann í samstarfi við Dagnýju Kristjánsdótt-
ur bókmenntafræðing. Þær fengu styrk til verksins
sem síðan var sýnt í ríkissjónvarpinu.
„Síðan hef ég reynt að harka sjálf í þessum
bransa sem vissulega er erfiður en hann lætur mann
ekki í friði. Reyndar varð mikil breyting þegar DV-
Cam vélarnar komu fyrir nokkrum árum. Það er staf-
ræn upptökutækni þar sem fólk getur tekið upp
myndirnar sjálft í stað þess að vera alltaf með
tökulið með sér," segir Ásthildur og telur upp mynd-
ir sem hún hefur framleitt sjálf. Þar má nefna sjón-
varpsmynina Palli var einn í heiminum, sem var
sýnd í sjónvarpi á Norðurlöndunum, heimilda-
myndina Saga vonar sem fjallar um Vestur-íslend-
inga, Söguna af Silvíu og Darra sem fjallar um ungt
fólk sem er að hefja búskap og er innlegg í jafnréttis-
baráttuna. Sú mynd var gerð í samvinnu við Náms-
gagnastofnun og var sýnd á Stöð tvö og hefur verið
notuð til kennslu í í lífsleikni. Myndin Æsa og Gauti
var líka gerð í samvinnu við Námsgagnastofnun og
fjallar um krakka í sveit. Það er hálftíma leikin mynd
fýrir yngri börn og hefur notið mikilla vinsælda í
skólurn.
„Mig dreymir að sjálfsögðu um að gera alvöru,
leikna bíómynd og hef fengið undirbúningsstyrk til
handritsgerðar að mynd sem gerist í Þingeyjarsýslu
og fjallar um stelpu sem eignast svart barn. Svo er ég
með heimildamynd um listakonuna Rósku í undir-
búningi í samvinnu við Lóu Aldísardóttur. Við feng-
um undirbúningsstyrk frá Kvikmyndasjóði til þess
að vinna að handriti og munum vinna mikið á Italíu
á næstunni."
Frábærar og duglegar stelpur
En hvernig kom það til að Ásthildur fór að fylgjast
með lífi tailenskra kvenna í Norður-Þingeyjarsýslu?
„Ég hafði lengi haft áhuga á að búa til heimilda-
mynd um líf asískra kvenna hér á landi og hafði bor-
ið hugmyndina undir marga en engir sýndu því
áhuga. Löngun mín kviknaði eiginlega þegar ég
kenndi tailenskum konum íslensku um tíma í Náms-
flokkum Reykjavíkur. Mér fannst þessar konur svo
áhugaverðar og varð forvitin um sögu þeirra og bak-
Pam og Noi heima ÍTailandi
grunn. Svo kynntist ég Noi norður í Ásbyrgi og hún
kynnti mig fyrir Pam. Mamma mín er úr Oxarfirði
þannig að þetta eru mínar slóðir og mér fannst frá-
bært að kynnast líka mönnum þeirra, Isak og Svein-
birni. Þeir höfðu kynnst stelpunum þegar þeir fóru
til Tailands ásamt þriðja stráknum að norðan sem
býr á Kópaskeri með konu sinni Sunan frá Tailandi.
í uppliafi ætlaði ég að hafa pörin þrjú í myndinni en
síðan varð ég að takmarka mig við hin tvö til að gera
úr þessu heillegri sögu. Það helgaðist m.a. af því að
ég fór með þeim til Tailands en sú saga er mjög mik-
ilvæg í því að gefa heildarmynd af lífi þeirra.
Noi og Pam eru báðar frá Surin héraði í norður
Tailandi þar sem fólk er mjög fátækt. Ég heillaðist
strax af þeim báðum, þær eru skemmtilegar og ein-
lægar og vildu allt fyrir mig gera þótt þær áttuðu sig í
raun ekkert á því hvað ég væri að gera og væru orðn-
ar svolítið leiðar á mér þegar ég kom hvað eftir ann-
að með myndvélina og spurði þær spjörunum úr. En
það er svo sterkt í trúaruppeldi þeirra að vera kurt-
eistar og bera virðingu fyrir sér eldra fólki að þær
gerðu allt fyrir mig, þótt ég sé bara tuttugu árum
eldri en þær.
Ég vildi gefa innsýn í bernsku þeirra, drauma og
þrár og sýna hvernig þeir draumar hafa ræst. En lífi
þeirra fylgja einnig sorgir þar sem þær vita alltaf af
fólki sínu lifa við sára fátækt heima í Tailandi. Ég
reyndi að draga upp heiðarlega og raunsæja mynd af
lífi þeirra og vona að mér hafi tekist að búa til glugga
inn í líf þeirra. Ég varð vör við breytingar á þeim og
lífi þeirra þennan tíma sem ég fylgdist með þeim.
Þetta eru frábærar og duglegar stelpur og ég dáist að
því hvað þær hafa jákvætt hugarfar og mikla aðlög-
unarhæfileika. Þegar ég var búin að safna að mér
öllu þessu efni átti ég erfitt með að vinna úr því enda
var ég orðin tengd stelpunum, þær orðnar vinkonur
mínar. Maðurinn minn sá því alveg um að klippa
myndina en hann heillaðist líka af verkefninu og
þessum einstöku manneskjum."
EÞ