Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 29
skyldudrauminn; vill vera fjölskyldumaður, en það er ekki sjálf-
gefið hvernig það er gert eða hvað það merkir. Ast hans til kon-
unnar og vonin um lífið með henni steytir á blindskerjum, og
hann verður kvíðasjúklingur í kjölfarið.
Karlinn marar í hálfu kafi
Engin ástæða er til annars en að taka þessa kvikmynd alvarlega
og sömuleiðis fyrri mynd leikstjórans. Áhorfendur tóku þeim
fagnandi; þeir fundu til með söguhetjunum. Það tjáði Sæbjörn
einnig: „Þetta eru fullskapaðar söguhetjur, sem maður fær heild-
stæða og góða mynd af, lærir að þykja vænt um og kennir jafnvel
í brjósti um. Þessar persónur eru til í alvörunni, ekki bara í
skáldaheimum. Þær tala líka eins og fólk gerir í alvörunni."
(1.09.02. Mbl)
Sæbjörn gerir svo tilraun til að greina vandann: „Maður hefur
á tilfinningunni að það sem háir honum fyrst og fremst sé heima-
tilbúið vandamál. Hann er ofdekraður af sínum nánustu, líkt og
fleiri sem komu undir á hinum lífsglöðu árum í kringum 1970
...". En þetta er meira en heimatilbúið vandamál; þetta er harður
veruleikinn áður en draumurinn byrjar, og ekki bara heima,
Út frá þessum forsendum er konan í betri stöðu en
kariinn í íslenskum kvikmyndum, óháð því hvort
hún sé það í raunveruieikanum eða ekki. I viðtalinu
hans Árna er spurt um þetta: "Myndirðu treysta þér
til að segja sögu sterkrar ungrar konu og glímu henn-
ar við sjálfa sig og karlana?" Leikstjórinn svarar: "Já,
ég held það. Núna er eitt af handritunum sem ég er
að vinna að einmitt með kvenpersónu í miðjunni. Eg
veit reyndar ekki hvort ég geti gert eins mikið grín að
kvenpersónum og ég geri að karlmönnunum; það
gæti orðið erfiðara."
Það er erfiðara að gera grín að konunni en
körlunum í kvikmyndum, því staða karlsins er pín-
legri. Konan er í hreyfingu sem ver hana fyrir mesta
spottinu, en sá tími kemur sennilega að hægt verði
að skopast aftur að konunni án hiks og miskunnar,
en sá tími er ekki hafinn. Konan hefur sannað sig
eins og leikstjórinn segir; hún getur bæði unnið úti
og alið upp börnin á sama tíma, en karlinn hefur
glatað stöðu sinni og þarf að finna sér nýjar leiðir og
nýjan tilgang.
Konan hefur sannað sig eins og leikstjórinn segir; hún getur bæði
unnið úti og alið upp börnin á sama tíma, en karlinn hefur glatað
stöðu sinni og þarf að finna sér nýjar leiðir og nýjan tilgang.
Núna er hann að-
eins dæmigerður
plebbi sem liggur
vel við höggi; hann
reynir að þóknast
öllum og að vera næs, þekkir ekki hagsmuni sína.
Stundum girnist hann hús, bíl og konu, stundum
langar hann fátt eitt eins og söguhetjan í annarri
kvikmynd sem sýnir íslenska karlmanninn í nýju
ljósi: 101 Reykjavík (2000).
Borgarógeð og alvöru maður
Hlynur Björn í 101 Reykjavík ráfar stefnulaust um í
borginni/eyðimörkinni. Höfundur sögupersónunnar
sagði í viðtali, að hún (Hlynur Björn), þetta „borgaró-
geð" hefði orðið til á hestbaki fyrir utan Akureyri.
Sæbjörn var ekki hrifinn af þessu ómenni í gagnrýni
sinni um myndina: .hann enn í móðurgarði, leti-
blóð á atvinnuleysisbótum, liggjandi í klámsíðum á
netinu, keðjureykjandi, að skemmta sér þá hann á
íyrir því, dauðskelkaður við ábyrgð og alvöru lífsins."
(Mbl, 1.6.00) Hlynur var ekki trúverðugur, en sögu-
hetjan staðfestir samt að karlinn er runninn niður úr
söðlinum. Þetta eintak sökk að vísu alveg í kviksynd-
ið; það er dauðskelkað og ekki mikill bógur.
Höfundur myndarinnar Maður eins og ég glímir
hins vegar við „alvöru mann" og tjáir hann og túlkar
í vanda sínum. Söguhetjuna dreymir gamla fjöl-
heldur einnig úti í hinum stóra heimi kynjanna.
Karlmanninn hefur m.ö.o. þrotið hugrekki í heimi án hald-
reipis; hann er löngu fallinn af baki, og skimar eftir nýjum hesti.
Konan féll vissulega einnig af baki, en ég veit ekki hvort hún hef-
ur komið auga á verðugan fararskjóta. Ef til vill var afhjúpun
karlmannsins meiri og hann hjákátlegri þar sem hann lá í forinni
og reiðskjótinn týndur í þokunni. Meira grín er a.m.k. gert að
honum á tjaldi og á skjá. Tilgangur karlmennskunnar virðist að-
hlátursefni, og tíðarandinn segir kynið vera aukaatriði. Kynið má
og á ekki að gefa forskot, og ef það gerir það, er það klárlega
rangt. Nú vita það allir, þótt enginn fari eftir því. Karlkynið nýtur
einungis góðs af ranghugmyndum í myrkum skotum mannshug-
ans.
Niðurstaðan er að höfundur kvikmyndarinnar Maður eins og
ég gerir góða tilraun til að varpa ljósi á tiltekinn vanda karl-
mannsins. Hann sýnir karlinn eins og hann er; kjánalegan, óviss-
an, bitran, huglausan. Vonin felst í viðleitni hans til að taka litlar
ákvarðanir og stíga þær í smáum skrefum. Karlinn marar hálfur í
kafi og glímir við spurningu systur sinnar:
„Hvað ætlar þú að gera núna, í lífinu?“
29