Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 11
í formála bókarinnar segir: „í þessari bók tala
konur sem fæddu heima, á bílastæði, á spítala og
í sjúkrabíl. Þær hafa ólíka sýn á móðurhlutverk-
ið, líkama sinn, meðgöngu, fæðingu, mæðra-
vernd, ljósmæður og lækna. Það sem einni finnst
inngrip, finnst annarri líkn. Eitt eiga þær þó allar
sameiginlegt; þær vilja láta hlusta á sig og að tek-
ið sé mark á skoðunum þeirra. Raddir kvennanna
kenna okkur að ekki er til neitt eitt rétt fyrir fæð-
andi konu, heldur er það val hverrar og einnar
sem skiptir máli og ber að virða. Hver kona er
einstök og á rétt á að velja það sem henni hentar
best hverju sinni.“
Þær segja að þær hafi ekki órað fyrir einlægni
og trúnaði kvennanna sem skrifuðu sögur sínar
og opnuðu sína innstu sálarkima. „Fyrir margar
konur er sagan í þessari bók persónulegt uppgjör sem tók á að
skrifa. Hver og ein valdi hverju hún sagði frá og dró fram það sem
henni fannst skipta máli, vildi deila með öðrum, vildi taka á eða
breyta. Margar notuðu tækifærið til að vinna úr reynslu sem þær
höfðu ekki treyst sér til að endurupplifa."
Eftir því sem sögunum fjölgaði segja þær að bókin hafi fengið
rödd sem kvaddi sér hljóðs og rauf þá einangrun sem hefur
umlukið fæðingarsögur íslenskra kvenna.
„Sögurnar hafa verið sagðar í lokuðum hópi kvenna og lifað í
núi munnlegrar geymdar. Með tímanum hafa þær fallið í
gleymsku. Eina skráða heimildin um þær eru staðlaðar fæðingar-
skýrslur samdar af heilbrigðisstarfsfólki og varðveittar á heil-
brigðisstofnunum. I þessari bók má lesa það sem leynist á milli
lína í fæðingarskýrslunni, þögla hlutann, þann sem við köllum
fæðingarskýrslu tilfinninganna og er vitnisburður kvennanna
sjálfra," segir í formála bókarinnar.
Úr sögunni Konur með einn í útvíkkun
fá enga samúð
Ljósmóðirin vatnshrædda og kunningjarnir úr heimafæð-
ingafélaginu hófu ritdeilur á síðum dagblaðanna um velferð
kvenna í fæðingu þar sem ásakanir um hroka og vanjjekk-
ingu féllu ó báða bóga. Mér fannst ég vera kaðall í reiptogi ó
milli þessara aðila sem báðir voru að reyna að vinna mig á
sitt band. Eg gafst upp. Eg fann að ég hafði engan veginn öðl-
ast nægilega þekkingu til að geta sjálf og hjálparlaust greint
hvað væri mér fyrir bestu. Öli skilaboð sem óg fékk voru
misvísandi og mótsagnakennd og ég treysti mér ekki til að
hugsa um þetta meir. Ég beið þess er verða vildi og vonaði að
allt færi vel.
Ég beið. Þeir útreikningar sem við hjónin, ljósmóðirin og
sónarinn höfðum unnið bentu allir á sömu dagsetninguna.
Þrátt fyrir að ég vissi mætavel að þessi dagsetning væri bara
gróf áætlun um komutíma barnsins varð ég fýrir töluverðum
vonbrigðum þegar dagurinn kom og fór án þess að drægi til
tíðinda. Mér fannst að verið væri að svindla á mér. Ég var
orðin langþreytt á að kjaga um allt með bumbuna út í loftið.
Tíu dögum eftir settan dag, kvöld eitt í maímánuði árið
1999, fór loksins eitthvað að gerast. Verkirnir komu með
fimmtán mínútna millibili og voru satt best að segja alveg
þolanlegir. Ég sem hafði alltaf haldið að þetta yrði óbærileg-
Bro.t úr bókirmi
ur sársauki allan tímann, hafði ekki áttað mig á því að í bíó
eru bara sýndar lokamínútur erfiðisins. Ég hringdi upp á
fæðingardeild og spurði hvenær ég ætti að koma. „Hvað er
langt á milli hjá þér vina?" spurði sú sem svaraði mér. „Kort-
er," svaraði ég frekar aumingjalega. „Jæja elskan mín, þá
skaltu bara taka panódíl og bíða róleg," svaraði sú á vaktinni.
Ég var svo utan við mig að ég þakkaði þar með fyrir og
lagði á án þess að fá svar við spurningunni. Mór fannst eitt-
hvað kjánalegt við að hringja strax aftur og þar sem langt var
liðið á kvöld ákvað ég að fara að ráðum þessarar konu, taka
panódíi og fara að sofa. Þó að verkirnir væru langt frá því að
vera óbærilegir voru þeir ekki það vægir að ég gæti sofið al-
mennilega. Ég vaknaði á fimmtán mínútna fresti alla nóttina
og herptist í kuðung £ eina til tvær mínútur. Klukkan níu um
morguninn fór ég á fætur, illa sofin og pirruð og uppgötvaði
mér til skelfingar að enn voru fimmtán mínútur á milli
verkja. Þýddi þetta að fæðingin gæti dregist í marga daga?
Úr sögunni Fæðing í sjúkrabíl
Þegar sjúkrabíllinn rann í hlað náði ég naumlega að ganga
fram og leggjast í börurnar. Að komast út í sjúkrabílinn var
erfiðasti hluti fæðingarinnar, bæði líkamlega og andlega.
Þegar ég var kornin aftur í bílinn með manninn minn hjá
mér og allar hurðir lokaðar leið mér ólýsanlega. Bíllinn rann
af stað og mér var svo létt, við vorum bara tvö ein í litlu rými
aftur í bílnum, ég gat hellt öllum mínum hugsunum og til-
finningum yfir hann, það var enginn sem truflaði samskipti
okkar. Enginn sem skipti sér af eða dæmdi það sem okkur
fór á milli. Nú gátum við einbeitt okkur að þessari fæðingu.
Hann lagði áherslu á að veita mér styrk á meðan ég tók á
honum stóra mínum. Skyndilega fann óg að barnið var nán-
ast komið í heiminn og pabbinn var að hugsa um eitthvað
allt annað. Það reyndist rétt, kollurinn var kominn og barnið
allt nánast á sömu stundu. Ég náði ekki einu sinni að remb-
ast. Ég trúði þessu ekki, maðurinn minn var kominn með
litla krílið í hendurnar. Þetta var búið og óg rétt að byrja. Við
gerðum þetta alein og mér fannst við hjónin ósigrandi.