Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 45
mynd: Þórdis Nýlega hafa Þröstur Þórsson lögmaður og Hanna Sigurðardóttir lögfræðingur opnað lögmannsstofuna HÞ lögmenn í Kirkjustræti 4, (Kirkjuhvoli). Stofan veitir alla almenna lögfræðiþjónustu og sinnir öllum helstu málaflokkum en Hanna mun að mestu sjá um þau mál sem snúa sérstaklega að málefnum kvenna og barna. Þar koma m.a. til skilnaðarmál, forsjárdeilumál og barnaverndarmál. Hanna segist hafa skúraö sig í gegnum lögfræðinámið. Hún ól ein upp fjögur börn en þegar hún var fertug ákvað hún að setjast á skólabekk og hóf menntaskóla- nám. Að því loknu settist hún í lagadeild HI og lauk henni á fjórum árum. Á námsárunum tók hún þátt í starfi Kvennaráðgjafarinnar sem er sjálfboðavinna þar sem konum er veitt ókeypis lögfræðiráðgjöf. Sú reynsla og almenn reynsla hennar af lífinu er kveikjan að áhuga hennar á því að starfa sérstaklega að málefnum kvenna og barna. „Mér finnst félagslega kerfið hér á landi hafa brugð- ist mörgum konum sem standa höllum fæti félagslega og fjárhagslega og eru með börn á framfæri. Margar kon- ur þurfa að leita sér lögfræðiaðstoðar t.d. við skilnað, samvistarslit og í umgengnismálum. Félagslega kerfið virðist ekki telja heimilt að veita styrk til lögfræðiað- stoðar í slíkum málum nema að mál sé orðið að barna- verndarmáli. Það er bagalegt, einkum í þeim tilfellum þar sem hagsmunir barnanna eru í húfi." segir Hanna en bætir við: „Reyndar eru nýju barnaverndarlögin skref í rétta átt því í þeim er rýmri réttur en var til að veita fjár- hagsaðstoð vegna lögmannskostnaðar í málum sem orðin eru barnaverndarmál. Eg hef komið að mörgum erfiðum málum af þessu tagi og hvet konur til að gefast ekki upp. Það er því miður of algengt." Hanna hefur boðið SÁÁ að veita sjúklingum á Vogi og Vík ókeypis lögfræðiráðgjöf og mun hún sinna því starfi um helgar ef til kemur. Hún vill leggja sitt af mörkum til hjálpar þeim sem berjast við vímuefna- vanda. Sími HÞ Lögmanna er 511 1812 og beinn sími til Hönnu er 894 1813. Stofan hefur veffangið www.logafl. is og netfang Hönnu er hanna@logafl.is W0-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.