Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 54

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 54
vera Fjármál Þórhildur Einarsdóttir viðskiptafræðingur HJÓNABANDI fjármálin Síðustu áratugina hafa orðið miklar breytingar á efnahagslegu umhverfi okkar og frelsi aukist mjög í viðskiptum. Á sama tíma hefur margt annað breyst í okkar samfélagi og þar á meðal kjarnafjölskyldan sem forráðamönnum þessarar þjóðar verður tíðrætt um á tylli- dögum. Fjölskyldan á undir högg að sækja á mörgum sviðum og er Ijóst að brauðstritið og krafan um hin veraldlegu gæði eru eitt af því sem er að buga marga fjölskylduna í dag. Fjárhagsleg meðvitund I tengslum við ofangreint ætla ég hins vegar að fjalla um mikilvægi þess að hjón og sambúðaraðilar séu meðvituð um fjármál fjölskyldunnar, m.a. í ljósi þess hversu auðvelt er í dag að stofna til fjárskuldbindinga. Mjög auð- velt er að fá yfirdráttarlán hjá bönkum og háar heimildir hjá kortafyrirtækj- unum. Þá er einnig orðið mun auðveldara að fá ýmis önnur lán hjá fjár- málastofnunum og lífeyrissjóðum svo eitthvað sé nefnt. Skuldir geta því auðveldlega vaxið meira en góðu hófi gegnir og hafa raunar aukist hér á landi. að öllum eignum sem viðkomandi er skráður fyrir. Hjúskapareignir skiptast jafnt milli hjóna við skiln- að en hvort hjóna um sig ber ábyrgð á sínum skuldum. Þær skiptast því ekki við skilnað, s.s. lán eins og frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hjón bera aftur á móti sameiginlega ábyrgð á sköttum. Tæknin auðveldar yfirsýn Það h'efur viljað brenna við að oft á tíðum er það fyrst og fremst annar aðil- inn sem sér um fjármál heimilisins og finnst mér ótrúlega algengt hvað margar konur láta eiginmanninn alfarið um þá hlið. I hjúskaparlögum seg- ir: „Hjónum er skylt að veita hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn og afkomu." Það vill því miður brenna við að það er ekki tilfellið og getur endað með ósköpum. A þeirri upplýsingaöld sem við lifum nú á er mjög auðvelt að fylgjast með flestu því sem snýr að fjármálum heimilisins og einstaklinga á netinu. Hægt er að setja upp mjög greinargóð yfirlit og fylgj- ast með stöðu tékkareikninga, kreditkorta og lána í netbönkum. Hvað gerist við altarið? Við upphaf hjónabands má segja að til verði með hjónum félag sem sér- stakar reglur eru til um og er ég hér að vísa til hjúskaparlaga nr. 31/1993. Sé í fyrstu einungis litið á eignir hjóna verða þær hjúskapareignir hvors um sig, nema sérstakar heimildir standi til annars. Með því er átt við að þær eignir sem maki flytur í búið við hjúskaparstonfun eða öðlast eftir hjónaband er hans hjúskapareign sem hann hefur eignaraðild yfir. Komi hins vegar til skilnaðar er hjúskapareignum hjóna skipt til helminga. Hins vegar er hægt að gera með sér kaupmála fýrir giftingu og þá verða tilteknar eignir séreign sem kemur ekki til skipta við hjónaskilnað. Skuldir og veðsetning eigna Sambúðaraðilar Engar sérstakar lagareglur gilda um fjármál sambúðarfólks eða fólks í óvígðri sambúð á Islandi og geta því sambúðarslit oft á tíðum verið ansi flókin. Að stofna til sambúðar breytir engu í lagalegu tilliti um eignir og skuldir hvors aðila um sig. Sambúðarfólk hefur óskoraðan ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum og ber engin skylda til að upplýsa hvort annað um efnahag sinn, af- komu eða skuldastöðu. Skuldir einstaklinga í sambúð eru því al- farið á þeirra ábyrgð hvort sem stofnað var til þeirra fyrir eða eftir sambúð. Að lokum vil ég benda áhuga- sömum á að kynna sér hjúskapar- lögin sem má finna á vef alþingis, www.althingi.is. Þar má einnig finna skýrslu sem dómsmálaráð- herra lét vinna um réttarstöðu sambúðarfólks í þingskjali nr. 935. Annað hjóna getur ekki veðsett fasteign sína nema með skriflegu samþykki hins. Á hitt er þó að líta að ef veðsetning hefur átt sér stað án samþykkis þarf að mótmæla henni innan árs frá því stofnað var til veðréttarins. Algengt er að hjón séu bæði skráð fyrir fasteign. I raun breytir það litlu komi til skilnaðar þar sem eignir, aðrar en séreignir, skiptast að öllu jöfnu til helminga. Ef annað hjóna stendur í áhættusömum atvinnurekstri getur verið heppilegra að eignin sé skráð sem hjúskapar- eign makans þar sem lánadrottnar geta gengið 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.