Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 40

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 40
neitt. Svo vænkaðist í rauninni hagurinn þegar boðið var fram til þings því að þingframboð fá fjár- hagslegan stuðning. Og þá fór Kvennalistinn að styrkja útgáfu Veru og það hjálpaði náttúrulega mjög mikið. En andinn var svona. Það var svo mikil bjartsýni. Við vorum alveg sannfærðar um að svona blað ætti og þyrfti að vera til. Auðvitað vorum við líka að reyna að ná til kvenna sem hefðu ekki nennt að lesa einhverja fjórblöð- unga eða fjölrit, þannig að við vor- um alltaf að reyna að þróa útlitið. Laga það svolítið að glanstímarit- unum. Þetta var spurning um að við værum ekki bara að tala saman í þröngum hópi, heldur þurfti mál- staðurinn að komast út til sem flestra, og þá er það spurning um markaðssetningu. Þetta var í raun- inni dálítið nýtt í kvennahreyfing- unni. Við höfum alltaf verið svo hræddar við markaðssetningu, hræddar við að nota þessi meðul sem þarf til að koma málstaðinum í notendaumbúðir. Það var því ekk- ert sjálfgefið eða einfalt að gefa út blað sem hefði sama útlit og hefð- bundnu kvennablöðin. En við reyndum þannig að lauma okkur inn á þann markað því við mátum það svo að útgáfan hefði engan til- gang ef við værum alltaf að tala hver við aðra. Við snérum okkur nú að þró- un kvenncibaráttunnar og ræddum þá staðreynd að hún virðist alltaf ganga að ein- hverju leyti íhringi. Margt af því efni sem ég las í gömlu Veru blöðunum áður en við hittumst finnst mér áhugavert og út af fyrir sig markvert. En ég er bara búin að fara í gegnum þetta. Mér finnst auðvitað málefnið ennþá eiga erindi en ég held að það sé svo mikilvægt í kvennabaráttunni að ný kynslóð taki alltaf við. Við sem höfum farið í gengum ferlið þurfum aðeins að stíga til hliðar svo aðrar geti tekið við í friði fyrir okkur. Annars er svo mikil hætta á því að við verðum hamlandi. Sjálf þarf ég ekkert að fara aftur í gengum sama ferlið aftur. Það er komin ný kyn- slóð sem þarf að ganga þessa leið. /d, en það er samt þessi hætta sem hefur einkennt kvennahreyf- ingunna, að hver kynslóð þarf alltaf að finna upp hjólið og um leið á sér stað ákveðin höfnun á því sem áður hefur verið gert. Já, kannski vantar samfelluna en hver kynslóð verður samt að fá að uppgötva kvennabaráttuna sjálf, fá að prófa sig áfram. Samt má reynslan auðvitað ekki hverfa. Hættan er bara sú að þegar konur eru komnar með reynsluna þá vilji þær eiga, þær verða eins og flokks- eigendafélögin í gömlu flokkunum. Við einar vitum, við erum búnar að prófa þetta svo við vitum hvernig þetta er og hvernig á að gera hlut- ina. Þetta er hættulegt. Ég neita því hins vegar ekki að mér finnst ég stundum vera að fara í gegnum tímavél. Ég fór til dæmis og sá Píkusögur í Borgarleikhúsinu og Beyglurnar í Iðnó. Þarna er vissu- lega bragð af nýjum tíma en annars er þetta bara sama umræðan. En hefur gamla umræðan eitthvað breyst, eða erum við bara að hjakka í sama farinu? Auðvitað höfum við komist áfram, það hefur orðið gífurleg breyting á þessum 20 árum sem lið- in eru frá stofun Kvennaframboðs- ins og Veru. En samt finnst mér vanta eitthvað nýtt inn í umræð- una. Ég veit í sjálfu sér ekki eftir hverju ég er að kalla. Kannski er ég að kalla eftir einhverri upplifun, einhverju svona: „aha, já einmitt". Það er svolítið að koma tími á það núna. Það hefur verið mikil gerjun í gangi og það er mjög víða verið að vinna í þessum hlutum en það rennur ekki eftir einum farvegi eins og það gerði, sem er kannski bara allt í lagi. Þetta eru margar litlar sprænur og allskonar farvegir en þeir renna hvergi saman í eitt fljót þannig að við skynjum þungann. Það er það sem vantar. Það vantar þungann. Ræðum nú aðeins um valdið. Nú hefur afstaða kvenna- hreyfinga gangvart valdinu alltaf verið mjög tvíbent og femínistar hafa ekki alltaf vitað hvernig þær ættu að höndla valdið. Við í Kvennalistanum og Kvennaframboðinu á sínum tíma vorum óskaplega tvístígandi gagn- vart valdinu. Við þorðum varla að koma við það með töngum og vor- um mjög uppteknar af því að hrein- sa okkur af því. Við skiptum enda- laust út fulltrúum okkar og vorum alltaf að passa að engin tæki á sig lit af valdinu. Það var þessi hug- mynd að fólk tæki lit af því um- hverfi sem það er í, eins og að setja flík í litunarpott. Þetta gerði það að verkum að við urðum hver fyrir sig dálítið veikari en við hefðum þurft að vera, þótt hreyfingin sem slík væri sterkur málsvari. Við fórum í gegnum þessa umræðu aftur og aft- ur. Loks held ég að margar okkar hafi ákveðið að horfast í augu við það að við fórum út í pólitík til þess að fá völd. Við byrjuðum auð- vitað á þessu til að vekja athygli á málstað okkar, fá fólk til að taka af- stöðu til hans. En úr því að við Þetta eru margar litlar sprænur og allskonar farvegir en þeir renna hvergi saman í eitt fljót þannig að við skynjum þungann. Það er það sem vantar. Það vantar þungann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.