Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 66

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 66
vera kvikmyndir Úlfhildur Dagsdóttir Die Another Day heitir nýjasta Bond myndin og sú fjórða með íranum Pierce Brosnan. Gripurinn verður frumsýndur í nóvem- ber 2002 og að vanda eru væntingarnar miklar. „Nobody does it better" söng Carly Simon á sínum tíma og karl- mennska Bonds, og aðdráttarafl hans fyrir hitt kynið, er enn aðalmálið. Bond kemur sér vel við allar konur, hvort sem þær eru skaðræðisgripir eða skaðlausar; helstu undantekningarnar á þessu eru þó miðaldra konur sem oft reynast Bondi fjötur um fót en þær teljast heldur varla til kvenna, eða hvað? 66 Bond er í raun skilgreindur af samskipt- um sínum við konur, eins og áherslan á Bond píurnar sýnir. Sú mynd sem gerir mest áberandi út á kyntöfra Bondsins er From Russia With Love, en þar gefur rússneski njósnarinn Natalía sig út fyrir að verða ástfangin af Bond og lofar upp- ljóstrunum ef hún fær að eiga samskipti við hann. Auðvitað átti þetta bara allt að vera tvöfalt plott illmennanna í samtök- unum SPECTRE, og auðvitað varð stúlk- an á endanum alvöru ástfangin. En það áhugaverða er að í þessari mynd er það Bond sjálfur sem er fyrst settur upp sem kynferðislegt viðfang en ekki einungis kvennabósi. Heimsmaður og herramaður... Sjarmi Bonds felst ekki síst í því hvað hann er mikill heimsmaður og herramað- ur, (strákar takið eftir:), auk þess sem frá- sagnir af bólfærni hans fara greinilega hátt, eins og fjar-ást Natalíu bar með sér. Herramennskan er þó ekki einhlít og hef- ur Bondinn löngum setið undir ásökun- um um karlrembu og kvenfyrirlitningu. Dionne Warwick súmmar upp í einu lagi alla kosti/lesti kvennabósans Bonds: „He's suave and he's smooth and he can soothe you like vanilla, the gentleman's a killer." ('killer' vísar hér náttla bæði til drápsleyfis Bondsins og orðspors hans sem 'ladykiller'), enda er hann „from the school that loves and leaves them". ...en kvenfyrirlitningin ekki langt undan Harðasta dæmið um kvenfyrirlitningu Bonds er framkoma hans við Honey Rider í Dr. No, en hún segir honum að henni hafði verið nauðgað. Til að hefna sín smeygði hún Svartri ekkju undir flugna- möskva mannsins: „A female, and they are the worst. It took him a whole week to die," segir hún og horfir stolt á Bond sem bregst hinn versti við. „Did I do wrong?" spyr hún sakleysislega. „Well it wouldn't do to make a habit of it," svarar hann. Þetta grófa skeytingarleysi um konuna, samfara ákveðinni meðaumkun með nauðgaranum stangast óþægilega á við ímynd Bonds sem herramanns. Framan af er því óhætt að segja að samskipti Bonds við konur séu á tímum varhugaverð með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.