Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 63

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 63
ekki sagt: „Ég ætla ekki að hafa neina afstöðu til alþjóðamála." Það er ekki spurningin um annað hvort eða - alþjóðavæðingin er staðreynd, Evrópuvæðingin er staðreynd og það er í raun alþjóð- legur svipur á öllum málum sem við erum að vinna með. Sigríður Anna: Ég vil horfa á al- þjóðavæðinguna sem jákvæða þróun, hún leiðir til aukins skiln- ings og kynna rnilli þjóða. Okkur Islendingum hefur vegnað lang- samlega best þegar við höfum ver- ið í miklum samskipum við aðrar þjóðir - bara það að ísland byggð- ist var vegna þess að fólk frá Norðurlöndum var að kanna heiminn, kynnast öðrum þjóðum og sækja út. Ég held að þróunin geti verið mjög jákvæð fyrir kon- ur, hún ýtir á að konur úr mis- munandi heimshlutum kynnist og læri hver af annarri. Það hefur ýtt á okkur hér á íslandi og fært hlutina til betri vegar í sambandi við jafnréttismál að hafa kynnst því sem aðrir hafa verið að gera. Þórunn: Ég held að alþjóðavæð- ingin, hnattvæðingin, eða hvað sem við köllum fyrirbærið, sé ákveðið ferli sem er í gangi. Það eru til þúsund skilgreiningar á fyrirbærinu og hvert það stefnir, en hvað sem við köllum þær er aðalatriðið að horfast í augu við þær breytingar sem við höfum verið að fara í gegnum bæði sem þjóð og svo mannkyn allt. Að því leytinu til verður sífellt minni munur á því sem heitir innanrík- ismál og utanríkismál. Umræðan snýst um velferð okkar og síðan velferð annarra og livaða ábyrgð við berum, ekki bara gagnvart hvert öðru hérna heima heldur líka gagnvart öðrum þjóðum og þær gagnvart okkur. Jónína: Þetta er kannski spurn- ingin um í hvaða samhengi við metum hagsmuni okkar, hversu stórri heild við viljum vera hluti af. Alþjóðavæðingin hefur nátt- úrulega komið mis vel við þjóðir heims, við tilheyrum þeim þjóð- um heims sem hefur gagnast al- þjóðavæðingin og svo getum við litið lengra frá okkur og getum þá Þrjár af fimm alþingiskonum sem sitja nú í utanríkismálanefnd Alþingis. F.v. Sigríður Anna, Þórunn og Jónína. ekki endilega séð að það sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir. Við vit- urn það svo sem ekki, alþjóða- væðingin verður ekki tekin í burtu og málið skoðað frá annarri hlið. Þórunn: Ferli alþjóðavæðingar- innar er að einhverju leyti keyrt áfram af tæknivæðingunni, tölvu- og upplýsingabyltingunni og því hvað heimurinn hefur minnkað mikið. En við þurfum aðallega að gæta þess að hinar jákvæðu hliðar skili sér til allra en fari ekki fram- hjá þorra fólks á jörðinni. Allir þurfa að læra að lesa og hafa að- gang að grunnþjónustu í heilsu- gæslu, hreinlætisaðstöðu og menntun. Og við þurfum sérstak- lega að tryggja réttindi kvenna í samhengi við alþjóðavæðinguna, að þær njóti ávaxtanna eins og karlarnir. Sigríður Anna: Við þurfum að beina kastljósinu að möguleikum kvenna um allan heim og því sem skiptir öllu máli þegar upp er staðið sem er menntun og fjár- hagslegt sjálfstæði kvenna. Það er kannski ekkert flóknara en það. Það er þetta tvennt sem í raun og veru er mikilvægast af öllu, segir Sigríður með miklum þunga og þær hinar taka undir. Alþjóðavæðing - eining eða sundrung? Þórunn: Ja, það hefur í sjálfu sér ekkert upp á sig að dæma þessa þróun vonda eða góða, við erum þátttakendur í henni - ekki síst þegar við erum stjórnmálamenn og búum hérna megin á hnettin- um. Við verðum bara að horfast í augu við hana og nýta hana til góðs. Dr. Zuma utanríkisráðherra Suður-Afríku benti á það á fundi hér heima um daginn að það séu fleiri símalínur á Manhattan en í allri Afríku sunnan Sahara. Slá- andi staðreynd og segir okkur að þótt alþjóðavæðingin sé á fljúg- andi ferð, fólk í tölvusambandi út um allan heim eru heilu álfurnar að missa af þróuninni. Jónína: Stundum er álitið að ef þingmenn sýna alþjóðamálum sérstakan áhuga hafi þeir minni áhuga á málefnum hér heima, en í rauninni hangir þetta allt saman. Við drögum okkur ekki til baka út úr þessu, þetta er bara spurning um hvaða ábyrgð við ætlum að axla. Til að mynda í Evrópuum- ræðunni hérna heima, þá erum við alltaf að hugsa um livað við högnumst á því efnahagslega í stað þess að horfa á okkur sem hluta af heild þar sem við viljum deila framtíðarsýn álfunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.