Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 70

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 70
Margrét María Sigurðardóttir frá Jafnréttisstofu I Jafnréttisstofa Kynjuð opinber fjárhagsáæt lanagerð! Sumarið 2001 ákváðu norrænu fjármála- og jafnréttisráðuneytin í Norrænu ráðherranefndinni að koma á fót sameiginlegu norrænu fjármála- og jafnréttisverkefni með það að markmiði að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í norræna fjármálastefnu. Tilgangur þessa var að koma á fót samstarfi milli ofangreindra aðila og þróa tæki og aðferðir þannig að kynja- og jafnréttissjónarmið verði notuð við opinbera fjárhagsáætlanagerð. Með þessu átti að tryggja að sjónarmiðin verði sýnileg í norrænu velferðasamfélagi. Frá því í janúar síðastliðinn hefur verið starfandi norrænn vinnuhópur vegna þessa. I hópnum eru einn fulltrúi frá fjármálaráðuneyti og annar frá jafn- réttisyfirvöldum í hverju þátttökulandi, en þau eru auk íslands, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land. Hópur þessi hefur hist reglulega, unnið að stefnumótun, viðað að sér upp- lýsingum og fleira. Nú liggja fyrir drög að skýrslu um efnið. Erlendis hefur þetta verið kallað „gender bud- geting", en það er að nota kynja- og jafnróttissjónar- mið í opinberri fjárlaga- gerð / fjárhagsáætlana- gerð. Með því er verið að leiða saman tvo að- skilda málaflokka í stjórn- sýslunni, þ.e. fjármálageir- ann og jafnréttisgeirann, til að vinna saman. Víða um heim er slík vinna vel á veg komin svo sem í Ástralíu, Bretlandi og Suður-Afríku. Þegar farið er að skoða notkun á opinberu fé á þennan hátt þá hefur ýmislegt óvænt komið í ljós. Opinberum fjármunum er oft misjafnlega varið eftir kynferði. í þessu getur reynst vera dulið misrótti milli kynjanna. Dæmi um þetta er t.d. frá Ástralíu en þar var farið að hugleiða að gera hraðbraut milli tveggja staða. Þegar farið var að skoða málið betur kom í ljós að þau sem myndu nota hraðbrautina væru 80% karlmenn og 20% konur. Þá var farið í að kanna af hverju þetta væri svona en þá kom Ijós að við hraðbrautina hafði láðst að tengja skóla, leikskóla og fleiri þjónustuaðila sem konur leita meira til á leið milli staða. Því yrði mun meira af opinberu fé í þessu tilfelli notað í þágu karlmanna. Til þess að jafna þennan mun voru gerðar breytingar á upphaf- legu framkvæmdinni. Málið getur að sjálf- sögðu einnig verið þannig að mun meira af opinberu fé í ákveðnu máli sé varið í þágu kvenna frekar en karla. En með þessu er hægt að taka meðvitaðri ákvarðanir um notk- un og dreifing á opin- beru fjármagni. Hugmyndin um róttlæti og jafnrótti á sér djúpar rætur í vitund fólks hér á landi og á Norðurlönd- um. Því er viðbúið að næstu árin verði í auknum mæli farið í að skoða opinbera fjármálastjórnun með hliðsjón af kynferði og þannig tryggja betri og sanngjarnari dreif- ingu á opinberum fjármunum til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. http://www.internationalbudget.org/ resources/library/GenderBudget.pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.