Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 50

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 50
OTúar bilið á milli vinnu og fjölskyldu ur Evu, Isabella Yr otj _... ásamt vinkonu sinni, Önnu Margrét „í breyttum heimi upplýsingatækninnar er stimpilklukkan ekki eini mælikvarðinn á það hvort fólk sé í vinnunni og verðmætasköpun á sér ekki eingöngu stað á vinnustað. Hún getur átt sér stað við eldhúsborð- ið, á kaffihúsum eða flugvöllum og hvar sem hægt er að komast í nettengingar. Þessi tegund verðmætasköpunar kallast fjarvinna en með henni er upplýsinga- og fjarskiptatækni beitt og vinnan unnin fjarri þeim stað sem nefnist vinnustaður í hefðbundnum skilningi. Ýmis mál sem leyst eru utan hins hefðbundna vinnutíma með símtali flokkast einnig undir fjarvinnu," segir Eva Magnúsdóttir kynningar- fulltrúi hjá Símanum og MBA-nemi í Háskóla íslands. Eva hefur starfað sem kynningar- fulltrúi hjá Símanum í tvö ár og hóf MBA-nám í viðskiptafræði og stjórnun við Háskóla íslands í september síðastliðnum með vinnunni. Fjarvinna er henni mikils virði þar sem hún þarf að geta tengst Internetinu í vinn- unni, í skólanum og heima þar sem verkefnin eru næg á öllum stöðum og í mörg horn að líta. Verkefnavinna í skólanum krefst þess að aðgangur hennar að Inter- netinu sé góður heimafyrir. Ávinningur allra „Undanfarin ár hef ég meðal ann- ars nýtt mér fjarvinnu til þess að brúa bilið á milli starfsins og fjöl- skyldulífsins. Það gefur mér færi á því að nýta tímann betur til hagsbóta fyrir mig, fjölskyldu mína og vinnuveitendur. Flestir foreldrar með ung börn þurfa að vera frá vinnu vegna veikinda barna og starfsdaga leikskóla og skóla. Með ADSL-tengingu, far- tölvu og GSM-síma að vopni get ég haldið áfram með þau verkefni sem liggja fyrir en verið samt heima með börnunum þessa daga til skiptis við eiginmanninn. Avinningurinn er okkar allra, vinnuveitandinn fær vinnufram- lagið, ég get skilað verkefnum á réttum tíma og hugsað um börnin mín. Dætur mínar venjast því að á ákveðnum tíma er ég að vinna og þá er þjónustan lítil en síðan loka ég tölvunni, er búin í vinnunni og get snúið mér alfarið að þeim," segir Eva. Samkvæmt fræðunum hafa þau sem á annað borð stunda fjar- vinnu þó nokkra möguleika. Þau geta unnið alfarið heima eða til skiptis á vinnustað og heima í sveigjanlegri vinnu, auk þess að vera á ferðinni innanlands og utan. Rannsóknardeild Símans hefur unnið að rannsóknarverk- efni um fjarvinnu og lífsgæði í samstarfi við önnur fjarskiptafyr- irtæki og Gallup á íslandi. Verk- efnið var unnið innan EURES- COM sem er samstarfsvettvangur evrópskra fjarskiptafyrirtækja um rannsóknir. Framlegðaraukning I rannsókninni kom m.a. fram að í fjarvinnu felst ávinningur fyrir fyrirtæki og aðrar rannsóknir hafa sýnt að fjarvinna getur skilað verulegri framlegðaraukningu. Fjarvinna krefst agaðra vinnu- bragða og trausts yfirmanna. Starfsánægja eykst og starfsmenn veita betri þjónustu. Starfsmenn geta í mörgum tilvikum haldið vinnu sinni þótt þeir flytji frá starfssvæði fyrirtækisins en það leiðir af sér frekari sveigjanleika í ráðningum. Ávinningur fyrir- tækja og starfsmanna leiðir því til betri stöðu í samkeppninni. „Fjarvinna er ekki fullkomin lausn allra mála. Hún getur leitt til aukinna lífsgæða og veitt meiri möguleika á að stilla saman vinnu og fjölskyldulífi en neikvæð birt- ing hennar er þó til staðar ef fólk misnotar fjarvinnuna. Þá bitnar hún á maka og fjölskyldu. Einnig þarf að hlúa að samskiptum við samstarfsmenn og yfirmann til þess að halda tengslunum við þá," segir Eva. Síminn, norræn fyrirtæki og Gallup vinna nú saman að verk- efni tengdu framtíðarskrifstof- unni þar sem fjarvinna er hluti af fyrirkomulaginu. Ekki má gleyma því að Síminn er fyrirtæki sem býður upp á alla þá þjónustu sein þarf til að starfsmenn fyrirtækja geti unnið fjarvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.