Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 48
í hverju hjónabandi eru tvö hjónabönd Samkvæmt staðalmyndinni velur engin kona það að giftast ekki. Þær sem ekki ganga út eru á einhvern hátt gallaðar. Kannski eins og hinar þjóðkunnu tvær úr Tungunum: „Útvaxnar á ýmsum stöðum... vergjarnar og veðurbitnar, valkyrjur í spreng." Að lokn- um veisluhöldum er síðan vinsælt að fara í rómantíska reisu. í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar Titanic færist í vöxt að banda- rísk brúðhjón fari í siglingu um höfin blá. í stað þess að hefja hvalveiðar að nýju væri e.t.v. tilvalið fyrir einhvern fram- kvæmdaglaðan Islendinginn að breyta gömlu hvalskipunum í brúðkaupsdalla svo íslensk brúðhjón geti gert hið sama. Annað meginefni rannsóknarinnar var að kanna hug fram- haldsskólanema til hjónabandsins. Anarkistinn og femínistinn Emma Goldman (1869-1940) trúði á ástina en sagði að hana væri ekki að finna í hjónabandinu. Bandaríski félagsfræðingurinn og fræðikonan Jessie Bernard skrifaði um hans og hennar hjóna- band. Jessie Bernard leggur í rannsókn sinni áherslu á að í hverju hjónabandi séu tvö hjónabönd, hans og hennar. Hún talar um að frá unga aldri læra stúlkur að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að ganga í hjónaband. Þær eiga í erfiðleikum með að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína, menntun og atvinnu, ef ekki liggur ljóst fyrir að þær muni ganga í hjónaband. Karlar aftur á móti alast upp í þeirri trú að hjónabandið sé mikið helsi, eitthvað sem beri að forðast eins og heitan eldinn. Þegar svo í hnapphelduna er komið reynist hjónabandið konum ekki sú örugga höfn sem þær höfðu búist við. Karlar hafa til- finningalegan og félagslegan ávinning af því að ganga í hjónaband. Hvergi líður þeim betur. Geðheilsu kvenna hrakar hinsvegar í hjónabandi, heimilisstörf hafa neikvæð áhrif á konur. Því, segir Bernard, eru hjónaböndin tvö. Bernard býst við að makaval í framtíðinni verði lýðræðis- legra en verið hefur. Það sama eigi ekki endilega við um hjónabandið. Það sem mestu máli skipti fyrir konur sé að öðlast sjálfstæði í hjónabandinu því hjónabandið muni ekki líða undir lok. Sækir líkur líkan heim? Rannsókn Bernard er yfir þrjátfu ára gömul og því við hæfi á þessari kvenfrelsisöld, að mati sumra, að setja spurning- sæki líkan heim. Til að kanna hvort réttara reynist voru framhaldsskólanemarnir beðnir um að lýsa sjálfum sér annarsvegar og svo hinsvegar að lýsa þeim kostum sem væntanlegur maki þyrfti að búa yfir. Búinn var til listi með eiginleikum sem byggir á staðalmyndum varðandi kynímyndir. Konur telja það lýsa sér vel að vera viðkvæmar og agaðar. Tæp- lega helmingur kvennana telja sig sjálfsöruggar. Þær þola illa sársauka og um fjórðungur þeirra hræðist áhættu og eru tilfinningalega óstöðugar. Konur vilja maka sem er metnaðargjarn, agaður og uppfinninga- samur. Að mati kvennanna má makinn hins vegar ekki vera viðkvæmur, hræðast áhættu, vera ófram- færinn eða tilfinningalega óstöðugur. Óhætt er því að halda því fram að mýtan um að andstæður laðist hvor að annarri eigi við um konur og makaval þeirra. Það bendir til þess að jafnræði muni ekki ríkja í sam- bandinu. Kynjaðir eiginleikar eru ýktir. Þær telja sig búa yfir neikvæðum eiginleikum, eins og að vera til- Samkvæmt þessari lýsingu er auðvelt að sjá fyrir sér háða og styðjandi eiginkonu, alltaf í megrun haldandi að kílóin fimm farin af lærunum muni auka við líkamlegt aðdráttarafl sitt. armerki við gildi hennar í dag. Það er einmitt það sem hin- ir nýútskrifuðu félagsfræðingar gerðu. Þar sem hinir rúm- lega 19 ára framhaldsskólanemar hafa ekki reynslu af veru í hjónabandi var ákveðið að kanna mýtur varðandi makaval. Oft er því haldið fram að andstæður laðist hvor að annarri eða að líkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.