Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 37
Kaffivélar og kaffiblöndur
frá Rydens
Undanfarin ár hefur fólk komist á bragðið með að drekka gott kaffi, sættir sig
ekki lengur við þunnan uppáhelling eða rammt og staðið kaffi. Á kaffihúsunum
sem hafa skotið upp kollinum hefur fólk lært að meta vel lagað gæðakaffi og
gerir því meiri kröfur um að fá gott kaffi, hvort sem er á vinnustaðnum eða
heima. Þetta veit fyrirtækjaþjónusta Rydenskaffis hf. sem hefur sérhæft sig í
sölu gæða kaffivéla til fyrirtækja og veitingastaða og að sjálfsögðu kaffi líka.
ljtatAbnej
Ttæk lier.
Se bags/den., -
Rydenskaffi kaffibrennsla var stofnað af sænska at-
hafnamanninum Karl Ryden árið 1927 og seldi kaffi
undir nafni fyrirtækisins. Baldur Þórisson og fjöl-
skylda hans keyptu fyrirtækið árið 1969 og ráku
kaffibrennsluna til ársins 1996. Þau hófu innflutning
á Gevalia kaffi árið 1978 og hafa nú alfarið snúið sér
að innflutningi. Auk þess að flytja inn Gevalia kaffi
og krydd flytur fyrirtækið inn Maxwell House kaffi,
Marabou súkkulaði og Maarud flögur.
„Við bjóðum alhliða þjónustu til fyrirtækja og
veitingastaða, seljum þeim bæði kaffi og kaffivélar
og erum til taks 24 tíma sólarhringsins ef eitthvað er
ekki eins og það á að vera, t.d. ef kaffið er ekki nógu
gott," segir Hermann Ástvaldsson sölustjóri fyrir-
tækjaþjónustunnar.
„Við bjóðum kaffivélar fyrir lítil og stór fyrirtæki,
allt frá litlum espresso vélum upp í vélar sem þjóna
200 til 300 manns. Vinsælustu kaffivélarnar fyrir fyr-
irtæki eru sjálfvirkar vélar þar sem aðeins þarf að
þrýsta á hnapp til að fá venjulegt kaffi, espresso,
cappucino, mokka kaffi eða súkkulaði. Litlu, ítölsku,
espresso kaffivélarnar eru líka vinsælar enda fram-
leiða þær gæðakaffi og eru mjög þægilegar. Við erum
í góðu sambandi við fyrirtæki erlendis og getum út-
vegað alls kyns kaffiblöndur. Einnig seljum við ýmsa
fylgihluti, eins og bolla og glös."
„Það eru þrjú atriði sem skipta máli þegar búa á
til gott kaffi," segir Þórir Baldursson forstjóri
Rydenskaffis. „Það er gott hráefni, góður búnaður og
að rétt sé hellt upp á kaffið. Sjaldnast er það kaffið
sem er ekki nógu gott, það eru oftar hin atriðin sem
standast ekki kröfurnar. Þar verður fólk að koma sér
upp réttum búnaði og þar höfum við góðar lausnir."
Rydenskaffi hf. Miðhrauni 16, Garðabæ,
sími 575 5500, www.kaffi.is