Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 3
leiðari I Hvernig vilja karlar vera? Hvernig eiga konur að vera og hvernig eiga karlar að vera? Þessi spurn- ing snýst ekki bara um útlit, í okkar útlitsmiðaða samfélagi, hún snýst líka um kynjahlutverk sem hafa breyst mjög undanfarin ár fyrir tilstuðl- an kvennabaráttunnar. Störf og starfsvettvangur kvenna hefur breyst með aukinni menntun og auknum styrk. Þær taka óhræddar að sér ýmis stjórnunarstörf, þó þau séu enn flest í höndum karla, og þær eflast við hverja raun. Um leið ala margar þeirra upp börn og stjórna heimili, í auknum mæli með aðstoð makans ef hann er til staðar. En hvernig hefur körlum tekist að höndla þessa breyttu stöðu - eru þeir í kreppu eða er það bara karlmennskan sem er í kreppu? Um þetta efni er fjallað í þema þessa blaðs. Margt bar á góma við undir- búninginn og ýmsar myndir dregnar upp af stöðunni. Rætt var um hvort karlar viti ekki hvernig þeir eiga að höndla þá tilveru að fá ekki sjálfkrafa húsbóndavald um leið og brúðkaupsdagurinn er liðinn. Einnig hvort hin sífellda Hellisbúaumræða sá flóttaleið til þess gamla tíma að karlar fengu að sitja í friði og láta stjana við sig eftir að þeir komu þreyttir heim af veiðum. Og nú er komin út enn ein bók sem staðhæfir að heilar kvenna og karla starfi ólíkt - að karlar hlusti aldrei og konur geti ekki bakkað í stæði. Hverjir skyldu hafa hag af því að fólk trúi slíkum staðhæfingum? Ekki vantar heldur að afþreyingariðnaðurinn viðhaldi ímyndinni af ósjálfbjarga og illa stöddum körlum. í þemanu er fjallað um þá ímynd sem fram kemur bæði í erlendum framhaldsmyndum og nýjum íslensk- um bíómyndum. Þar virðist eins og uppgjöf hafi heltekið karla eftir að konur neituðu að lúta húsbóndavaldi þeirra og fóru að gera eitthvað í sínum málum. Skyldi heilinn í þeim ekki hafa möguleika á að virkja fleiri þætti í mannlegu eðli en frarn kemur í þessum myndum? Finnst körlum allt í lagi að verða eins og Homer Simpson - eða er þetta bara leti? Um þessar mundir eru 20 ár síðan tímaritið VERA hóf göngu sína og víst er að á þessum tíma hefur margt breyst í íslensku samfélagi. í tilefni tímamótanna heimsótti blaðakona VERU Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra en það var einmitt kjör hennar og Guðrúnar Jónsdóttur í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið sem fæddi VERU af sér. Saga VERU og þau umbrot sem rætt er um í þema blaðsins eru samofin. Það hefur alltaf verið hlutverk blaðsins að spegla samtímann út frá sjónarhóli kvennabaráttunnar og sú barátta tekur einnig til þess nýja hlutverks sem karlar fá í breyttu samfélagi. Ef vel tekst til munu breytt kynjahlutverk nefnilega gefa báðum kynjum ótal nýja og skemmtilega möguleika. /þ&S] ththrfdHyi +PLÚS Ungfrú ísland.is fyrir að hætta við þátttöku í alheimsfegurðar- samkeppni í Nígeríu í mótmælaskyni við dauða- dóm yfir nígerísku konunni Aniina Lawal. Hún fékk dóm um að verða grýtt til bana fyrir að eignast barn utan hjónabands. Samstaða kvenna alls staðar í heiminum hefur áhrif og getur breytt heiminum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins fyrir að gefa ekki kost á sór til næstu alþingiskosninga vegna stefnu Framsóknarflokksins í stóriðju- og virkjun- armálum. Hún hefur staðið sig frábærlega í því að fara eftir eigin sannfæringu en ekki flokkslínu. Fleiri mættu taka hana sér til fyrirmyndar. í skóm drekans heimildamynd Hrannar Sveinsdóttur um þátt- töku hennár í Ungfrú ísland.is árið 2000, fyrir að koma nú loks fyrir almenningssjónir. Þökk sé þeim sem komu að því að finna sátt í málinu. Lifi tjáningarfrelsið! -MÍNUS íslenskar getraunir fyrir sjónvarpsauglýsingu sem einkennist af kven- fyrirlitningu. Textinn er eitthvað á þessa leið: „Fyrst fengu þær kosningarétt, svo fengu þær bíl- próf (kona sýnd sem ekki getur bakkað í stæði), í framhaldi af því hættu þær að nenna að þrífa, svo tóku þær af okkur einkadansinn. Hvað verður það næst? Stöndum vörð um tippið..." Forsætisráðherra fyrir niðrandi ummæli um fólk sem þiggur aðstoð hjálparstofnana hér á landi. Hann sagði að alltaf sé til nóg af fólki sem vilji þiggja eittlivað ókeypis. Veit hann ekki hvað bætur almannatrygginga eru háar (lágar), hver lágmarkslaun í landinu eru og hvað kostar að lifa og framfæra börn? Eðlishyggjan þar sem fullyrt er að kynin séu búin mismunandi hæfileikum frá náttúrunnar hendi. Margar bækur og leikrit hafa rokselst út á þetta og nú er enn ein bókin að koma út. Svona hugmyndir gera það að verkum að við hjökkum alltaf í sama farinu og förum að trúa þvt að við getum engu breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.