Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 21
I benda á misrétti í stað þess að leg- gja áherslu á jafnréttið. Ég er ekki hræddur við að segja mína skoð- un en ég sit ekki við hliðina á Ingibjörgu Sólrúnu og hennar vin- konum með eitthvað sturtutal. En það hefur líka orðið viss þróun í jafnréttisbaráttunni. Ef til dæmis kona og maður sækja um vinnu, bæði með sambærilega menntun og reynslu og karlinn er valinn getur konan kært, hreppt ráðninguna og fengið skaðabætur. En hvað með karlinn? Hann er lagalaus. Maður heyrir að þetta er að gerast. En það eru líka önnur réttindamál sem hafa tekist vel, t.d. barneignarleyfi karla. Allir sem ég þekki nýta sór það. Ég held að karlmenn hafi yndi af því að vera með börnunum sínum. Einn vinur minn er búinn að koma af sór fjórum börnum og það eina sem hann sér eftir er að hafa ekki eytt meiri tíma með þeim. Ég held að margir okkar sjái að þarna eru einu verulegu verð- mætin. Hvers virði er einhver launamunur ef maður getur verið með börnunum sínum í einhver ár? Annað hvort gerir maður það eða ekki. Það er líka ætlast til þess í okkar félagslega umhverfi að menn sýni uppeldi barna sinna mikinn áhuga. Ég vinn í þannig geira, það er bara talinn sjálfsagð- ur hlutur að karlmenn sinni þessu jafnt og konur. Arnar: í minni vinnu eru mjög fáir karlmenn sem færu heim til veikra barna, þar er ekki þessi vinnumenning. En talandi um mismunandi skilning og hlutverk kynjanna. Það er eins og með þáttinn Simpsons þar sem voða- lega mikið er gert úr því að Hómer sé heimskur og vitlaus. Ef Marge væri látin vera þannig yrði allt vitlaust. Arnar: Menn eru komnir með einhvern einn ramma um það hvernig konur eigi að vera og engin kona passar inní það norm. Þetta er orðið svo innbyggt í menningu okkar. Við erum búin að horfa svo mikið á sjónvarp að við setjum ósjálfrátt þessar kröfur og föttum ekki hvað við erum að gera. Þetta eru óraunhæfar kröfur. Björn: Mér finnst að konur ættu að hætta þessari sífelldu baráttu vegna misréttis og koma og deila lífinu með okkur. Mér finnst eins og þær hafi gleymt að njóta, njóta þess að vera til, vera með og upp- lifa eitthvað gott. Ég er svo mikið svoleiðis. Kannski fegrar rnaður sína eigin tilvist. Þetta blandast svolítið við þessa togstreitu, því eftir sem áður eru konur rosalega spennandi og maður vill helst ekki vera mjög langt frá þeim. Þetta er svolítið svona ástar - hat- urs samband. Ég ræði þetta oft við vinina en við erum „macho" gæjar, erum í útivist, jaðarsporti, klettaklifri og slíku. En við erum mjög blíðir í hjartanu og skilgrein- um okkur sem rómantískara kyn- ið sem þráir ást og umhyggju. Konur eru mikið að berjast fyrir þessum hörðu málefnum; launaréttindum og öðru er því viðkemur. Það er að sjálfsögðu fé- lagsleg krafa að karlar mæti kon- um. Það héfur verið að þróast síð- an um 1970 og er á margan hátt réttlætanlegt. Svo er spurningin hvenær mega konur koma úr skotgröfunum og fara að elskast með okkur. Mór finnst þær hafa eytt alltof löngum tíma í þessi leiðindamál. Tímanum væri miklu betur varið í að vera svolít- ið jolly. Ekki vera að hanga á því neikvæða. Kjarninn í pirringi jafnréttisbaráttunnar er einmitt það að reyna að gera eitthvað á hnefanum. Dagbjört: Nú hefur mikið verið rætt um stöðu kynjanna í dag, hvort það hafi orðið framför í málefnum kvenna og hvort reynsluheimur karlmanna hafi breyst vegna kvenréttindabarátt- unnar. Björn: Ég held að það hafi orðið þróun. Ég held að fólk sé ekki eins upptekið af þessu millimetra jafnvægi. Ég hef það á tilfinning- unni að stelpur geti alveg verið konur og ákveðið að vera einar. Karlar gera meira af því að tala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.