Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 18
Femínisminn er frelsandi
Femínismi er nokkuð hnjóðsyrði í dag. Brandarafólk spjallþátta og
játningagoð glansrita leggja á það áherslu að femínismi feli í sór hatur
á körlum eða að minnsta kosti andúð á þeim og þannig geti engin eðli-
leg kona (hvað þá karl) verið. Á hinum enda skalans birtast svipaðar
hugmyndir í þeirri áráttu bandarískra karla að vilja kalla sig pro-
femínista, aðeins konur geti verið femínistar. í mínum huga er þetta
fyrst og fremst til þess failið að fæla frá. Þú getur verið hjálpardekk en
af því þú ert (líffræðilegur) karl, máttu ekki vera með í alvörunni.
Hvort tveggja, andúð þeirra sem ekkert vita um hvað þeir eru að tala
og hládrægni þeirra sem vita, ýtir undir aðskilnaðarhugmyndir sem
síðan ýta undir og styrkja þær leifar feðraveldisins sem enn eru til
staðar í vestrænum samfólögum.
í mínum huga er femínismi fyrst og fremst aðferð til gagnrýninnar
skoðunar á heiminn, aðferð til að draga fram ágalla samfólaga eins og
þau birtast gagnvart konum og körlum og aðferð til að benda á leiðir
til úrbóta. Femínismi er þannig frelsandi hugsun, aðferð til að losa
okkur úr böndum. Til þess að verka með slíkum hætti verður hins
vegar að vera leyfilegt að tala um grundvallaratriði, efast um allt og
spyrja, þó bæði spurningar og svör geti verið óþægileg. Ef þessa er
ekki gætt, ef til verða viðtekin sannindi sem ekki má efast um og guð-
ir og spámenn sem óhjákvæmilega hafa rótt fyrir sér, þá er frelsismátt-
urinn úr sögunni. Þá breytist femínismi úr gagnrýnni hugsun í opin-
berunartrúarbrögð. Og það er megineinkenni opinberunartrúarbragða
að leggja fólk í fjötra.
iitium tengslum feðra við börn sín og meiri félagslegri
einangrun þeirra á efri árum en kvenna.
Þetta er ein af ástæðum þess að nýju lögin um
fæðingar- og foreldraorlof geta haft verulegar jákvæð-
ar afleiðingar á stöðu og möguleika kynjanna. Enn er
að sjálfsögðu allt of snemmt að segja eitthvað um
raunverulegar afleiðingar en svo mikið er þó þegar
ljóst að yf'irgnæfandi meirihluti þeirra feðra sem
möguleika eiga á að nýta orlofið gera það, milli 80 og
90%.
Þessi lög eru eitt af dæmunum um jákvæðar af-
leiðingar kvennabaráttunnar fyrir karla. Raunar er
það þannig að breytingarnar á stöðu karla gagnvart
börnum síðustu áratugi eru byltingarkenndar. Þær
byrjuðu þegar konur tóku að hleypa körlum sínum
inn á fæðingarstofurnar og eru síðan smátt og smátt
að skila sér í verulega aukinni þátttöku karla á flest-
um eða öllum sviðum sem snúa að uppeldi og um-
önnun barna. Það er auðvelt að komast að þessu með
því að ræða við barnakennara sem kennt hafa í
nokkra áratugi. Þeim ber saman um mikla aukningu á
þátttöku feðra í t.d. foreldrafundum og ferðalögum
barnanna.
Vafalítið gæti breytingin verið orðin enn meiri ef
skólastjórnendur legðu sig fram um að ýta undir
hana. Eg er með fyrir framan mig bekkjarskrá sonar
r
míns. Þar er dálkur fyrir vinnusíma móður en ekki föður. Skilaboðin
eru klár, ég er annars flokks foreldri. Sama gildir um annan skóla þar
sem dóttir mín stundar nám. Bréfin frá skólanum eru stíluð á móður
stelpunnar. Ég held ekki að þetta sé neitt samsæri, að skólastjórnend-
ur hafi ákveðið að reyna að halda feðrum frá. Þetta er einfaldlega hluti
af af þeim kerfisvanda samfélagsins að marka kynjunum ákveðinn
bás. Til þess að komast út úr þessu þarf meðvitaða ákvörðun og vissu-
lega eru til þeir skólastjórnendur sem það skref hafa tekið. Húrra fyrir
þeim!
Karlar hafa grætt á kvennabaráttunni
Ég held að langflestir karlar hafi grætt á kvennabaráttunni, hafi grætt á
þeim breytingum sem orðið hafa á samfélögum okkar á síðustu áratug-
um. Ég held líka að ef ekki kemur einhver sérstakur afturkippur þá
eigi þeir eftir að njóta enn frekari ávaxta þessara breytinga á næstu
árum og áratugum. Þeir munu að öllum líkindum upplifa svipaða
breikkun á hlutverkamöguleikum og konur hafa verið að upplifa. Ekki
þar með sagt að það verði allt tóm hamingja. Þær finna það í æ ríkari
mæli þær konur sem brotist hafa upp á toppinn að það er ekki bara
gaman þar. Karlar eiga auðvitað líka eftir að uppgötva það að samfélag
okkar er enn gegnsýrt hugmyndum um að barnastúss, umönnun og
nærgætni eru þættir sem heldur er litið niður á. Það breytir ekki hinu
að það er sigur þegar drengir í framhaldsskólum takmarka ekki sjálfir
möguleika sína með því að líta svo á að hjúkrun og kennsla barna sé
eitthvað sem aðeins konur sinna.
Auðvitað eru líka atriði sem meira og betur þyrfti að huga að. Af
hverju svipta ungir drengir sig lífi í svo ríkum mæli? Af hverju virðist
drengjum líða verr í skóla en stúlkum og jafnvel neita sér um mennt-
un? Og af hverju telja íslenskir kvikmyndagerðarmenn sig tilneydda
til að draga upp þá mynd af körlum að þeir séu fyrst og fremst mál-
lausir og einskis nýtir aular sem ekkert leggi jákvætt af mörkum, hvor-
ki til samfélagsins eða fjölskyldu sinnar? En til þess að þessi atriði
komist verulega á dagskrá þurfa fleiri karlar að tala opinberlega og
taka þátt í breytingaferlinu. Þeir eru margir sem muldra úti í horni en
til þess að þeir komi fram og tali um það sem á þeim brennur þyrftu
þeir að upplifa sig velkomna, ekki að ætlast sé til að karlar þegi í sam-
komunni.