Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 39
boðinu og Kvennalistanum um það sem Vera var að fjalla um. En við átt-
um aldrei greiðan aðgang að stóru fjölmiðlunum, aldrei. Það var talsverð-
ur þagnarmúr um Veru af því að við vorum ekki að skrifa um stóru póli-
tíkina. Við vorum ekki með viðtöl við stjórnmálaleiðtoga sem sögðu eitt-
hvað sem rataði strax inn í fréttir. Það var meira verið að stinga á einhverj-
um kýlum og opna umræðu um málefni sem stóru fjölmiðlarnir höfðu
mjög takmarkaðan áhuga á. Við vorum því alltaf dálítið underground.
Þegar við vorum að byrja þá var þetta algjör sjálfboðavinna, frá A-Ö.
Við skrifuðum blaðið, við settum það upp, við tókurn myndirnar, við próf-
arkalásum, við fórum með það í prentsmiðju og við pökkuðum því í plast.
En það gekk náttúrulega ekki nema í takmarkaðan tíma. Þá var svona
smátt og smátt farið að greiða laun íyrir vinnuna, aðallega í kringum fjár-
málin, dreifinguna og þá hluti, svo var farið að borga fyrir útlitið en sjálf
ritstjórnin var ekki greidd fyrr en 1989 þegar ég var ráðin til að ritstýra
^baráttan þarf á einhverri upplifun
einhverju svona: „ahaf já einmitt"
i
'i
i
Ég man vel eftir umræðunni á
fundum um nauðsyn þess að gefa
út svona blað. Sjálf var ég lengi við-
loðandi blaðið og ég skrifaði í það
alveg frá upphafi. Það var hinsveg-
ar Malla, eða Magdalena Schrarn,
sem átti hugmyndina að nafninu.
Hugmyndin á bak við það var að
nota annarsvegar nafnorðið, vera,
saman ber mannvera, eða mann-
eskja, og hinsvegar sögnina að
vera, að vera eitthvað, einhverstað-
ar. En svo fannst okkur líka svolítð
ilott að vera í línu með blöðum eins
og þýska blaðinu Emrna með því að
nota kvenmannsnafn í titilinn.
Það varð snemma mikil um-
ræða í kringum blöðin, og þá
kannski ffekar í kvennahópum. Við
fengum oft mikil viðbrögð, hring-
ingar og lesendabréf, og eins varð
oft heit umræða inni í Kvennafram-
blaðinu. Það var aldrei greitt neitt fyrir að skrifa í blaðið. Ég man að okkur
fannst það svo sjálfsagt að konur gæfu þá vinnu. Þegar við fyrst rákumst á
það að einhverjar utanaðkomandi konur vildu fá borgað fyrir að skrifa rit-
dóma eða önnur sérhæfð skrif þá rak okkur í rogastans. Þá voru þetta kon-
ur sem höfðu lifibrauð sitt af því að skrifa og fannst ekkert sjálfgefið að
gera það fyrir ekki neitt.
Það er lýsandi fýrir þennan tíma að lengi stóð til að ráða ritstýru og þá
kom strax upp hugmyndin um að ráða Möllu því hún var alltaf vakin og
sofin yfir Veru. Hún skrifaði í blaðið, hún orti ljóð sem reyndar birtust
undir dufnefni, hún átti teiknimyndasögur sem lengi birtust á baksíðunni
og fleira og fleira. Okkur fannst því eðlilegt að ráða hana til verksins en
það vildi hún aldrei. Hún sagði: „Það borgar sig ekki. Það er miklu nær að
ráða einhverja aðra af því að ég mun alltaf skrifa fýrir Veru ókeypis hvort
sem er." Hún lagði á þetta algerlega kalt mat. „Finnið þið einhverja aðra
sem þarf á vinnu að halda og framleiðir þá líka efni fyrir blaðið um leið."
Þetta var mjög lýsandi fyrir þankaganginn en um leið dæmigert fyrir
Möllu. Hún var mikill frumkvöðull í þessu alla tíð og hún hafði alltaf
þessa ofsalegu bjartsýni sem einkenndi allt starfið fyrstu árin.
Annars var hópurinn sem stóð á bak við Veru svolítið breytilegur og
alls ekki alltaf sá sami, það var talsvert af konum sem komu og fóru. Ein
sem lengi var viðloðandi og mig langar að nefna var Kicki Borhammar sem
býr nú í Svíþjóð. Hún skrifaði kannski ekki mikið af því hún var sænsk en
hún ritstýrði blaðinu um tíma og sá um útlit blaðsins í mörg ár. Þá var
alltaf nokkuð af myndlistarkonum viðloðandi blaðið í upphafi, þær voru
þá sérstaklega í útlitinu. Annars vorum við alltaf að redda myndefni og
notuðum þá börnin okkar eða ættingja.
Blaðið var stofnað 1982 eftir að Kvennaframboðið bauð fram til borgar-
stjórnar, áður en Kvennalistinn kom til sögunnar. Við byrjuðum af algjör-
um vanefnum. Við vorum fátækar eins og kirkjurottan því við áttum ekki
39