Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 67
meiru. Hann hikar ekki
við að pína konur til
sagna með því að snúa
upp á handleggina á
þeim, og þess á milli
slær hann hverja píuna á
fætur annarri utanundir.
Og þá eru ótalin þau fjöl-
mörgu skipti sem hann
notar konur sem skildi
fyrir ofbeldi sem að hon-
um er beint, þannig að
þær fá ýmist á sig högg
eða skot.
En batnandi mönnum
er best að lifa og frá og með The Spy Who Loved Me
hættir Bond að beita konur líkamlegu ofbeldi og til að
hnykkja enn betur á þessari bragarbót taka vondu kall-
arnir strax til við utanundirsláttinn.
Konur til skrauts og illkvendi
Margar hafa bent á að kvenhlutverk í Bondmyndunum
hafi sjaldan verið sláandi athafnamikil, konurnar eru
I iðulega notaðar til skrauts og ef einhver töggur reynist í
konu þá er hún iðulega illkvendi, eða þá að töggurinn
er úr henni um leið og hún fellur fyrir Bond. Bondarinn
þykir hafa verið nokkuð lengi að taka við sér hvað varð-
aði ný viðhorf til kvenhlutverka, en það var ekki fyrr en
í Tomorrow Never Dies sem Bond treysti sér til að taka
bardagaglaða dömu upp á arminn, en það var náttúru-
lega fegurðardrottningin, ballettdansarinn og bardaga-
meistarinn Michelle Yeoh sem skyndilega er ekki bara
aukahlutur á armi Bonds heldur kann að berja frá sér
sjólf.
Seldur fyrir upplýsingar
I fyrstu Pierce Brosnan myndinni, GoIdenEye, var þeg-
ar farið að djarfa fyrir ákveðnum breytingum á kven-
hyllinni en þar var nýi 'M-inn' orðinn 'Emm-a', sem í
þokkabót var pirruð á Bond og virtist hafa smitað hina
trúföstu Moneypenny og gert hana afhuga öllu vinnu-
staðadaðri. Svo langt gekk grínið að Bond var bent pent
á að kynferðisleg áreitni hefði nú verið opinberlega tek-
in upp í orðabók Bond-skólans. En svo áttuðu þær sig í
tíma fyrir Tomorrow Never Dies, og eru þar orðnar
venjuleg Bond-fön eins og við hin(ar), og í staðinn er
unnið skemmtilega með breytinguna úr 'M' í 'Emmu' í
umræðum um eislu og pumpanir; leikkonan Judy
Dench sannar að það þarf sannarlega ekki púng til að
geta tekið þátt í hasar, auk þess sem þær tvær gera með
sér samsæri um að senda Bond uppí til gamallar kær-
ustu í’uppljóstrunarleit. Þannig er Bond beinlínis seld-
ur fyrir upplýsingar; og gott ef ekki læðist að konu sá
grunur að þessi söluvænleiki Bondarans hafi verið stef
í myndunum allan tímann?
Q1JP.I
mwuit?
í Borgarvefsjánni er aó finna
upplýsingar um alla göngustíga
og gönguLeióir í Reykjavík.
Njóttu þeirra möguLeika sem útivistar-
svæói Reykjavíkur bjóða upp á meó
aðstoó Borgarvefsjárinnar.
■
§
§
>