Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 23
Að sumu leyti er klámvæðingin mjög sorgleg og leiðinleg. Ég leik mér mjög lít- ið á Internetinu en fólk segir mér að það sé sama hvaða leitarorði sé slegið inn þá fylgi alltaf einhver klámsíða með. Bláar myndir hafa getað kveikt í mér í 120 sek- úndur, svo hættir það að hafa áhrif. I dag er þetta orðið mun opinskárra, ýktara og grófara. Samt finnst mér alltaf best að skoða Playboy þegar óg ætla að skoða klámblöð því þar er hulin nekt. I unglingamenningunni er þessi kjöt- kúltúr mjög sýnilegur. Unglingarnir eru kannski verstir í þessu, strákar horfa nú bara á stærð brjósta, mjaðma og rass á 14 og 15 ára stelpum. Stelpur eru málaðar og klæddar eins og litlar gleðikonur. Eg hef alltaf haft gaman að þessum öfgum, þegar fólk kemur inn á svæðið og verður svo öfgafullt, eins og það sé til sölu. Mór finnst þetta mjög ágengt, sórstaklega þessi mikla áhersla á brjóst. I Afríku eru brjóst t.d. ekki álitin kyntákn. Þessar brjóstapælingar og að vera í flegnu að ofan höfðar ekki til mín. Ég held að það sé nauðsynlegt að fólk fari að íhuga hvað hafi forgang í lífinu. Það eru allir að leita að sínurn Rómeó eða Júlíu. Svo fer íólk í samband en það er alltaf þessi undirtónn í sambandinu hvort þetta sé nú einmitt það sem maður er að leita að. Er hann minn félagi og sú kynvera sem ég þarf, vinurinn sem ég þarf? Er hann viðræðuhæfur o.s.frv. Þetta hef óg reynt að finna í einni og sömu konunni. Við erum öll að leita og ég held að við getum ekki fundið allt í einu. Hins vegar held ég að það að vera hamingju- samur að eilífu sé bara eins og að vera dauður. Arnar: Mór finnst skrítið að konur hugi ekki að þessum málefnum í jafnréttisbar- áttunni eins og öðru. Alll þetta með fleg- ið, að sýna kjöt og allt það. Mér finnst rnjög skrítið að fólk kippi sér ekki meira upp við þetta. Það er rnjög ólíklegt að þú hittir strák á mínum afdri sem fyndist þetta of langt gengið, flestir taka þessu sem sjálfsögðum hlut, t.d. að stelpur séu í rosa hælaháum skóm þegar það er drulfukaft úti en við í kuldaskóm. Ég skil ekki hvað fær stelpur til að gera þetta. Ég myndi aldrei gera það. Mað- ur pælir ekkert í því hvort þetta sé eitthvað kúl. Ef það er kalt úti þá klæðir maður sig samkvæmt því. Ég hef einmitt spurt stelpur útí þetta og þær hafa aldrei sagt neitt annað en að þeim finnist þetta bara þægilegt. Ég á dálítið erfitt með að trúa því. Ég hef rosalega oft pælt í þessu. Við búum í mjög köldu landi og skil ekki að það só hægt að klæða sig svona ifla til þess eins að vera áberandi. Ég veit ekki hvort það sé þess virði. Við fórum í bókabúð, ég og vinur minn um daginn, og skoðuðum yfir tuttugu og tvö tímarit til að at- huga hvað væri mikið talað um kynlíf í þeim. Af tuttugu og tveimur blöðum var rætt um kynlíf í sautján þeirra. Þar var meira verið að búa til lausnir á vandamálum sem eru ekki til. Fólk fer frá því sem skiptir máli og fer að hugsa um eitthvað annað, t.d. þessa útlistdýrkun sem á sér stað. Að fólk þurfi að vera með fullkomið útlit sem kemur í veg fyrir annað sem skiptir meira máli í samskiptum fófks. Því er ekki hægt að neita að fólk er ótrúlega fordóma- fullt gagnvart útliti. Það tekur innan við tíu sekúndur að gera upp við sig hvort því líki við viðkomandi eða ekki. Eins og vinkona mín sagði - ef við værum öll blind myndum við kannski dæma fólk eftir réttum stöðlum. Menn eru komnir með einhvern einn ramma um það hvernig konur eigi að vera og engin kona passar inní það norm. Þetta er orðið svo inn- byggt í menningu okkar. Við erum búin að horfa svo mikið á sjónvarp að við setjum ósjálfrátt þessar kröfur og föttum ekki livað við erum að gera. Þetta eru óraunhæfar kröfur. Dagbjört: Hvað finnst ykkur um samskipti kynjanna og þá sérstaklega málefni er varða kynlíf? Er jafnrétti á því sviði? Björn: Mér finnst Beðmál í borginni einmitt dæmigerður þátt- ur þar sem þær eru allar rosalega flottar, fallegar og frábærar en öll serían geislar af innihaldsleysi. Þær konur sem ég þekki hafa oftast reynt að setja hlutina inn í svona ramma. Konur halda að svona eigi lífið að vera, að maður eigi að vera svona. En stundum áttar maður sig á því í miðju ferli að manni líður ekki alveg þannig. Maður hefur vissar hugmynd- ir um það hvernig lífið á að vera og þá fer þetta tvennt ekki al- veg saman. Jafnréttisbaráttan er mjög mikilvægur þáttur í því ferli að kynin geti lifað saman í sátt og samlyndi. Eitt af lykilorðum í þessari umræðu er margbreytileiki; að vera tilbúin að með- taka fólk á ólíkum grunni og á ólíkum forsendum. Kvennabar- áttan hefur óneitanlega haft áhrif á alla, konur jafnt og karla. í dag eru kynin að mörgu leyti að leita eftir hinu sama; ham- ingjunni. Að fólk hafi svigrúm til að vera einstaklingar í þess- ari eilífu baráttu er jafn mikilvægt í dag og það var fyrir rúm- um þrjátíu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.