Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 68

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 68
tónlist Heiða Eiríksdóttir Beck Sea Change Þessi undurljúfa, nýja Beck-plata var að koma út hjá Geffen, útgáfufyrirtæk- inu sem ber ábyrgð á flestum plötum Becks. Þessi ameríski tónlistamaður hefur lifað margföldu lífi í tónlist sinni í gegn um árin. Fyrsta opinbera plata hans var Mellow Gold sem kom út 1994 og innihólt smellinn „Loser". En hann hefur sýnt á sér mörg önnur andlit síðan þá. Hann gaf til að mynda ut þjóðlagakántríplötuna Mutations árið 1998 en hún kom á milli partýpopp- plötunnar Odeley (1996) og diskó-rafstuðplötunnar Midnite Vultures (1999). Það skiptast því á skin og skúrir, eða hressleiki og rólegheit, hjá Beck og a nýju plötunni eru það rólegheitin. Mór finnst hann undantekningalaust standa sig betur í rólegu stemning- unni og því veldur nýja platan ekki vonbrigðum. Hann semur grípandi lög en með því að setja þau ekki í popp-búning heldur leyfa sér klassískari, óraf- rænni útsetningar, lifa lögin lengur og eiga Joað sameiginlegt að batna með hverri hlustun. Hór eru það Jjjóðlagagítarar, lifandi píanó, stál- og „slide"- gítarar og undurfagr- ar raddanir sem hrífa hlustendur. Manni detta óneitanlega í hug tónlistarmenn á borð við Cros- by, Stills, Nash and Young, Neil Young og David Bowie upp úr 1970. Hljómur plötunnar er djúpur, og minnir að mörgu leyti á hljóm meistarastykkis Neil Young, Harvest. Lag númer 6, End ofthe Day, gæti næstum verið upphafslag þeirrar plötu! En Beck er samt ekkert að stela, hann er bara að minna á það sem honum þykir gott og blanda saman við sinn eigin stíl. Einnig er lag númer 4, Lonesome Tears, greinilega eitthvað undir áhrifum frá frönsku sveitinni Air en Beck vann með þeim á plötu þeirra frá síðasta ári. I heild er Sea Change því blanda af góðum áhrifum úr fortíð Becks og nýjum grípandi gítarball- öðum hans og þetta er hin besta blanda!!! The Streets li iii original pirate material s m Original Pirate Material ■f !■ í ■)! : . I Mike Skinner er rúmlega tvítugur Lundúnabúi og eini meðlimur hljómsveit- arinnar The Streets. Hún hefur fengið mjög mikla alheimsathygli undanfarið þar sem platan kom út nú í október, en í Englandi kom hún í mars. Einnig var hún tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í haust. Mike er mjög góður textahöf- undur, mátulega kaldhæðinn til að koma boðskap sínum áleiðis og hefur mjög pönkað viðhorf til skoðana annarra á hlutunum. Honum er einfaldlega nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um hann en hann hefur mikla þörf fyr- ir að koma sínum skoðunum á framfæri og er mjög fær um það, hvort sem um alvarleg eða lóttvæg málefni er að ræða. Það er hins vegar alveg rosalega erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig ton- list The Streets spila, eins mikið og mann langar til þess, því þessi diskur er alveg framúrskarandi. Þetta er einhvers konar hipphopp eða rapp en útsetn- ingar og úrvinnsla er flókin og einföld á sama tíma. Mike vann plötuna mikið heima hjá ser og því heyrir maður ákveðinn hráleika í trommutöktum og slíku, en jafnvel þótt lausnir og hug- myndir séu „heimasmíðaðar“ eru þær ekkert ódýrar í merkingunni lélegar. Þessi plata hljomar eins og demóupptaka sem vinur þinn tók upp og bara þú hefur hlustað á, svo persónulega upp- lifun fær maður af tónlistinni. En Mike hefur nú komið upptökunni sinni ansi víða. Svo er bara að bíða og sjá hvort áframhaldið verður jafn gott. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.