Vera


Vera - 01.10.2002, Side 16

Vera - 01.10.2002, Side 16
ej3A nú gert sig og rutt fólki (körlum) til hliðar. „Svona eru (allir) karlar og svona eigum við að taka á móti stelpur!" Þvílíkt bull, en stundum skorar fólk með þessum aðferðum. Eg fann þetta sama þegar ég sat eina af vinnuráðstefnum Hins gullna jafnvægis. Þar sagði fulltrúi eins fyrirtækis frá því sem þar væri verið að gera til að auka fjölskylduvænleika fyrirtækisins. Eitt var það að einn dagur væri sérstakur pabbadagur. Þann dag færu þeir feður (og afar) sem starfandi væru hjá fyirtækinu upp í sveit með börn sín og barnabörn og það væri grillað og farið í leiki. Þá stóð upp ein konan í hópnum og spurði hvaða ástæða væri nú til að verð- launa karla fyrir að vera slóð- ar við að umgangast fjöl- skyldu sína! Auðvitað má leggja þetta upp með þessum hætti. Eðli- legt væri þá að spyrja á móti hvort ástæða sé til að verðlauna konur fyrir að vera slóðar að skaffa. Hvers vegna ætti VR að vera að eyða fó sinna fé- lagsmanna til að fá konur til gera eðlilegar kröfur um laun frá atvinnu- rekendum? Hvers vegna ætti hið opinbera að gangast fyrir námskeiðum og útgáfu til að fá konur til að vera aðeins duglegri við að koma sér á framfæri? Athugasemd á borð við þá sem hér var nefnd gerir ekki annað en fæla frá enda fram úr hófi ósanngjörn. Meginástæða þess að karlar hafa verið slóðar að umgangast fjölskyldur sínar er að þeir stunda launavinnu 15 til 20 klst. lengur á viku en konurnar. Við það bætist síðan smátt og smátt sú afleiðing þessarar miklu vinnu að þeir eru síður hagvanir heima hjá sér en konurnar. Væru það konurnar sem ynnu 50-55 stundir á viku og sköffuðu svipað og karlarnir gera þá myndi þetta að sjálfsögðu breytast. En hræddur er ég um að fáum fyndist sá karl mikill bógur sem ekki ynni meira en 30-35 stundir þegar fjölskyldan hefði verulega þörf fyrir meiri tekjur, eins og er nú hjá flestum meðan verið er að reyna að koma börnunum til manns. Punkturinn er sá að það hefur ákaflega takmarkað gildi að vera að skamma karla fyrir að vera slóðar að umgangast fjölskyldu sína, eins og það er tómt rugl að skamma konur fyrir að vera lélegar að skaffa. Samfé- lag okkar hefur verið þannig uppbyggt og þannig skipulagt að það hefur þrýst konum og körlum til að velja eins og þau gera. Ein af afleiðingun- um er að karlar umgangast fjölskyldur sínar síður en konur og að at- vinnutekjur kvenna eru lægri en atvinnutekjur karla. Síðustu áratugi hefur hvort tveggja verið að breytast hægt og hægt og fátt sem bendir til Það hefur ákaflega takmarkað gildi að vera að skamma karla fyrir að vera slóðar að umgangast fjölskyldu sína, eins og það er tómt rugl að skamma konur fyrir að vera lélegar að skaffa annars en það haldi áfram. Hæðnis- yrði um konur og karla sem föst eru í þessari kynjamynd samfélagsins eru hins vegar ekki líkleg til að auka vilja nokkurs til að brjótast úr viðj- unum. Samfélagslegum völdum misskipt milli kynja Stundum steypum við fast það sem við ætlum að andæfa með því að segja sjálf að (allir) karlar séu svona og (allar) konur hinsegin. Stundum er um að ræða hreina fordóma en í öðrum tilfellum er um það að ræða að við færum almenn hópeinkenni kynjanna yfir á persónuleg ein- kenni sérhvers einstaklings. Það er t.d. ómótmælanlegt að karlar hafa meiri völd en konur á flestum svið- um mannlegs lífs. Það er hins vegar alrangt skref að færa þennan al- menna sannleika yfir á sérhvern einstakling í öllum aðstæðum. Eg á erfitt með að sjá hvaða skilgreining á völdum gæti leitt til þeirrar niður- stöðu að ég só valdameiri en t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Rann- veig Rist eða Sólveig Pótursdóttir. Hér skiptir auðvitað öllu máli hvernig hugsað er um völd og hvaða aðstæður við erum með i huga. í flestum fjölskyldum hefur skoðun móðurinnar á því hvernig barnið eigi að vera klætt mun meira vægi en skoðun föðurins (sem oftast nær hættir fljótlega að reyna að hafa einhverja skoðun á málinu). Auð- vitað hefur það sem leiðtogar helstu iðnríkja heims koma sór saman um á klíkufundum sínum miklu meiri áhrif á lff fólks almennt en þessi

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.