Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 25
hann að endingu að reiða sig á náð og miskunn konu sinnar sem er bæði jarðbundin og góð. I þættinum Ladies man lítum við inn til manns sem býr við sann- kallað kvennaríki. Hann á konu og tvær dætur, auk þess sem kjaftfor móðir hans (sem hefur ýmsa „karl- lega" eiginleika, spilar póker og klæmist) dvelur hjá fjölskyldunni löngum stundum. Hann er golfsjúk- lingur og lítur út fyrir að vera a.m.k. tíu árum eldri en eiginkonan. Gefið er í skyn að maður þessi sé vilja- laust verkfæri í höndum kvennanna á heimilinu. í Everybody loves Raymond er Raymond iðulega milli steins og sleggju. Konan heimavinnandi og er sí og æ að brjóta saman tau, elda eða vaska upp á meðan Raymond vafrar um húsið og reynir að leysa einhver vandamál sem komið hafa upp í fjölskyldunni. Konan veit alltaf allt betur en hann. Hún segir Raymond eitthvað í byrjun og getur svo sagt eftir á: „Ég sagði þér þetta!" Nánasta fjölskylda Raymonds kem- ur einnig mikið við sögu; foreldrar hans og eldri bróðir, treggefinn lög- regluþjónn. Þar er hið sama uppá teningnum, móðirin stjórnar öllu með harðri hendi, greindarvísitala karlanna varla mikið hærri en skó- númer þeirra. Þeir gangast upp í því að vera gefið að borða og sitja löng- um stundum við borðstofuborð og bíða eftir kökum og eftirréttum sem konurnar framreiða. Og einn heitir Hómer Karlarnir í þáttunum fjórum eiga það allir sameiginlegt að vera mun ólögulegri en eiginkonur þeirra, sem allar eru undantekningalaust innan kjörþyngdar, vel snyrtar og bráðhuggulega klæddar. Þeir hafa líka ákaflega sljóa dómgreind; eru sífellt að láta glepjast af einhverri vitleysu eins og að kaupa sér mótor- hjól á gamals aldri, allt of dýrt golf- sett, þeir týna líka hlutum, slasa sig eða lenda í fangelsi fyrir slysni, eða gera sig seka um að þykjast vita bet- ur en eiginkonurnar sem eru mun jarðbundnari, skynsamari og greindari en eiginmennirnir og hafa alltaf rétt fyrir sér. Oft koma upp vandamál í þáttunum sem tengjast vanmati karlsins á gáfum konu sinnar. Karlinn hefur farið á bakvið konuna með einhverjum hætti, hún kemst að því af kænsku sinni og hann þarf að súpa seyðið af mistök- unum. Samt sem áður eru allar þessar gáfuðu konur heimavinnandi ef þau hjónin eiga börn. Stöku sinnum fá þær þá flugu í höfuðið að fara að vinna í hlutastarfi, fara á námskeið eða í skóla en þær virðast hafa litla elju til þeirra verka. Þær eru heima og hugsa um börnin og manninn. I rauninni byggja allar þessar karlmyndir á Hómer Simpson, þó að vitaskuld séu þær ekki nærri eins ýktar. Hómer er fullkominn vanviti í öllu tilliti, barnauppeldi, heimilisstörfum, félagslífi og sem manneskja. Hann hefur til að bera ýkta „karllega" eiginleika og hefur gaman af að borða og glápa á sjón- varpið, elskar tæki og íþróttir, er sóðalegur, sköllóttur með stóra ístru... og hann á konu, Marge, sem er mun greindari en hann en stend- ur þó fullkomlega við bakið á hon- um í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er nefnilega, þrátt fyrir greindarskortinn, fyr- irvinna heimilisins og höfuð fjölskyld- unnar. Hann tekur líka í krafti stöðu sinnar ýmsar ákvarð- anir sem koma misilla niður á fjöl- skyldu hans. Hann ráðstafar t.a.m. fjármunum í margs konar vitleysu, þrátt fyrir aðvaranir konu sinnar sem er heimavinnandi húsmóðir og ræður þar af leiðandi ekki yfir neinu fjármagni. Simpsons þættirnir eru vægðar- laus háðsádeila á bandarískt samfé- lag. Afskræmdar teiknifígúrurnar ánetjast ýmsu af því sem einkenna telst þjóðarsál þessa heimshluta, s.s. óhóflegu áti og sjónvarpsglápi, kaup- og neysluæði, trú á stundar- fyrirbrigði og skyndigróða. Vissu- lega má hlæja hátt að Simpsons en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Húsbóndar á sínu heimili Þeir eru jú fyrirvinnan og konunum er ráðstöfuð ákveðin upphæð til þess að greiða reikninga heimilis- í rauninni byggja allar þessar karlmyndir á Hómer Simpson þó að vitaskuld séu þær ekki nærri eins ýktar. Hómer er fullkominn vanviti í öllu tilliti, barnauppeldi, heimilis- störfum, félagslífi og sem manneskja. í þættinum Ladies man lítum við inn til manns sem býr við sannkallað kvennaríki. ins. Það vekur nokkra undrun að það skuli vera alveg skýrt í öllum þáttunum að karlarnir, þrátt fyrir dómgreindarleysið, fljótfærnina og jafnvel vanvitaháttinn á köflum, ráða alfarið yfir því fjármagni sem kemur inn á heimilið. Allar stórar ákvarðanir eru þó í höndum karl- anna. Aulinn Jim í According to Jim heldur utanum fjármál heimilisins og þegar farið er á veitingahús með öðru fólki verður konan að biðja mann sinn um að taka upp veskið og borga fyrir matinn. Þetta gefur til kynna að konan eigi ekki veski sjálf, a.m.k. ekki veski sem peningar eru í. Hún þarf að láta sér lynda að maðurinn sé nískur vegna þess að hún ræður ekki yfir neinu fjár- magni. í einum þættinum skapaðist krísuástand vegna þess að systir konunnar, ung og einhleyp, lagði það í vana sinn að gefa börnunum þeirra dýrar gjafir. Þetta fyllti Jim minnimáttarkennd og þegar hann ætlaði að jafna metin með því að borga reikninginn á veitingahúsi og systirin sagði: „Hvers vegna leyf- irðu mér ekki að borga, ég lref nú einusinni hærri tekjur en þú," þá var mælirinn fullur. Jim ásakaði mágkonu sína um að gera lítið úr sér fyrir framan konuna og börnin og talaði ekki við hana um hríð. Að kona skyldi hafa hærri tekjur en 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.