Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 42
vera
þeirri baráttu síðan 1978 en maður var alltaf að að berja
höfðinu við steininn. Það var enginn sem tók þetta
mál upp. Það er ekkert langt síðan viðhofið var þannig
að þetta væri bara stofnanaþjónusta, við værum að búa
til stofnanabörn og að foreldrar væru að vanrækja
skyldur sínar og hlutverk. Það er ekkert gömul um-
ræða. En nú finnst öllum þetta sjálfsagt, allir gera kröfu
til þess að fá þessa þjónustu og engum finnst nógu
hratt farið í uppbyggingunni. Það er auðvitað bara af-
leiðing þess að búið er að setja þetta á dagskrá, opna
umræðuna og gefa þessu vikt í pólitíkinni, sem það
hafði ekki. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa og berja sér
á brjóst. En að baki liggur gífurleg viðhorfsbreyting sem
fólk áttar sig ekkert á.
Svo varðandi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Við
erum í fyrsta lagi búin að opna hana mjög mikið. Það er
búið að setja hluti upp á borðið sem áður voru undir
yfirborðinu. Það gerir það að verkum að það er miklu
auðveldara að gagnrýna og þannig á það að vera. Ég
ætla að nefna dæmi af kollega mínum og forvera í
starfi, Davíð Oddssyni. Hjá honum er stjórnunarstíll-
Ég ætla að nefna dæmi af kollega mínum og forvera í starfi,
Davíð Oddssyni. Hjá honum er stjórnunarstíllinn sá að hafa
hlutina undir yfirborðinu. Allt á að vera slétt og fellt og það á
ekki að gefa fólki færi á því að gagnrýna neitt. Þetta er eins
og í sjúkri fjölskyldu sem samt sendir alltaf út þau skilaboð
að hjá þeim sé allt harla gott.
inn sá að hafa hlutina undir yfirborðinu. Allt á að vera
slétt og fellt og það á ekki að gefa fólki færi á því að
gagnrýna neitt. Þetta er eins og í sjúkri fjölskyldu sem
samt sendir alltaf út þau skilaboð að hjá þeim sé allt
harla gott. Það má aldrei setja neitt upp á yfirborðið af
því að myndin má ekki skaðast. í stað þess að setja
hlutina upp þannig að þeir sóu opnir fyrir umræðu.
Það er auðvitað margt sem betur má fara og hægt er að
gera hlutina öðruvísi. Við eigum bara ekki að vera
hrædd við að ræða það, það er allt í lagi.
I ræðu sem þú fluttir í borgarstjórn 1983,
sem síðan birtist í Veru undir heitinu „í
túninu heima hjá borgarstjóra", segir þú :
„Ég ætla ... að halda því fram að í nefnd-
um og ráðum borgarinnar ríki karlaveldi
bæði hvað varðar andrúmsloft og starfs-
hætti." Að hve miklu leyti hefur þetta
breyst?
Við höfum náð mjög merkilegum
áfanga varðandi konur í stjórnsýslu. Við
erum búin að ná því marki að 50% af
þeim sem eru í stjórnunarstöðum hérna í
borginni eru konur. Auðvitað eirnir þó
enn eftir af gamla karlveldinu í borgar-
stjórn. Borgarstjórn er pólitískt kerfi og
þótt karlveldið hafi látið undan síga þegar
litið er til höfðatölu þá einkennist alll
starf í nefndum og ráðum ennþá af þess-
um átakakúltúr sem er svolítill karla-
kúltúr. Menn eru að berja hver á öðrum til
að sýna hver er sterkastur. Andstæðan er
einhverskonar samræðukúltúr en
fólk lítur meira á borgarmálin sem
átakavettvang en samstarfsvett-
vang, því miður, og óg á eflaust jafn
mikla sök á því og hver annar. Það
tekur bara lengri tíma að breyta
kerfinu.
Mór finnst reyndar Reykjavík-
urlistinn sem vinnuhópur hafa ein-
kennst mjög af þessum samræðu-
kúltúr sem ég leyfi mér að fullyrða að á
rót sína að rekja til kvennahreyfingarinn-
ar. Við verjum tíma í að ræða hlutina og
fara yfir þá aftur og aftur. Gefum okkur
tíma til að hlusta á mismunandi rök, vega
þau og meta og komast svo að niðurstöðu.
Þar eru ekkert endilega allir sáttir en þeir
eru þó sáttir við að hafa fengið að leggja
sitt af mörkum og bafa fengið tækifæri til
að reyna að sannfæra hina.
42