Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 53

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 53
indastofnunar Sameinuðu þjóðanna og fyrrverandi forseti frlands, og Gro Harlem Brundtland, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, stigu á stokk og héldu sínar ræður á ráðstefnunni. Þar kvað við annan tón en í ræðum margra leiðtoganna. Mary Robinson lagði áherslu á að baráttan gegn fátækt héldist í hendur við baráttuna fyrir því að mannréttindi séu virt. En með góðum rökum má halda því fram að án þess að tryggja mannréttindi geti baráttan gegn ör- birgð og fátækt lítinn árangur borið. Gro Harlem gerði tengslin á milli fjárfestinga í heilbrigðismálum og sjálfbærrar þróunar að umræðuefni. Fjárfestingar í heilsugæslu og annarri grunnþjónustu margborga sig, það er löngu sannað, sagði Gro Harlem Brundtland, og minnti okkur á að grundvallaratriði velferðarsamfélagsins eru hin sömu alls staðar. Forgangsverkefni Kofi Annans Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna beindi kastljósi Jóhannesarborgarráðstefnunnar að fimm aðalverkefnum sem á fundinum voru kölluð WEHAB (water, energy, health, agriculture, biodi- versity), eða vatn, orka, heilbrigði, landbúnaður og líffræðileg fjölbreytni. Þessi fimm viðfangsefni spanna vítt svið og tengjast öll grundvelli sjálfbærrar þróunar, sem skoðar umhverfið í samhengi við efn- hagslega og félagslega þróun. Það er útbreiddur mis- skilningur að stefnumótun í anda sjálfbærrar þróun- ar snúist einvörðungu um umhverfis- og náttúru- vernd. Því fer fjarri. Hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar nær til efnhagslegra og félagslegra þátta líka. Hún leggur áherslu á jöfnuð á milli manna, bæði með tilliti til tekna og aðgangs að auðlindum, og leggur líka til grundvallar jafnrétti á félagslega svið- inu, ekki síst jafna stöðu kvenna og karla. Sjálfbær þróun er andsvar við græðgi vestrænna neyslusam- félaga sem hafa vanið sig á neyslumynstur og um- gengni við auðlindir jarðar sem er með engu móti haldbær til framtíðar. Auðvitað eru aðstæður gjörólíkar á íslandi og í Afríkulöndum. Tökum Mósambík sem dæmi. ísland er eitt af tíu ríkustu löndum heims. Mósambík er í hópi tíu fátækustu landa heims. Bæði löndin búa hins vegar yfir miklum náttúruauðæfum, t.d. vatns- föllum sem hægt er að virkja. Leið Islendinga til vel- megunar lá um veg grunnmenntunar handa öllum og með því að gera heilsugæslu aðgengilega og ódýra. Þá slóð eru Mósambíkkanar nú fyrst að byrja að feta. Katrín Fjeldsted, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Siv Friðleifsdóttir og Kolbrún Flalldórsdóttir á ráðstefnu S.Þ. um sjálfbæra þróun. Þeir eiga langa leið fyrir höndum en alla möguleika á því að auka velferð landsmanna til muna. Það er fyrst og fremst siðferðileg skylda ríkra þjóða eins og okkar að aðstoða fátækar þjóðir eins og Mósambík á þessari leið. Sú fjárfesting mun skila sér margfalt, þar og hér, til lengri tíma litið. Engin sjálfbær þróun án fullra réttinda kvenna Í löndum þar sem konur hafa ekki full réttindi á við karla er glím- an við fátæktina flóknari og erfiðari. Afríka er gott dæmi um þetta. Víða banna gamlar hefðir konum að eiga land og erfðarétt- ur kvenna til lands og eigna er einnig fyrir borð borinn í mörgum löndum. Og þótt sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin lífi og líkama sé viðkurkenndur í orði er enn langt í land með að konur ráði sér sjálfar. í Afríku sunnan Sahara sjá konur um 70-80% allrar landbún- aðarframleiðslu. Það segir sig sjálft að konur hafa velferð fjöl- skyldunnar í hendi sér við þessar aðstæður. Þær rækta landið oft- ast aðeins til sjálfsþurftar fyrir fjölskylduna en það sem umfram er selja þær á markaði. Þær ganga óravegu í viku hverri til þess að sækja hreint vatn og sækja eldivið svo að hægt sé að gefa fjöl- skyldunni að borða. Þær þræla sér út til þess að halda lífi í sér og sínum en hafa samt ekki einu sinni þá stöðu í samfélaginu að geta sagt nei þegar eiginmaðurinn eða kærastinn vill stunda kyn- líf án þess að nota smokka. En alnæmisfaraldurinn gerir stöðu kvenna og barna enn veikari í samfélögum þar sem réttindi þeir- ra standa á brauðfótum. Lykillinn felst í einföldum lausnum Hafi ég einhvern tíma verið sannfærð um gildi þess að baráttan fyrir kvenfrelsi væri öllu öðru mikilvægara í stjórnmálum sam- tímans, var það við ferðalok í Jóhannesarborg. Lykill þróunar umhverfis- og efnahagsmála sem byggist á jafnrétti, réttlæti og framsýni, er í höndum kvenna en þær geta ekki opnað dyrnar að verlferð og þróun til framtíðar nema þær fái til þess fullt frelsi. Það frelsi fæst ekki nema stúlkum jafnt sem drengjum sé kennt að lesa, að allir hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni; að þorri mannkyns hafi aðgang að ódýrum og endurnýjanlegum orkugjöf- um; að heilsugæsla og mæðravernd og bólusetning barna sé ókeypis og nái til allra kvenna á barneignaraldri, og að grundvall- armannréttindi kvenna séu virt, þ.m.t. réttur þeirra til eigna og erfða. Einhverjum kann að finnast ofangreind verkefni risavaxin og dýr en það eru þau í raun ekki. Þau eru ódýr og skila sér margfalt í bættum lífskjörum jafnt á suðurhveli sem norðurhveli jarðar. Þau kosta hins vegar óbilandi og öflugan pólitískan vilja urn all- an heim. Vilja til þess að setja réttindi barna og kvenna í forgrunn alþjóðastjórnmálanna. Það er að mínu áliti mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á nýhafinni öld. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.