Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 46
vera Brúðkaupsdagurinn er stærsti dagurinn í lífi hverrar konu. - Hvað svo? er yfirskrift B.A. verkefnis í félagsfræði sem Gyða Margrét Pétursdóttir og Elín Sigurðardóttir unnu. Könnun var lögð fyrir stóran hóp fram- haldsskólanema þar sem þau voru beðin um að svara spurningum varðandi síg sjálf, brúðkaup og hjónabandið. - heimsyfirráð í einn dag myndir: Anna Jóa 46 Á allra síðustu árum virðist sem kostn- aður við brúðkaup sé meiri en áður tíðkaðist og undirbúningur þeirra taki sífellt lengri tíma. Glanstímaritin gefa út sérstök brúðar- eða brúðkaupsblöð. í sjónvarpi má fylgjast með brúðhjón- um undirbúa „stærsta daginn" þar sem áhorfendum gefst kostur á að upplifa stærsta daginn með brúðhjón- unum. Labba með brúðinni upp að Rannsóknir sýna að flestar konur líta á hjónabandið sem náttúrulegt fyrirbæri, ekki sem félagslega stofn- un. Að hjónabandið sé óháð tíma og rúmi, sjálf- sprottið frekar en fyrirfram ákveðið. Konurnar vænta þess að í hjónabandinu ríki jöfnuður en í raun á hjónabandið sér kvennakúgandi rætur. Hjónabandið felur ekki sjálfkrafa í sér ást, vináttu, kynlíf, foreldra- hlutverkið og varanleika. Hjónabandið er binn fé- lagslega viðurkenndi rammi utan um þessi mark- mið. Konur vilja fremur giftast en karlar Með þessar staðalmyndir í huga er forvitnilegt að kanna viðhorf brúðhjóna framtíðarinnar. Samkvæmt niðurstöðum ofangreindrar könnunar hyggst yfir- gnæfandi meirihluti karla og kvenna ganga í hjóna- band. Varðandi brúðkaupssiði virðast karlar almennt afdráttarlausari í afstöðu sinni. Um helmingur karla er ýmist sammála eða mjög sammála fullyrðingun- um að konur eigi að gifta sig í hvítum kjól og að altarinu gegnum auga myndavélarinn- ar. Dregin er upp mynd af giftingaróð- um konum sem hafa allt sitt líf, leynt og Ijóst, verið að undirbúa stærsta daginn í lífi sínu. Karlar eru aftur á móti hinir ófúsu brúðgumar sem þarf að véla upp að altarinu. Fólk gengur í hjónaband með þær hugmyndir í koll- inum að þeirra brúðkaup sé einstakt og ekki öðru líkt. brúðkaupsdagurinn sé stærsti dagurinn í lífi hverrar konu. Ekki var ýkja mikill munur í afstöðu kynjanna en karlar voru þó fleiri mjög sammála fullyrðingun- um. Helmingur svarenda, konur og karlar, er sam- mála eða mjög sammála fullyrðingunni að konur vilji frekar giftast en karlar. Þegar spurt var hvort karlar vilji frekar giftast snerist dæmið aigjörlega við. Helmingur svarenda var ósammála eða mjög ósam- mála fullyrðingunni. Staðalmyndin um giftingaróðar konur og ófúsa brúðguma virðist lifa góðu lífi. Árið 2000 voru framkvæmdar um 1500 kirkjuleg- ar hjónavígslur, það þýðir að um 3000 einstaklingar hafa gengið í heilagt hjónaband. Hjónavígslum fer fjölgandi sem og skilnuðum. Þau hjónabönd sem enda með skilnaði hafa flest staðið í 3 ár. Meðal- lengd hjónabanda er rúm 14 ár. Nú er algengara að fólk gangi aftur í hjónaband en áður var, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Samkvæmt könn- uninni er ekki almennt fylgi við þá hugmynd að fólk eigi að gifta sig í kirkju þó karlar, eins og áður, sóu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.