Vera - 01.12.2002, Side 6

Vera - 01.12.2002, Side 6
skyndimynd „ Hjördís^ HORKUTOL Það munaði aðeins örfáum sekúndum að Hjördís Erna Ólafsdóttir ynni titilinn Hörkutól í keppni sem haldin var í tengslum við kraftlyftingamót í byrjun nóvember. Hjördís er hörkutól - fínleg og grannvaxin 23 ára stúlka sem vinnur við malbikun og er eina stelpan í hópnum. Hún er íslandsmeistari í júdó í sínum þyngdarflokki og stefnir að því að halda þeim titli á næsta ári og jafnvel vinna til verðlauna á erlendu júdómóti. Hörkutólakeppnin minnir á hinn vinsæla sjónvarpsþátt Fear Factor þar sem þátttakendur þurfa að leysa ýmsar þrautir. Keppendur voru sex í upphafi, þrír af hvoru kyni, og fyrsta þrautin fólst í því að klifra upp járnstiga og ganga síðan með höndunum eftir járnstiga sem hékk í loft- inu og hreyfðist töluvert. í þeirri þraut var Hjördís rétt á eftir strákun- um en hálfri mínútu á undan stelpunum. Þau sem voru seinust duttu út, þ.e. ein stelpa og einn strákur, en hin fjögur tókust á við næstu þraut sem var að borða heilan disk af hráu slátri. „Það fannst mér erfiðast," segir Hjördís og brosir að minningunni, „en þar sem annar strákurinn gat klárað úr skálinni varð ég að gera það líka, annars hefði hann verið búinn að vinna. Hin tvö tóku hins vegar bara einn bita og hættu. Mér fannst erfiðast þegar kom að því að tyggja hráan mör og kúgaðist mikið en ég harkaði af mér og tókst að klára diskinn. Síðasta þrautin var að sveifla sér með kaðli af háum vinnu- palli og grípa í net sem hékk í loftinu og klifra síðan upp netið. Mér tókst það og var aðeins örfáum sekúndum á eftir stráknum sem vann." Þegar Hjördís er spurð hvaðan hún fái þann kraft sem hún sýndi í keppninni segist hún alltaf hafa verið svona - aldrei kunnað að hræðast neitt. „Ég hef alltaf viljað geta það sem hinir geta og held að þar sé það þrjóskan sem drífur mig áfram. Ég vil vera best í því sem ég tek þátt í, hef mikið keppnisskap og á erfitt með að tapa." Af sjálfsvarnarnámskeiði í júdó Hjördís er alin upp á ísafirði og þar æfði hún sund og fótbolta þangað til hún var 15 ára og unglingstímabilið tók við. Hún flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum og það var algjör tilviljun að hún fór að æfa júdó. „Ég var að vinna á sambýli og við vorum send á sjálfsvarnarnámskeið hjá Bjarna Friðrikssyni júdókappa og núverandi þjálfara mínum. Þegar hann sá til mín í sjálfsvörninni hvatti hann mig til að koma og æfa júdó. Það gerði ég og hef verið meira og minna í júdó alla daga síðan," segir hún glaðlega og telur upp keppnisferðirnar sem hún hefur farið á þessu ári - til Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Tékklands og Englands. „Ég er búin að ná brúna beltinu og ætla að ná svarta beltinu eftir áramót,“ segir hún ákveðin og bætir við að fyrsta árið hafi hún lent í 2. sæti á Islandsmeistaramóti í mínus 57 kílóa þyngdarflokki en náð 1. sæti í ár. „Ég var í 4. sæti á Smáþjóðaleikunum og Norður- landamótinu í sumar en stefni að því að kom- ast á verðlaunapall næst. Ég er nú að vinna að þvf að afla mér styrkja því við sem erum í B- landsliðinu þurfum að greiða 25% af kostnaði við erlendu keppnirnar," segir Hjördís Erna Olafsdóttir, galvösk og ákveðin, eins og sönnu hörkutóli sæmir. EÞ ^..._____________________

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.