Vera - 01.12.2002, Síða 22

Vera - 01.12.2002, Síða 22
^TiL steupll^lfátækt er dýr Þessi aðstoð hefur verið mér óskaplega dýrmæt og ekki síst viðmót kvennanna og manngæska. Þær klappa mér á bakið og hæla mér fyrir hvað ég sé dugleg. Það klapp yljar mér lengi á eftir. ns S_ <U > 22 ætla að gefast upp. Börnin hennar séu efnileg og fal- leg, hún vonar að þau vaxi upp úr þeirri reiði sem býr í þeim og geti látið drauma sína um framhaldsnám rætast en yngri börnin stefna bæði á iðnnám. „Þessi átök hafa reynt rosalega á mig og undanfar- in þrjú ár hafa peningamálin farið úr böndunum. Sím- inn er lokaður hjá mér því einn daginn kom símreikn- ingur upp á 200.000 krónur. Þá höfðu krakkarnir lík- lega hringt í öll símatorg í bænum, ég veit ekki hvað gerðist en svona var þetta. Svo voru þau að tínast sitt á hvað og óg þurfti að kaupa leigubíla til að leita að þeim. Eg fékk yfirdráttarlán á þessum tíma, sem ég er nú að borga niður ásamt símaskuldinni og gamalli húsaleiguskuld sem varð til þegar allt var hér í hers höndum." Útrunnin brauð gefin hestum en ekki fátækum Það er ljóst að viðmælandi okkar lítur á aðstæður sín- ar sem verkefni til að glíma við, þótt stundum só hún að niðurlotum komin. Hún er lítið beisk, þrátt fyrir allt, og nefnir það að hún hafi selt sig þrisvar sinnum eins og hverja aðra staðreynd. Á meðan hugsaði hún um matinn sem hún gæti keypt, en reyndar var borg- unin aðeins 2000 krónur. Hún segist ganga reglulega um hverfið og tína flöskur í kerru og það sama geri fleiri konur úr húsinu. Hún skammast sín sem sé ekki fyrir að viðurkenna fátækt sína. Hún biður t.d. konur í hverfisbúðinni að gefa sér brauð sem eru komin yfir síðasta söludag. „Þær gefa mér stundum brauð en segja að þær megi það ekki, brauðunum eigi að skila og svo séu þau gefin hestunum. Einu sinni, þegar börnin voru yngri, átti ég engan mat en sagði þeim að bíða meðan ág færi út. Ég bað til Guðs og þegar ég sá gám fyrir utan stórmarkað opnaði ág hann og sá fullan plast- poka af ávöxtum sem búið var að henda. Ég tók pok- ann, skar ávextina snyrtilega niður á disk og mikið voru börnin mín glöð. Nú eru lásar á öllum gámum en mig hefur oft langað að brjóta þá upp. Hér í nágrenn- inu er t.d. kjötvinnsla og í gámi þar fyrir utan er fullt af kjöti sem búið er að henda. Ég hef einu sinni tekið þar læri fyrir mig og vinkonur mínar.“ Að lokum er hún spurð hvort hún kvíði jólunum. „Já,“ segir hún, „þau eru ömurlegasti tími ársins. Ég verð alltaf fegin þegar þau eru búin.“ En á hún sór einhvern draum? „Já,“ segir hún og brosir faliega. „Ég læt mig dreyma um að komast til Spánar og vera þar í tvo til þrjá mánuði eftir að yngri börnin eru orðin 18 ára og farin að sjá um sig sjálf. Ég myndi vilja hafa hús við ströndina, læra að spila á flamenco gítar og skrifa ljÓð.“ „Mig langar að kaupa ný náttföt á strákinn minn en það verður bara að koma í Ijós hvort ég hef efni á því eða ekki," segir Linda Berry, þegar blaðakona Veru spyr hana hvort hún geti veitt sér og syni sínum, Aaroni ísak fjögurra ára, eitthvað um þessi jól. „Mig langar líka að vera með jólatré, en það verður ekki í ár." Linda og Aaron búa í um 30 fermetra íbúð í húsi Fé- lags einstæðra foreldra í Skerjafirðinum. íbúðin er lítil en hlýleg. Rúm Lindu er í stofunni og á því am- erískt bútasaumsteppi. Það er kveikt á kertum og á einum veggnum lianga nokkrar myndir af Aaroni. Inni í íbúðinni er ekkert baðherbergi að sjá en Linda segir mér að það sé frammi á gangi. Og að hún só svo heppin að þurfa ekki að deila því með öðrum, en í húsinu séu alls átta íbúðir og sex þeirra deili þremur baðherbergjum. Fyrir innan eldhúsið er lítið herbergi sem rúmar varla meira en eitt rúm. Þar sefur Aaron vært. „Ég bjó í Bandaríkjunum í 6 ár og mér fannst ástandið hér hafa versnað mikið þegar ég kom lieim eftir skilnað í október á síðasta ári,“ segir Linda. Fyrstu fjóra mánuðina bjuggu mæðginin hjá frænd- fólki sínu en fengu svo inni hjá Félagi einstæðra for- eldra. I ágúst síðastliðnum fékk Linda vinnu sem skólaliði en þá var hún búin að vera atvinnulaus í tíu mánuði. Á þeim tíma var hún nánast vikulegur gest- ur hjá Mæðrastyrksnefnd og fókk tvisvar sinnum að- stoð frá Hjálparstofnun kirkjunnar því hún átti ekki fyrir mat handa Aaroni og sjálfri sér. Til þess að framfleyta sér á þessum tírna hafði hún styrk frá Fó- lagsþjónustunni, um 67.000 krónur á mánuði, barna- meðlag um 15.000 krónur á inánuði og barnabætur um 11.000 krónur á þriggja mánaða fresti, en hún fékk aðeins um þriðjung af fullum barnabótum, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari og fædd og uppal- in á Islandi, vegna þess að hún hafði búið „of lengi“ erlendis. Fullar barnabætur fær hún ekki fyrr en i febrúar á næsta ári, en þá verður liðið 1 ár og 4 mán- uðir síðan hún flutti heim. „Mér fannst mjög erfitt að þurfa að standa í bið- röð úti á götu fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefnd- ar og reyndi stundum að vera komin korteri fyrir tvö upp á Sólvallagötu, bara til að sleppa við röðina.'” segir Linda og útskýrir að nefndin úthluti styrkjum a miðvikudögum á rnilli klukkan tvö og fimm. Uthlut- unin getur tekið um klukkustund í hvert skipti, en fyrst þurfa styrkþegar að lýsa aðstæðum sínum fyrir nefndarkonu sem metur þörfina hjá hverri og einni áður en þær fara yfir í næsta herbergi og fá matvörui' aflientar eða úttektarmiða í Bónus.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.