Vera - 01.12.2002, Side 26

Vera - 01.12.2002, Side 26
Wi 5 titfA sTELPa. fátækt er dýr Núorðið er óvinsælt á leigumarkaðnum að leigj- endur eigi börn, að þeir reyki, skemmti sér og jafnvel láti sjá sig á göngum hússins. rafmagnstæki inní herberginu, svo sem hellu, ör- bylgjuofn eða brauðrist. Annar hringdi og réði yfir herbergi sem ekki var með aðgangi að baði. Samt vildi hann nú fá fullt verð fyrir herbergið og lét það fylgja sögunni að sundlaugarnar væru í göngufæri. Heilög vera leigir á Bárugötunni Ég tók því fyrir rest að fá tvö herbergi á fimmtán þús- und á mánuði hjá gömlum sérvitringi á Bárugötunni. Leigusalinn lagði áherslu á að hann yrði ekki fyrir ónæði af mér. Ég hélt nú ekki og vísaði í biblíukafl- ann í auglýsingunni. Þegar ég kom til Reykjavíkur með bækurnar mínar, rúmið og skrifborðið reyndust herbergin tvö vera nær óíbúðarhæf. I þeim var skíta- lykt það get ég svarið, enda voru fjórar ruslatunnur upp við annan herbergisgluggann, þann eina sem hafði opnanlegt fag, og síðan barst torkennilegur klóakþefur af baðherberginu, sem í raun var einhvers konar miðstöðvarkompa. Leigusalinn sem vildi að ég léti hann í friði, gat síðan þegar á reyndi ekki látið mig í friði. Ég hrökk kannski við í miðju innihalds- ríku símtali við að hann stóð í gættinni og hlustaði andaktugur. Ég gaf í skyn með bendingu að ég myndi tala við hann þegar ég hefði lokið samtalinu, en hann færði sig þá bara fram á ganginn og teygði höfuðið í átt að gættinni til þess að missa ekki af neinu. Ég kom nokkrum sinnum að honum með nefið ofan í snyrtibuddunni minni og einusinni hélt hann spyrj- andi á pakka með dömubindum þegar ég kom úr skólanum. Kannski hélt hann að heilagar verur hefðu ekki á klæðum. Ég veit það ekki, en ég þraukaði í herberginu í fjóra mánuði. Mér finnst þetta svolítið fyndið núna þó að mér hafi ekki verið hlátur í huga fyrir tíu árum. Mér finnst þetta segja eitthvað um það hvernig það er að vera leigjandi. Mér finnst þetta segja eitthvað um réttleysið. Löngu kunn er sú staðreynd að þeir sem leigja mega ekki eiga gæludýr, þó svo að þeir gangist í ábyrgð fyrir dýrið sitt og lofi að bæta tjónið ef svo ólíklega vildi til að dýrið eyðilegði eitthvað eða ylli usla. Núorðið er óvinsælt á leigumarkaðnum að feigjendur eigi börn, að þeir reyki, skemmti sér og jafnvel láti sjá sig á göngum hússins. Stundum setja leigusaiar reglur um af hvaða kyni væntanlegir leigj- endur eru. Þeir verða að vera í góðu starfi, hafa góða menntun, flekklausa fortíð í fjármálum og síðast en ekki síst verða þeir að sætta sig möglunarlaust við hvaðeina sem leigusalanum þóknast að bjóða þeim ■ UPP á. (0 s_ <v > Skínandi skattframtöl Ég byrjaði á því að tala um tölur Páls Péturssonar. Hvernig er hægt að útskýra þær? Nokkrum árum seinna var ég enn á leigumark- aðnum. Ekki lengur guðfræðinemi heldur einstæð móðir á byrjunarlaunum í blaðamennsku. Ég leigði þriggja herbergja íbúð af ákaflega akkúrat fólki. Gott ef þau voru ekki læknishjón úr einu af betri hverfum Reykjavíkurborgar, sem keypt höfðu íbúðina handa afkvæmi sínu, en afkvæmið þurfti síðan ekkert á henni að halda af einhverjum ástæðum. Leigan var há og ég var láglaunakona. Ég marði þó að vera réttu megin við strikið, og olli þar mestu um að ég fékk réttlátar húsaleigubætur frá ríkinu í samræmi við stétt mína og stöðu. I samningnum sem ég gerði við læknishjónin var allt á hreinu okkar í milli. Um það var talað að ég borgaði leiguna aldrei síðar en fyrsta hvers mánaðar og þau pössuðu uppá viðhald á íbúðinni, létu gera við leka krana og þess háttar án þess að vera með ólund. Við þetta var staðið og allt var slétt og fellt þar til kom að því að endurnýja leigusamninginn eftir árið. Læknisfrúin tjáði mér að það kæmi ekki nægilega vei út fyrir skattframtal sonar þeirra ef svona há upp- hæð stæði í reitnum leigutekjur. Því vildi hún breyta upphæðinni á þinglýsingarpappírunum og lækka hana um rúman helming. Leigan stæði þó óbreytt okkar í milli. Mér fannst þessi beiðni vera í einkennilegu ósamræmi við alla framgöngu hjónanna sem leigu- sala. Margoft höfðu þau sagt að þau leggðu mest upp- úr heiðarleika í samskiptum. Ég hélt að ég hefði mis- skilið eitthvað og sagði í sakleysi mínu að þetta væri ekki hægt, því þá fengi ég ekki þær húsaleigubætur sem ég ætti rótt á. Með stökustu kurteisi og blíðu brosi sagði læknisfrúin að margir vildu eflaust leigja þriggja herbergja íbúð á þessum stað ef ég gæti ekki sætt mig við tilhögunina. Svo fór að ég skrifaði undir og missti húsaleigu- bæturnar. Páll Pótursson fékk sendar upplýsingar um að Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir væri að leigja á spottprís út í bæ og skattframtal læknisfjölskyldunn- ar varð aldeilis skínandi. Það fylgdi náttúrlega hvergi sögunni að ÞHS (sem samt leigði á þessu við- ráðanlega verði) hætti að geta verið réttu megin við strikið, lenti í mesta fjárhagsvandræðahnút á ævi sinni og varð að flytja enn eina ferðina. Ég hef stundum hugsað um þetta síðan. Nú voru læknishjónin í raun og sann indælis fólk sem áreið- anlega hefur alltaf verið réttu megin við strikið í líf- inu. Þau voru ekki svikarar og lygarar, heldur kurteis og góð og mér var fremur hlýtt til þeirra. Þau voru in- dælis fólk en bara haldin þeirri fádæma hugarfars- spillingu sem þykir norm í okkar samfélagi og gæti kristallast í þessari setningu: „Ef ég get grætt á ein- hverju eða einhverjum, þá er það minn heilagi réttur að gera Jrað.“ 26

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.