Vera - 01.12.2002, Page 27
!
Það sem markaðurinn segir...
Það var ekki við læknishjónin að sakast. Við búum í
samfólagi sem ýtir undir slíka hegðun. Við búurn í
samfélagi markaðsaflanna sem hafa hamrað inní
hausinn á okkur að hver hlutur sé þess virði sem ein-
hver er reiðubúinn að borga fyrir hann. Og þar sem
leiðin til gróðans hefst, endar allt sem heitir heiðar-
leiki, sanngirni og réttlæti.
Á árunum sem hafa liðið síðan óg flutti frá lækn-
ishjónunum hef ég náð þeirri veraldarupphefð að
komast í eigið húsnæði. Á þessum árum hefur leigu-
markaðurinn einnig versnað til muna og margir í
stöðu leigjandans eygja enga von til að komast úr
vítahringnum vegna þess að ekki er hægt að leggja
fyrir til íbúðarkaupa þegar öll launin hverfa í húsa-
leiguna.
Það þykir eðlilegt að leigja íbúðir á stjarnfræði-
legar upphæðir, vegna þess að markaðurinn leyfir
það. í ofanálag eru heimtaðar háar fyrirframgreiðslur
af þeim sem setja sig á hausinn við að greiða þær.
Enginn virðist hugsa: „Eg geri ráð fyrir því að þessi
upphæð sé sanngjarnt leiguverð og dekki nokkurn
veginn húsnæðislánin og þann kostnað sem ég þarf
Læknisfrúin tjáði mér að það kæmi ekki nægi-
lega vel út fyrir skattframtal sonar þeirra ef
svona há upphæð stæði í reitnum leigutekjur. Því
vildi hún breyta upphæðinni á þinglýsingarpapp-
írunum og lækka hana um rúman helming. Leig-
an stæði þó óbreytt okkar í milli.
að standa straum af vegna íbúðarinnar. Þetta verður
því leigan."
Það væru a.m.k. hlægilegir einfeldningar í augum
markaðsþjóðfélagsins.
Hins vegar spyr fólk sig í anda hins kapítaliska
hugarfars: „Hversu mikið get ág grætt á því fólki sem
ekki á í nein hús að venda?“ Ef margir eru á götunni
og hafa ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuðið, þá
hækkar leiguverðið. „Framboð og eftirspurn ræður.“
Allt vegna þess að markaðurinn segir að hver
hlutur sé þess virði sem einhver neyðist til þess að
borga fyrir hann.
Það borqar sig
RfmSsaman
Allir félagsmenn VR eiga rétt á einu viótali viö
yfirmann sinn á ári um starf sitt og launakjör. Árlegt
viðtal veitir þér ekki aöeins tækifæri til að ræða
launin, starf þitt og þróun þess heldur einnig
möguleika þína á endurmenntun og framtíðarstöðu
innan fyrirtækisins.
Nýttu þér rétt þinn og undirbúðu þig vel en það hefur
komið fram í könnunum að 93% þeirra sem fara
i launaviðtal fá breytingu á kjörum sínum.
Þú finnur nýjustu launakönnun VR og góð ráð til
undirbúnings fyrir launaviðtalið á www.vr.is. VR
býður félagsmönnum sfnum einnig reglulega upp á
ókeypis námskeið til að undirbúa sig fyrir launaviðtalið.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur