Vera - 01.12.2002, Side 28
Björg Hjartardóttir
(0
3-
0»
>
28
Halla Bogadóttir eða Halla Boga eins og hún
er oftast kölluð rekur lítið gullsmíðaverkstæði
við Laugaveginn. Eftir að hafa starfað við
kennslu í tíu ár skipti hún um starfsferil og fór
í gullsmíðanám. Halla hefur unnið við gull-
smíði í sex ár og hefur á þeim tíma unnið
ötult starf í þágu sinnar iðngreinar, fyrst sem
formaður Félags íslenskra gullsmiða og þann
15. mars síðastliðinn var hún kosin í stjórn
Samtaka iðnaðarins. Halla er fyrsta konan til
að gegna þeirri stöðu.
Það er spennandi þegar fólk getur látið drauma sína rætast. Ég
hafði alltaf haft þann draum eftir að ég varð fullorðin að læra
einhvers konar iðn, hönnun eða eitthvað skapandi starf. Ég var
lærður kennari og hafði kennt í 10 ár þegar kunningi minn,
sem var gullsmiður, bauð mér nemapláss. Þá var ég 35 ára,
komin með heimili og þrjú börn og spurningin var að hrökkva
eða stökkva. Eg ákvað að stökkva og var því fertug þegar ég út-
skrifaðist sem gullsmiður.
Mér hefur fundist vanta virðingu
til handa íslenskum gullsmiðum
og þá sérstaklega að þeir sjálfir
virði sig sem fagmenn
Stuttu eftir útskrift var ég kjörin í
stjórn Félags íslenskra gullsmiða en það
hentar mér mjög vel að vinna að félags-
störfum. Annað árið mitt í stjórn varð ég
formaður og við það fór ég að starfa innan
Samtaka iðnaðarins. Gullsmiðir flokkast í
hóp með svokölluðum þjónustugreinum.
Innan þeirra eru úrsmiðir, hárgreiðslufólk,
ljósmyndarar, tannsmiðir, fataiðn og
snyrtifræðingar. Aðal vinnan með sam-
tökunum fólst í því að gera þessi félög
sýnilegri. Ég áttaði mig fljótlega á því að
það er heilmikill kraftur innan Samtaka
iðnaðarins og hægt að fá þau til að vinna
með sér að ýmsum verkefnum. Sem for-
maður félagsins fékk ég samtökin í lið
með gullsmiðum til þess að setja af stað
samkeppni um hönnun og smíði á vín-
flöskutöppum. Sú hugmynd kviknaði af
því að oft vantar gjafir handa miðaldra
fólki og þá sérstaklega karlmönnum. Við
unnum einnig með samtökunum í að
kynna okkur menntamál gullsmiða og fór
ég til Finnlands í jjeim erindagjörðum. I
framhaldi af því komumst við í samband
við fólk sem hefur staðið fyrir samkeppni
í skartgripasmíði meðal ungra gullsmiða í
St. Pétursborg. Með hjálp samtakanna urð-
um við þátttakendur í þeirri keppni og
fórum ári síðar með skartgripi frá sex ein-
staklingum sem sent höfðu inn í keppn-
ina. íslensk stúlka, Guðbjörg Kr. Ingvars-
dóttir, bar sigur úr býtum og var það mjög
uppörvandi fyrir íslenska gullsmiði.
Mér hefur fundist vanta virðingu til
handa íslenskum gullsmiðum og þá sér-