Vera - 01.12.2002, Síða 34

Vera - 01.12.2002, Síða 34
Eilífðin í samóvar Te þekktist í Rússlandi á undan kaffi, en það var dýrt og ekki drykkur al- mennings í byrjun. Þetta átti eftir að breytast og Lena Bergmann segir Veru frá mergjuðu tei, af samóvar, sultu og hnignun. Það síðastnefnda á við um tepokana, Lena gefur lítið fyrir þá, að minnsta kosti í samanburði við al- mennilegt svart te sem enn er drukkið í heimalandi hennar. „Það var búið til mjög sterkt te í litlum katli ofan á samóvar sem til var á öllum heimilum þegar ég var stelpa. Þetta er belgur sem þá var hitaður með kolum, hann hélt vatni heitu til eilífó- arnóns og á hann var hægt að setja ket- illinn. Te úr honum varð afar sterkt og húsmóðirin hellti í bolla eða glös eins og fólk vildi og fyllti svo með heitu vatni. Þetta var drukkið milli mála eða eftir mat og yfirleitt eitthvað sætt haft með. Til dæmis sulta á litlum diski, maður setti teskéið af henni í munninn og drakk svo te. En það voru líka kökur, rjómi og sykur.“ Lena segir að í sínu ungdæmi hafi almenningur drukkið te þótt það hafi verið munaðarvara og haft sykurmola útí, líkt og fólk fái sár gamaldags mola- kaffi hér. Tehús, „chaynaja“, hafi víða verið og séu kannski aftur að koma til. Enn sé það þannig að mað- ur fari ekki svo í heimsókn að te vanti. „Það er alltaf boðið uppá te heima þótt kaffi sé kannski vinsælt £ stóru borgunum. Þetta er te eins og annars staðar; frá Indlandi, Ceyion og Kína; en ágætt te er líka ræktað í Georgíu og svo Asíumegin í Kasakstan. Þar er það grænt og ég man úr stríðinu að það var mikilvægur gjaldmiðill." Sjálf segist Lena drekka meira te en kaffi, þótt hun hafi eitthvað spillst öll árin á íslandi. Hún byrji alltaf daginn með tei, oft í poka þrátt fyrir allt því að það sé svo þægilegt. Ekki geti hún neitað því að Dar- jeeling sé gott, aldrei svart eða rammt, te sé svona vara sem verði að velja til að vel fari. undum, grófari kvisti og lauf þarf oft að sjóða smá- stund, annars má hella brennheitu vatni yfir jurtirn- ar sem jafnan ættu svo að fá tíma til að skila sér, 10- 20 mínútur, áður en drukkið er. Otækt er að skilja við jurtirnar án þess að geta um þjóðardrykk Marokkómanna, myntute. Það er drukk- ið víðar en hjá þeim; volgt, sætt og svalandi í hita, en ekki síðra á þeim kalda klaka sem nú er hér, fyrirtaks tilbreyting frá alkunnum jólasiðum eða hvenær árs sem er. Ovenjuleg hráefni á íslenskan kvarða eru grænt te og fersk myntulauf. Aðferðin að botnfylli af te er sett í ketil, þakin með sykri og svo vænum slatta af myntu. Sjóðheitu vatni hellt á og beðið litla stund. (Nákvæmari útgáfa er svona: lítri af vatni, 2 msk græn telauf, handfylli ferskrar myntu, 125 g sykur. Vatnið er soðið, grænt te sett í tepott, svolitlu heitu vatni hellt á og af aftur til að taka biturt bragð. Þá er myntulaufum bætt í pottinn, sykri og vatni og látið standa 6-8 mínútur). Venjan er að bera þetta te fram í litlum glerglös- um og gjarna má setja nokkrar furuhnetur í hvert þeirra. Úr einokun í poka Kínverjinn Lu Yu skrifaði Bókina um te nálægt árinu 800. Þá var farið að nota það í Japan en átta aldir liðu til viðbótar þar til kom að Evrópu. Feneyjahöfn var fyrst en skömmu eftir 1600 kom skip með te að bryggju í Amsterdam. Þaðan breiddist það um álf- una, tetískubylgju tók fljótt af í Frakklandi, Englend- ingar reyndust seinteknari en þrjóskari. Hjá þeim birtist fyrsta auglýsingin um te árið 1658 og þrem áratugum síðar hóf Austur-Indíafélagið innflutning frá Kína. Félagið einokaði hann frá 1721 til 1833 þeg- ar Englendingar heimtuðu indverskt te sem þeir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.