Vera - 01.12.2002, Qupperneq 39

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 39
störfum, en ekki konur. „Við vorum sex konur sem innrituðumst þetta árið og tvær sem mættum reglulega í tíma fyrsta vet- urinn. Auðvitað þótti þetta asnaskapur og það var lilegið að okkur, en það skipti bara engu máli vegna þess að fólk hló ekki í neinni grimmd. Því var í raun alveg sama og okkur var sama þótt það hlægi. Við bjuggum báðar í Skerjafirði og vorum samferða í skólann, það var yndislegt og þetta var góður hópur. Ein kona hafði farið í gegnum guðfræði án þess aö taka vígslu en það var Geirþrúður Hildur Bern- höft, útskrifuð árið 1945. Eg kynntist henni seinna, hún var merk kona, en hún gat ekki tekið sig upp og farið út á land eins og ég gerði síðan, vegna fjöl- skylduaðstæðna. Flestir prestar þurftu þá eins og nú að byrja einhvers staðar úti á landi, þó að þeir væru búsettir í Reykjavík." Auður sótti ekki um fyrsta prestsembættið fyrr en tíu árum eftir að hún lauk prófi. í millitíðinni ól hún fjórar snaggaralegar dætur og starfaði með kven- lögreglunni sem fyrr segir. Auður fann þörfina sem var á þessum árurn fyrir skjól og aðhald fyrir konur sem ekki höfðu ratað hinn gullna meðalveg í lífinu. Hún sat í stjórn vistheimilisins Bjargs, en hið góða starf sem þar var unnið átti eftir að fá mjög neikvæða umfjöllun sem breyttist í mikið fjölmiðlafár. Enn flögra neikvæðar sögur um Bjarg og nafn Auðar Eirar fylgir gjarnan meö. Hver var að hennar mati ástæða fjaðrafoksins og hvernig hefur henni gengið að sætta sig við þessa neikvæðu umfjöllun. Er gróið um heilt? „Takk fyrir að hjóða mér tækifæri til að taka þátt í endurvakinni umræðunni um þetta mikla mál, en ég aíþakka það nú samt,“ svarar Auður. „Fólk verður bara að segja það sem það vill. Ég fyrir mitt leyti ræði þetta mál reglulega við sjálfa mig af því að það var svo djúp og víðfeðm lífsreynsla að ég vil engan veginn gleyma henni. Hún var aldrei skemmtileg en hún varö mér afar gagnleg." svo sérlega barnaleg í útliti að fólk skellti uppúr þeg- ar það sá mig. Drukknar konur hlógu og sögðu: „Hvað eruð þið að gera með þetta barn hér!“ En þær voru alltaf góðar við mig. Það var gífurlega mikil menntun að kynnast þessum konum sem margar hverjar höfðu gengið aðra vegu en fjöldinn. Þá sá ég þetta sem ég hef svo oft séð síðan að konurnar á þeim vegum voru bara allavega konur, misjafnar eins og alls staðar annars staðar. Fæstar höfðu komist í kast við lögin en þær áttu við einhver vandamál að stríða sem við reyndum að aðstoða þær með.“ Auðvitað þótti þetta asnaskapur... Þegar Auður þurfti að taka ákvörðun um háskóla- nám velti hún um stund fyrir sér þeim möguleika að fara í íslensku eða lögfræði, en fljótlega kom ekkert annað en guðfræðin tii greina. Þetta var á sjötta ára- tugnum og um allar aldir höfðu karlar sinnt prest- Þú yrðir alltaf grátandi í jarðarförum... Þú sóttir um fyrsta prestsembættið tíu árum eftir að þú laukst prófi, þ.e árið 1972. En það var eitthvað hik og stam í sambandi við vígslu þína, er það ekki? „Það stóð einfaldlega í landslögum að konur mættu taka vígslu. Ég vissi því að ég þyrfti að fá söfnuð og þá yrði ekki mikið mál að fá vígslu vegna þess að það stæði í lögum,“ segir Auður ákveðin. „En, jú það var mikið hik og mikið stam í sambandi við þessa byrjun mína í starfinu yfirleitt. Ég sótti um í Kópavogi, þar sem ég bjó, og fékk bara örfá at- kvæði. Prestsumsóknirnar á þessum tíma voru nú heill kapítuli útaf fyrir sig í sögu kirkjunnar. Það voru oftast margir umsækjendur um sama starf og vikum saman gengum við á milli til þess að tala við fólk og kynna okkur fyrir því. Þú getur ímyndað þér tímann og peningana sem fóru í þetta kosningastarf! Við sem gerðum þetta aftur og aftur og aftur geturn 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.