Vera - 01.12.2002, Qupperneq 42

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 42
mjög hefðbundin, t.d. í messuforminu. Hugs- aðu þér hvernig það er fyrir konu að sitja messu og hlusta mörgum sinnum á: „Guð, faðir, sonur og heilagur andi.“ Mary Daly seg- ir að við eigum að breyta þessu og segja: Guð sem skapar, frelsar og helgar. Fjöldi kvenna hefur sagt skilið við kristnina vegna nei- kvæðu textanna í Biblíunni. Við í Kvenna- kirkjunni viðurkennum tilvist neikvæðu text- anna, en metum mest hina jákvæðu og góðu texta í Biblíunni, bæði þá sem beinast að báð- um kynjum og þeim sem tala sérstaklega um konur. Við teflum þeim á móti neikvæðu textunum." Kirkjan hefur hjálpað til með að kúga konur vegna þess að samkvæmt einhverjum textum Biblíunnar er hin dyggðuga eiginkona undirgefin og lætur alit yfir sig ganga. Hin góða kristna kona þegir. Þetta er áberandi í kvennaguðfræði. Að það sé ekki hin æðsta kristna dyggð, að láta traðka á sér. „Kvennaguðfræðin kenndi kirkjunni að auðmýkt þurfi ekki að þýða auðmýkingu. Það þarf að hugsa um þetta og draga þetta fram. Við þurfum að rýna í orð og það er gaman vegna þess að orð eru svo margbrotin." Guð talar um sig í kvenkyni Margir kvennaguðfræðingar geta ekki hugsað sér karl sem frelsara vegna þess að hann gæti ekki skilið konur og kjör þeirra. Hann gæti ekki létt af okkur því oki sem varðar að vera kona. Þú ert ekki á sama máli? „Það er staðreynd að Jesús var söguleg persóna og Jesús var Guð, kristin guðfræði allra alda kennir það. En Jesús er frelsari vegna þess að hann frels- aði okkur með boðskap sínum og lífi og dauða og upprisu. Það sem Iiann sagði um kvenréttindi er svo mergjað að það tekur okkur alla ævina að skilja það. Til dæmis stendur í Lúkasi að það sé ekki að- alatriði í lífi kvenna að vera mæður, heldur að lifa í fagnaðarerindinu. Sem er þvert á það sem öll heimsbyggðin taldi! Þetta bylti öllu fyrir konur og þar með urðu þær predikarar hjá Jesú og í frum- kristninni. Jesús boðaði konum aldrei undirgefni." Konur voru með Jesú og í kringum hann, en hvers vegna voru þær ekki nafngreindar sem læri- sveinar? „Það er mjög trúlegt að það hafi verið vegna söguritunarinnar. Það var bara skrifað um karlana. Það er til dæmis líklegt að konur hafi verið við síðustu kvöldmáltíðina og það teljum við í bókinni Vinkonur og vinir Jesú en það er okkar umorðun á orðinu lærisveinar. Rétt á eftir eru konur orðnar postular, kirkjan tók sannarlega við sér og lifði í boðskap Jesú - í stutta stund, og svo fáll þetta í sama gamla farið.“ Og ekki var nú Lúther til að bæta það? „Jú, hann bætti það nú samt þessi elska. Hann sagði svo margt hann Lúther, eins og Biblían, hann skrifaði og skrif- aði. Margt jákvætt og margt neikvætt. Svo bjó hann náttúr- lega á lteimili konu sinnar Katrínar sem ól önn fyrir lionum og gerði honum kleift að vera guðfræðingur. Lúther sagði líka að allar manneskjur væru í rauninni prestar og ættu fullkomin mannréttindi. Þetta varð til þess að það spruttu upp mótmælendasöfnuðir þar sem konur voru í forystu, Lúther sagöi líka aö allar manneskjur væru í rauninni prestar og ættu fullkomin mannréttindi. Þetta varö til þess að það spruttu upp mótmælendasöfnuðir þar sem konur voru í forystu, voru í heiðri hafðar, og prestar og fleira fólk fóru að mennta dætur sínar. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.