Vera - 01.12.2002, Síða 48
Heildarlaun og heildarvinnutími á öðrum ársfjórðungi 2002
nú er yfir 62% en svo er enn að
flestar konur fara í uppeldis- og
menntunarfræði, heilbrigðisfræði
og félagsvísindi. Þessar greinar
gefa oft lægri laun en þær sem
stundum eru kenndar við karla og
fram kom til dæmis í erindi Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdóttur á
Háskólaþingi árið 2000 að konur
gætu vænst um 42% launahækk-
unar við háskólagráðu en karlar
um 104%. Sigríður kallaði erindið
Tvö kyn, tvö menntakerfi? Hún
minnist þar á barneignir sem
óvissuþátt í hugum sumra at-
vinnuveitenda sem vilja geta
treyst á sína starfskrafta, bendir á
fæðingarorlof feðra hvað það
snertir og skyldu háskóla til þess
að jafna stöðu kynja. Konur, sem
þurfi að berjast meira sem fræði-
menn en karlar, séu enn í minni-
hluta almennra háskólakennara
(36%) og enn sem komið er í mikl-
um minnihluta prófessora (11%).
Konur fengu rétt til háskóla-
náms á Islandi á við karla árið
1909 og til embætta 1911. Þetta
var nokkuð í takt við tíma grann-
landa þótt þar hafi finnskum kon-
um, sem fengu þessi sjálfsögðu
réttindi síðastar, vegnað heldur
betur en öðrum. Að minnsta kosti
ef áfram er miðað við akademísk-
an frama og stjórnunarstörf hjá
ríki og fyrirtækjum. Hér á landi
lauk fyrsta konan prófi frá Há-
skólanum 1917. Hún hét Kristín
Olafsdóttir og varð læknir. Móð-
ursystir Olafs Olafssonar fyrrver-
andi landlæknis, en eftir honum
er haft að einn prófessorinn hafi
ekki yrt á hana eða „tekið hana
upp“ fyrr en á lokaprófi og þá hafi
hann látið sem hann vissi ekki
hvað hún héti.
Því miður minnir þetta grein-
arhöfund á sögur nokkurra ungra
kvenna sem nýlega hafa stundað
háskólanám. Þær eiga það tii að
kvarta yfir stöku karlkyns kenn-
ara sem hrósi strákum frekar en
stelpum og tali heldur til kyn-
bræðra sinna og „félaga" heldur
en stúlkna og kvenna í nemenda-
hópnum. (Rannsóknir staðfesta
slíkt, sérstaklega á yngri stigum).
Þetta geti haft sínar afleiðingar,
varðandi styrki og störf við deild-
ir eða jafnvel störf sem námið
kann að leiða til.
Starfsstétt Verkafólk Allir Karlar Konur Fjöldi 3,597 2,666 931 Heildarlaun Meðaltal 197.400 209.400 160,200 Heildarvinnutími Meðaltal 49.7 50.6 46.8
Allir 1,436 294,200 46.1
Karlar 1,419 294,900 46.2
Iðnaðarmenn Konur 17 241,600 42.8
Allir 2,669 193,400 43.9
Karlar 1,414 212,800 43.8
Þjónustu, sölu og afgreiðslufólk Konur 1,255 170,100 44.1
Allir 1,137 199,300 41.4
Karlar 293 243,700 41.3
Skrifstofufólk Konur 844 183,900 41.4
Allir 1,040 355,100 41.8
Karlar 701 392,500 41.6
Tæknar og sérmenntað fólk Konur 339 240,100 42.1
Allir 362 382,500 40.4
Karlar 281 391,200 40.5
Sérfræðingar Konur 81 354,100 40.2
Allir 564 402,800 40.6
Karlar 463 430,200 40.2
Stjórnendur Konur 101 297,500 42.4
Allir 10,807 243,400 45.1
Karlar 7,239 271,100 45.7
Allar stéttir Konur 3,568 186,500 43.9
Heimild: Hagstofa íslands
Viss þáttaskil urðu hvað þetta varðar við grein Agnesar Vold,
ónæmisfræðings við Gautaborgarháskóla og starfssystur hennar,
Catherinar Wenneraas (b. í tímaritinu Nature 1997). Þar sýndu
nákvæmar mælingar svokallaða jákvæða mismunun karla við út-
hlutun opinberra vísindastyrkja í Svíþjóð. Karlar með „áhuga-
verða“ umsókn höfðu til dæmis meiri möguleika á styrk en konur
með „mjög áhugaverða". Þarna tóku ýmsir háskólar við sér og
huguðu betur að jafnréttismálum; MIT í Bandaríkjunum viður-
kenndi til að mynda 1999 að þeim væri mjög ábótavant við skól-
ann og ástæða til aðgerða. (Sbr. rannsókn Jafnréttisnefndar HI um
kynjað orðfæri í dómnefndarálitum).
Þótt almennt gildi vonandi að flestir kennarar komi eins fram
við konur og karla í námi hjá þeim birtast enn ransóknir um hið
gagnstæða. Þetta getur ekki talist til framfara og ætti að vera á
undanhaldi. Það er undir okkur komið, hefðu líkast til sagt þær
konur sem mörkuðu fyrstu sporin: Jóhanna Magnúsdóttir, lyfja-
fræðingur 1919, Björg Þorláksson, doktor 1926, Auður Auðuns,
lögfræðingur 1935 og Geirþrúður Hildur Bernhöft, guðfræðingur
1940. Fleiri mætti nefna og ansi mörgu bæta við Jretta efni, innrás
kvenna í liáskóla og afleiðingar hennar. I bili verða tölur í með-
fylgjandi töflum að tala sínu máli, stelpur geta reiknað, jafnvel
með sjálfum sér.
Abendingar um lesefni: Heimasíða Jafnréttisnefndar HI
www.hi.is/stjorn/jafhrettisn