Vera - 01.12.2002, Page 49
Nýr rektor Tækniháskóla íslands var ráðin í sumar og þar gustar
nú af nýjum hugmyndum. Stefanía Katrín Karlsdóttir vill fjölga
nemendum til muna, einkum í tæknigreinum, gera skólann sýni-
legri eða skapa honum ímynd og breyta fleiru: bæta við náms-
greinum til BS-prófs, einfalda yfirstjórn og auka sveigjanleika. Þá
er nám til meistaragráðu með tilheyrandi rannsóknastarfi í bígerð
í kjölfar lagabreytingar. Stefanía segir í viðtali við Veru að sókn-
arfæri séu mikil til kvenna, þær séu enn í afgerandi minnihluta
nemenda í tækninámi við skólann. Sjálf hafi hún ekki litið á sig
sem sérstaka kvenréttindakonu, menntuð í ýmsum hefðbundnum
karlafögum og komin við stjórnvöl á vinnustað sem ennþá sé
einskonar karlaveldi. Hún meti fólk út frá hæfni, aldrei kyni, og
hafni því að fá tækifæri út á eigið kynferði.
menntun kvenna
Að slá ekki af mati á sjálfri sér
Nemendur við Tækniháskólann
eru nú um 670, tíundi hluti þess fjölda
sem sækir nám við Háskóla Islands.
Enda sérhæfir Tækniháskólinn sig í
fögum sem nafnið bendir til, auk
rekstrarfræði og almennrar undirbún-
ingsdeildar. „Þetta takmarkaða náms-
val eða sérhæfing er og verður í aukn-
um mæli styrkur skólans, greinar sem
vantar fólk til að vinna við,“ segir Stef-
anía. „Ég vil fjölga nemendum töluvert
á næstu þremur árurn, bæði körlum og
konum, en þær hafa hingað til alltof
fáar sótt í tæknimenntunina. Með fleiri
nemendum nýtist fjármagnið sem við
höfum betur, en það að má líka liag-
ræða í rekstri skólans og vinnulagi. Ég
mun nota svonefnda árangursstjórnun,
setja viss markmið og mæla reglulega
hvernig gengur að fylgja þeim. Þetta
getur átt við um kynningu í fjölmiðl-
um, sem rnjög þarf að bæta, fjármál
skólans og gæði kennslunnar. Stefanía
hofur endurskoðað námsframboðið og
mun bæta við brautum, í fyrstu raf-
magns- og byggingafræði að BS-gráðu.
Hún hyggur jafnframt á gott með
mastersnám sem undirbúið verður komandi misseri. Skólinn hafði
verið á framhalds- og háskólastigi, en hefur nú lögformlega fengið
réttindi sem fullgildur háskóli. Þetta jafngildir breytingu úr „college"
í „university" ef miðað er við engilsaxnenskt kerfi. Því fylgir rann-
sóknarnám á framhaldsstigi, en þegar eru hagnýtar rannsóknir og
verkefni unnar við skólann í samvinnu við ýmsar stofnanir og fyrir-
tæki. Tengsl skólans við atvinnulífið eru að mati Stefaníu lykilatriði,
hann bjóði hagnýtt nám í takt við tímann, frekar en að líta á sig sem
almenna menningarstofnun. Hlutföll kynja við nám í Tækniháskólan-
um eru öfug við HI, svo sá samanburður sé aftur gerður, 62% nem-
enda í haust eru karlar, en hlutfall HÍ er urn 65% konur. Hér koma
tæknifögin enn til álita en því er líkt farið með háskólana tvo, að karl-
ar sækja þau í miklum meirihluta. Við Tækniháskólann eru tvö fög
kennd sem konur hafa langmest stundað, meinatækni og geislafræði,
nemendurnir eru of fáir að sögn Stefaníu og kennslan hlutfallslega
dýr. Heilbrigðisfögin eru reyndar háð fjöldatakmörkunum spítala, en
Stefanía segir engu að síður þörf á að fjölga þar nemendum. Það gildi
ekki síður um tæknigreinarnar, því úr þeim kalli atvinnulífið eftir
fólki. Rekstrardeildin sé sú deild sem konur sæki jafnt og karlar. Sé
svokölluð frumgreinadeild skoðuð kemur fram mikill munur kynja,
langflestir karlar. Stefanía segir að þetta séu gjarna iðnaðarmenn, sem
láti meta menntun sína og reynslu og bæti við því sem uppá vantar til
stúdentsprófs. Eða fólk með stúdentspróf sem vantar meiri menntun í
raungreinum. Til þess að geta svo haldið áfram á liáskólastigi við skól-
ann og slíkir nemendur, sem ætli sér lengra, gangi fyrir þegar valið er
úr umsóknum. Undanfarið hafi um helmingur haldið áfrarn í sérfög,
það hlutfall sé of lágt.