Vera - 01.12.2002, Qupperneq 54

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 54
Alþingisva kti n Þingkonan Þingkonan að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem nú er að Ijúka sínu fyrsta kjörtímabil á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þorgerður Katrín, sem er lögfræðingur að mennt, hefur vakið athygli og áhuga langt út fyrir eigin flokkslínur fyrir skeleggan málflutning og forystuhæfileika. Hún veitir allsherjarnefnd þingsins forystu og á sæti í mennta- og samgöngunefnd, auk þess að sitja í sérnefnd um stjórnarskrár- málefni og í íslandsdeild þingmannanefndar EFTA. Móralinn í þinginu Við byrjuðum á að forvitnast um hvað hafi komið henni mest á óvart þegar hún hóf störf á Al- þingi. „Það var hinn góði andi sem ríkir á þessum skemmtilega vinnustað. Þegar öllu er á botninn hvolft, og pólitískum ágreiningi ýtt til hliðar, eru allir hór inni hin- ir mestu mátar. Fólk er oft allt öðruvísi en maður ætlar - ímynd- in segir eitt en svo er karakterinn allt annar,“ sagði Þorgerður ákveðið. Er til fátækt fólk á íslandi í dag? „Fátækt er afstæð og erfitt að nota það hugtak," segir Þorgerður, „það er til fólk sem á mjög erfitt og því á að hjálpa. Við höfum byggt upp gott velferðarkerfi og við þurfum að vera fljót að stoppa í götin um leið og þau myndast. En ástæðurnar fyrir erfiðleikum fólks eru ekki eingöngu fjárhags- legar þær geta verið af margvísleg- um toga. Og spurningunni um hvort velferðarkerfið sé að bregð- ast er ekki auðsvarað, það er svo margt annað sem þarf að skoða. Okkur hættir til að líta á fólk sem á í erfiðleikum sem einsleitan hóp. Við þurfum að greina þarfir hópsins og úrræðin verða síðan að taka mið af því. Stefna ríkisstjórn- arinnar á síðustu árum hefur ver- ið að koma fólki til sjálfshjálpar. Að fólk geti komist af sjálft og staðið fyrir sínu. Við eigum að byggja upp blómlegt samfélag sem hvílir á ákveðnum grunnstoðum og ein þeirra á að sjálfsögðu að vera velferðarkerfið sem er örygg- isnet okkar allra. Grunnurinn að þessu öllu er áframhaldandi styrk efnahagsstjórn. I þessum töluðu orðum er ríkisstjórnin að sam- þykkja 5 milljarða króna fjárveit- ingu til handa öldruðum og öryrkj- um m.a. til hækkunar grunnlífeyris og lækkunar tekjuskerðingar. Það er blóðugt hversu lágar tekjur þarf til að bætur skerðist. Það má ekki njörva fólk þannig niður að svig- rúmið sé ekkert." Hefðir þú sigrað Arna Mathiesen ef haldið hefði verið prófkjör í Suð- vesturkjördæmi? „Því er erfitt að svara og ég veit ekki hvort ég hefði endilega stefnt á það. En aftur á móti átti flokkurinn að fara í prófkjör í öllum kjördæm- um svo að þingmenn gætu staðið fyrir sínu. Eg vil að sem flestir komi að ákvarðanatöku, sórstaklega á tímum mikilla breytinga eins og nú í kjölfar nýrrar kjördæmaskipunar. A tólf ára fresti væri gott að skipta um aðferð við val á frambjóðend- um, það geta leynst kerfisbundnar skekkjur í hverri aðferð fyrir sig og þær myndu þá væntanlega leiðrétt- ast á 12 ára fresti." Gætir þú hugsað þér að verða fyrsta konan til aö leiða Sjálfstæð- isflokkinn? „Það er mikið af mjög hæfileika- ríku fólki í Sjálfstæðisflokknum og konur gera sig stöðugt meira gild- andi innan flokksins. Eg kvíði engu hvað varðar framtíðarleiðtoga - enda Davíð ekkert að hætta," sagði Þorgerður sposkum rómi. Þingmálin Betra starfsumhverfi kvennahreyfingarinnar Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Back- man, þingkonur Vinstri grænna, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bætt starfsumhverfi kvennahreyfingarinnar og annarra hópa sem vinna að jafnari stöðu kynjanna á íslandi. Þingkonurnar leggja til í fyrsta lagi að stofnaður verði sjóður í þeim tilgangi að styrkja starf félagasamtaka, hópa og einstaklinga sem miðar að jafnari stöðu kynjanna. I öðru lagi að jafnréttisfulltrúum eða öðrum starfsmönnum ráðuneytanna verði falið að koma á beinum tengslum fagráðuneyta og þeirra sem vinna að jafnari stöðu kynjanna á hverjum tíma. Úr fjötrum fátæktar Jóhanna Sigurðardóttir og Guðrún Og- mundsdóttir eru meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að fela félags- málaráðherra að láta fara fram úttekt á um- fangi, orsökum og afleiðingum fátæktar á Is- landi með það að markmiði að treysta ör- yggisnet velferðarkerfisins. Tii að ná því markmiði verði lágmarks framfærslukostn- aður skilgreindur og gerðar tillögur til úr- bóta sem miði við að enginn hafi tekjur undir skilgreindum framfærslumörkuin. 1 greinargerð með tillögunni segir að það hljóti að vera forgangsverkefni í þjóðfélag- inu að treysta á nýjan leik öryggisnet vel- ferðarkerfisins svo losa megi fólk úr fjötrum fátæktar sem verður stöðugt sýnilegri i þjóðfélaginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.