Vera - 01.12.2002, Side 56

Vera - 01.12.2002, Side 56
Arnar Gíslason Karlar í krapinu Um karlmennsku í Jackass þáttunum Spennu- og sniðugheitaþættirnir Jackass hafa verið sýndir á Skjá 1 (og á MTV) um nokkurt skeið og voru nokkuð vin- sælir hér á landi meðan þeir voru sýndir. í þáttunum má sjá upptökur af uppátækjum hjá lokuðum hópi ungra karl- manna, u.þ.b. 15-20 pilta. Bera þættirnir það með sér að sumir þeirra eigi að baki reynslu í áhættuleik í kvikmynd- um. Enn aðrir virðast þó einfaldlega hvorki hafa þróað með sér almenna skynsemi né virðingu fyrir eigin líkama. re V. CV > 56 Þættirnir vöktu fyrst athygli undirritaðs fyrir ári síð- an og þá helst vegna hinna brjáluðu glæfraatriða [e. stunts) sem þar er að finna. Vinsældir þáttanna má að miklu leyti rekja til þessara glæfraatriða enda þykir fólki oft gaman að sitja heima í sófa og horfa á aðra bjóða örlögunum birginn. Af þessu leiðir að at- riðin í Jackass fela oft í sér mikla áhætta fyrir þann sem framkvæmir þau. Meðal annars má sjá atriði sem gætu haft í för með sér taugaskaða, beinbrot, ör- kuml, sjónskaða og takmarkaða æxlunarfærni fyrir viðkomandi hetju. Atriði telst varla áhugavert fyrir sófahetjur nema einhver líkamleg geta sé lögð undir í þessari fífldirfskukeppni. Oft er um að ræða stökk af ýmsum toga og á ýmsum farartækjum en einnig hafa sjálfsvarnartól [m.a. raflosttæki og piparúði) verið prófuð á höfuðpaur Jackass, Johnny Knoxville. Nokkuð er um atriði þar sem Jackass-liðar baða sig uppúr saur og þvagi og útikamrar úr plasti eru orðn- ir fastagestir í þáttunum. Dýraatriði eru líka nokkuð tíð og hefur hingað til verið glímt við björn og krókó- díl, leikið við býflugur og blóðsugur, ásamt ógleym- anlegu atriði þar sem tveir gullfiskar eru gleyptir og þeim síðan ælt aftur í skálina. Skemmtilegar tilraunir Þrátt fyrir að uppistaðan í Jackass séu ofur-karl- mennskutilþrif þá má oft finna algera gullmola inn á milli. Þáttastjórnendur gera nefnilega af og til stór- kostlega útfærðar athuganir á hegðun og viðbrögðum samborgara sinna. Til dæmis er afar áhugavert að sjá hversu hjálpsamur hinn dæmigerði vegfarandi er þegar önnur manneskja er í neyð. Þá virðist oft hafa mikið að segja hvort hjálpsemin krefjist þess að manneskjan leggi nokkuð á sig eða þurfi að stíga út fyrir norm samfélagsins til að aðstoða. Oft erum við svo sjálfhverf að við erum ekki til í að hætta miklu til að hjálpa öðrum en reynum frekar að réttlæta að- gerðaleysi okkar á þeim forsendum að vandræði annars fólks komi okkur ekki við. Jackass hefur m.a. tekið á hegðun fólks og viðbrögðum í garð geðfatl- Karlmennska í þáttunum í þætti þessum er karlmennskan eitt höfuðþemað. Oftar en ekki hlaða þættirnir utan á staðnaða ímynd karlmannsins sem bjána og villimanns sem allt gerir fyrir athyglina sem fylgir því að fá að vera kóngur í örlitla stund. Stundum má þó sjá þar gagnrýna skoð- un á því sleipa fyrirbæri sem karlmennskan er, eins og í atriðinu sem lýst er hér að neðan. Fyrir nokkru síðan birtist alveg sérlega áhugavert atriði í Jackass. Þá datt áðurnefndum Johnny Knox- ville það í hug að gera nokkuð skemmtilega athugun meðal samsveitunga sinna. Iklæddur algifsi á báðum handleggjum, ásamt einhvers konar spelkum á öxl- unum, gekk hann um og kannaði viðbrögð karl- manna þegar hann bað þá um að hjálpa sér við að renna niður rennilásnum á buxunum sínum svo hann kæmist til að pissa en hann virtist gjörsamlega í spreng. Einnig reyndi hann, með buxurnar á hæl- unum, að fá aðstoð karlmanna við að toga þær upp og hneppa þeim að lokinni vel heppnaðri salernis- ferð. Þetta þótti sumum körlunum ansi óþægilegt. Karlmenn geta stundum verið ragir við hlutí sem þessa, að vera eitthvað að fikta í buxnaklauf annars karlmanns. Er þetta hlutur sem mörgum körlum þykir ganga þvert á öll gildi tengd karlmennsku. aðra, blindra, einfættra, heimilislausra, útlend- inga og aldraðra. Þessi atriði eru oft bráðfyndin en sýna um leið sam- viskuleysi fólks í garð þeirra sem eru í vand- ræðum og þurfa á hjálp að halda. Þarna eru þættirnir í essinu sínu þegar þeir sýna okkur hinar myrku hliðar mannver- unnar sem við e.t.v. vitum af en viljum helst ekki vera minnt á.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.