Vera - 01.12.2002, Qupperneq 61

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 61
„Þetta athæfi er byggt á þeirri hugmynd að konan hafi ekki rétt til eignanna vegna þess að eiginmaðurinn hafi verið sá sem aflaði heimilinu tekna. Þannig að ef heimilið á einhverjar eignir þá tilheyrðu þær eiginmanninum." Eignir heimilisins tilheyra eiginmanninum Svokölluð rán á dánarbúum hafa verið í kastljósi fjöl- miðla í Malaví á undanförnum árum og slík mál koma oft við sögu í starfi mannréttindasamtaka í landinu. Þó karlar séu stundum fórnarlömb þessara rána þá eru það fyrst og fremst konur sem verða fyr- ir þessu þegar þær verða ekkjur en þessi rán eru sögð mjög algeng í landinu líkt og í mörgum nágranna- löndunum. Veikburða réttarkerfi er ein ástæðan fyrir því að svona mál koma sárasjaldan fyrir dómstóla. „Það sem gerist er að þegar eiginmennirnir falla frá - og það gerist oft nú til dags vegna alnæmisvand- ans - þá koma ættingjar hans og taka allar eigur heim- ilisins. Eða eins og ég ætti frekar að orða það, þeir ræna þeim. Þetta athæfi er byggt á þeirri hugmynd að konan hafi ekki rótt til eignanna vegna þess að eigin- maðurinn hafi verið sá sem aflaði heimilinu tekna. Þannig að ef heimilið á einhverjar eignir þá tilheyrðu þær eiginmanninum." Þessar eignasviptingar ganga þvert á formleg lög í landinu en Seodi segir að til að skilja ástæðuna að baki verði fólk að átta sig á félagsgerð malavísks sam- félags. I landinu búa margir ættflokkar sem ýmist byggja samfélagsskipan sína á ættrakningu í kven- legg (móðurættarsamfélög) eða karllegg (föðurættar- samfélög) en ekki á ættrakningu í báðar ættir eins og íslendingar eiga að venjast. Strangt til tekið þýðir þetta að börn tilheyra ætt aðeins annars foreldrisins en ekki ætt beggja og eignir ganga í erfóir samkvæmt því. Þannig ganga eignir í föðurættarsamfélögunum frá föður til barna hans, (oftast til sona), en í móður- ættarsamfólögunum ganga eignir í erfðir frá körlum til systrabarna þeirra, (oftast systrasona en systradæt- ur erfa gjarnan nytjarétt til lands ættarinnar). Eigna- sviptingar af ekkjum virðist nú vera orðinn faraldur í landinu og tengist að einhverju leyti þeirri hug- myndafræði að vegna kynferðis síns hafi konur ekki rótt á sjálfstæðu eignarhaldi en fyrst og fremst virðist þetta þó byggjast á þeirri trú að þær eignir sem keypt- ar eru fyrir tekjur eiginmanna tilheyri ætt hans en ekki eiginkonunni og jafnvel ekki börnunum sem þau eiga saman. „Þetta sjónarmið tekur auðvitað ekkert tillit til fé- lags- og efnahagslegs hlutverks kvenna í samfélag- inu. Þó að margar konur stundi ekki launaða vinnu og leggi þar af leiðandi ekki beinar tekjur til heirnil- isins þá eru það þær sem sjá alveg um börnin og heimilin í Malaví - og jafnvel eiginmennina! Það er innlegg kvenna til samfélagsins og til heimilanna og þær byggja því ekkert síður upp heimilin en karlar,“ segir Seodi með sannfæringarkrafti. Rannsóknir hafa sýnt að karlar hafa mun greiðari aðgang að hinum formlega vinnumarkaði en konur. Flestar konur (og mjög margir karlar sem ekki fá vinnu á hinum formlega vinnumarkaði) stunda hins vegar einhvers konar viðskiptarekstur sem leggja heimilinu til tekjur en þessi viðskipti eru yfirleitt í mjög smóum stíl og koma ekki fram í opinberum hag- tölum. Þess má einnig geta að konur eru meirihluti hins ólaunaða vinnuafls í landbúnaðarframleiðslu landsins en þorri landsmanna byggir afkomu sína á sjálfsþurftarbúskap. Að mati Seodi White og annarra sem berjast fyrir bættri stöðu kvenna í Malaví er afleiðing hinna tíðu dánarbúsrána einfaldlega aukin fátækt því það er langoftast eiginkonan sem sér um börnin þegar eigin- maðurinn fellur frá, hvort sem um föður- eða móður- ættarsamfélag er að ræða, og eignanám ættingja mannsins gerir fjölskylduna slippa og snauða. En er þetta nýtt vandamál? „Nei, þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur alltaf verið til staðar. Nú er hins vegar farið að tala meira um það vegna þess að við sem berjumst fyrir rnann- réttindum í landinu höfum vakið athygli á þessu og fólk er að átta sig á því að með alnæmisvandanum hefur svona eignasvipting aukist gríðarlega. Fólk er virkilega að notfæra sér ástandið og það heyrast jafn- vel sögur af fólki sem bíður hreinlega eftir að ættingj- ar deyi! En þetta er ekki nýtt vandamál og í raun má segja að ástandið sé á vissan hátt betra en það var því nú er farið að tala um þetta. Áður fyrr var ekki talað um þessi mál frekar en annað kynbundið ofbeldi." Hin „heilaga ritning" jafnréttishugsjónarinnar Eins og áður var nefnt eru samtökin Konur og lög meðal virkustu félagasamtaka sem nú starfa í Malaví en að sögn Seodi leggur félagið þó mikla álierslu á samstarf við önnur félagasamtök, bæði kvennasam- tök, mannréttindasamtök og önnur samtök sem berj- ast fyrir og standa vörð um réttindi hins almenna borgara. Einnig hafa Konur og lög boðið starfsfólki ýmissa mikilvægra stofnana samfélagsins upp á námskeið þar sem fjallað er um jafnréttis- og mann- réttindamál, því eins og Seodi orðaði það kankvís á svip: „Þannig munum við breiða út hina ‘heilögu ritningu’ jafnréttis- og mannréttindahugsjónarinnar". Meðal þeirra sem samtökin hafa haldið námskeið fyrir eru dómarar og aðrir aðilar sem vinna í hinu op- inbera réttarfarskerfi í landinu. Einnig hafa samtökin tekið upp samstarf við kirkjur landsins, en kirkjurn- ar hafa geysilegt áhrifa- og skoðanavald í malavísku samfélagi. Eg bað Seodi að útskýra hvers vegna hún telur samstarfið við kirkjurnar svona mikilvægt: „Samstarf okkar við kirkjurnar byrjaði árið 1999 þegar við gáfum út bækling sem bar heitið ‘I leit að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.