Vera - 01.12.2002, Page 62

Vera - 01.12.2002, Page 62
réttlæti: konur og stjórnun réttlætis’. í þeirri bók fjölluðum við um hugtakið réttlæti út frá ýmsum sjónarhornum í samfélaginu því framkvæmd réttlæt- is í þessu landi er ekki bara í höndum réttarkerfisins heldur einnig í höndum ýmissa stofnana, þar á með- al kirkjunnar. Raunin er sú að kirkjur í malavísku samfélagi taka stóran þátt í skilgreiningu og stjórnun á réttlæti, sérstaklega á sviði einkalífsins og hins fé- lagslega réttlætis. Nálgun kirkjunnar byggist hins vegar ekki endilega á jafnréttis- eða mannréttinda- hugmyndum. Þvert á móti, þá eru sjónarmið mala- vískra kirkjudeilda mjög karllæg þar sem undirgefni og lægri félagsleg staða konunnar er beinlínis predik- uð, jafnvel sögð heilög! Þannig að það sem mín sam- tök hafa verið að reyna að gera er að halda vinnufundi með kirkjunum þar sem við ræðum mál- in. Við reynum að útskýra okkar sjónarmið og hug- myndir um félagslegt réttlæti, jafnrétti og mannrétt- indi, og leggjum til leiðir sem kirkjurnar geta farið til að laga starf sitt og kenningar að þessum sjónarmið- um. Eg tel að kirkjurnar séu ein helsta hindrunin fyr- Feminismi elítunnar? Jafnréttis- og mannréttindasamtök hafa haft frelsi til að starfa í Malaví í aðeins nokkur ár en ýmislegt hef- ur þó áunnist á þeim tíma að mati Seodi. Hún segir að fólk leggi ennþá mjög misjafnan skilning í það hvað kynjajafnrétti sé, en að hennar áliti er stærsti á- vinningur jafnréttisbaráttunnar hingað til sá að „fólk er farið að meðtaka þá hugmynd að mismunun sem byggist á kynferði sé röng“. Hún telur að þetta sé far- ið að koma fram á ýmsum sviðum samfélagsins en á- hrifamestu miðlarnir við að koma þessari hugmynd út í samfélagið hafa verið fjölmiðlarnir. „Fjölmiðlar hafa verið mínum samtökum mjög hjálplegir við að koma hugmyndum okkar um jafn- rétti á framfæri. Það væri reyndar synd að segja að jafnréttissjónarmiðið sé samþætt í öllu því efni sem birtist í fjölmiðlum, þ.e.a.s. þegar ekki er verið að tala um jafnréttismál sérstaklega. Hið almenna sjón- arhorn fjölmiðla í Malaví er ennþá mjög karllægt, sú ímynd sem fjölmiðlar gefa af konum er oft mjög nei- Ég tel að kirkjurnar séu ein helsta hindrunin fyrir réttlætisbaráttu kvenna því þær eru svo áhrifamiklar í samfélaginu. Ef prestar segja hluti á borð við 'Kona, þú skalt vera manni þínum undirgefin' í predikunum sínum getur það haft hættulegar afleið- ingar og orðið til þess að konur sætti sig við ofbeldi af hálfu karla. ro 3- <y > ir réttlætisbaráttu kvenna því þær eru svo áhrifa- miklar í samfélaginu. Ef prestar segja hluti á borð við ‘Kona, þú skalt vera manni þínum undirgefin’ í predikunum sínum getur það haft hættulegar afleið- ingar og orðið til þess að konur sætti sig við oíheldi af hálfu karla. Sumar kirkjur í landinu hafa nú í auknum mæli tekið upp hugmyndir um jafnrétti milli kynjanna og við hjá samtökunum Konur og lög styðjum þær kirkjur eindregið." kvæð og þeir dæma konur eftir mun hærri siðferðis- legum viðmiðum en karla. En ég verð samt að vera sanngjörn og taka það fram að fjölmiðlar hafa verið mínum samtökum mjög hjálplegir og komið skila- boðum okkar vel á framfæri. Ríkissjónvarpið bauð mér t.d. að taka þátt í að búa til þáttaröð um mann- réttindi og ýmis önnur ráttindi sem kölluð var, ‘Þekktu réttindi þín’. Þessi þáttaröð var sýnd í ríkis- sjónvarpinu í tvö ár og ég tel að hún hafi haft meiri áhrif í samfélaginu en margir gera sér grein fyrir“. En þó Seodi hæli ríkissjónvarpinu er hún ekki á- nægð með það hvernig stjórnvöld landsins hafa tek- ið á jafnréttismálum. Hún segir að Malaví hafi undir- ritað alla alþjóðlega samninga sem stuðla eiga að því að draga úr ofbeldi eða mismunun gegn konum og stjórnarskrá landsins kveður á um jafnan rétt karla og kvenna. Að öðru leyti telur Seodi að ríkisstjórnin sýni lítil tilþrif í jafnréttismálum. Áherslan virðist í raun aðallega vera á það að taka þátt í aljjjóðlegum ráðstefnum en í landinu sjálfu sé hin ríkistengda ‘jafnréttisbarátta’ innantóm orðræða sem stundum skaði málstað kvenna frekar en styrki hann. Þetta er mjög athyglisverð staðhæfing hjá Seodi því oft hefur heyrst sú gagnrýni á kvennabaráttuna í Afríku (ekki síst innan Afríku) að hún komi aðallega litlum hópi kvenna úr valdastétt til góða. Þegar ég spurði Seodi hvað henni fyndist um þessa gagnrýni sagðist hún gefa lítið fyrir svoleiðis alhæfingar. „Þessi gagnrýni er í raun árás á okkur feminista. Kjarninn í henni er sú fullyrðing að við sem köllum 62

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.