Vera - 01.12.2002, Side 65

Vera - 01.12.2002, Side 65
& Með aukinni lýðræðisþróun í ýmsum Afríkuríkjum sunnan Sahara á undanförnum áratug hefur myndast aukið rými fyrir frjáls fé- lagasamtök til að taka virkan þátt í pólitískri starfsemi og hafa á- hrif á þær samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað í þessum löndum. Verkalýðsfélög, stúdentasamtök og mannréttindasam- tök hafa orðið sýnilegri og láta í sér heyra í krafti lýðræðis og tjáningarfrelsis. Víða veita þessi félagasamtök valdhöfum og því kerfi spillingar sem er að sliga sum þessara landa mikilvægt að- hald en margir binda vonir við að þau verði það félagslega og pólitíska afl sem takist að breyta kúgandi stjórnarháttum. í sumum Afríkulöndum eru kvenna- hreyfingar áberandi meðal þessara frjálsu félagasamtaka en stefna jafn- réttisbaráttunnar í þeim löndum hef- ur breyst töluvert á síðustu árum. Það sem einkenndi kvennabaráttuna frá þeim tíma sem löndin fengu sjálf- stæði og fram undir 1990 voru bein tengsl við ríkisvaldið og ráðandi stéttir (state feminism). í hinum fá- tæku löndum álfunnar var jafnréttis- baráttan óhjákvæmilega tengd barátt- unni um brauðið en þær konur sern hafa aðgang að ríkiskassanum, annað hvort beint með setu í ríkisembættum eða (sem er mun algengara) óbeint í gegnum karla í valdastétt, hafa í gegn- um tíðina sýnt lítil merki þess að þær muni standa fyrir grundvallarbreyt- ingum á valdatengslum í þessum löndum. Vera má að margar þeirra hafi verið og séu of uppteknar við að skara að sinni eigin köku á kostað jafnréttisbaráttunnar sem þær eiga þó í mörgum tilvikum að vera opinberir fulitrúar fyrir. Eftir stjórnarfarsbreyt- ingarnar í mörgum ríkjum Afríku í kringum 1990 fóru hins vegar konur úr millistétt í auknum mæli að láta í sér heyra og kvennasamtök tengd þeim taka nú virkan þátt í jafnréttis- baráttunni. Þessi samtök hafa háð baráttu sína í nafni lýðræðis og mannréttinda og lagt áherslu á algert sjálfstæði frá ríkisvaldinu, sem gefur þeim svigrúm til að gagnrýna ríkis- stjórnir landa sinna og ráðandi stjórn- kerfi. Frá þeim sem fylgst hafa náið með stjórnarfarsbreytingunum í Afr- íku hefur jafnvel heyrst sú skoðun að það séu þessi kvennasamtök og kon- ur tengdar þeim sem séu líklegastar til að berjast harðast gegn óréttlátu stjórnarfari og spillingu í löndunum. Þetta er ekki af því að konur séu í eðli sínu með sterkari réttlætiskennd en karlar, heldur gerir félagsleg staða kvenna og útilokun flestra þeirra frá pólitísku og efnahagslegu valdi það að verkum að mun færri úr þeirra hópi hagnast á óbreyttu ástandi. Konur tóku þátt í sjálfstæðisbaráttunni Malaví er að mörgu leyti dæmigert fyrir þessa þróun, þó þátttaka frjálsra fólagasamtaka í opinberu lífi sé ekki eins löng eða eins kraftmikil og í sumum öðrum Afríkuríkjum, eins og t.d. í Úganda og Suður-Afríku. Malaví fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1964 en fljótlega eftir það þróaðist pólitísk stjórnun á landinu í átt til einræðis- stjórnar sem hólt völdurn í þrjátíu ár. Sögulegar heimilir sýna að konur tóku virkan þátt í sjálfstæðisbarátt- unni í Malaví en eftir að landið fékk sjálfstæði var formlegt pólitískt hlut- verk þeirra að mestu einskorðað við þátttöku í sérstökum kvennasamtök- um hins einráða pólitíska flokks. I grasrótinni komu konur skoðunum sínum og ögrunum gegn einræðis- stjórninni til skila í söngtextum en það form hefur löngum nýst rnala- vískum konum þegar bein ögrun gegn valdi hefur ekki verið þeim opin leið. Breytingar á alþjóðlegum og innlend- um vettvangi upp úr 1990 ýttu undir mátt almennings í landinu til að krefjast breytinga á stjórnarháttunum. í þeirri grasrótarhreyfingu sem þá myndaðist gegn einræðisstjórninni voru konur aftur mjög öflugar, sér- staklega í gegnum kirkjurnar sem eru valdamiklar stofnanir í malavísku samfélagi og áttu stóran þátt £ að koma einræðisstjórninni frá völdurn árið 1994. Jafnréttisráðherrann spillt Nú er lýðræðisstjórn í Malaví, a.m.k. að nafninu til. Eins og fram kemur í viðtalinu við Seodi White er hin rík- isrekna ‘jafnréttisbarátta’ og svokall- aðar aðgerðir til að rétta hlut fátækra kvenna í landinu mjög lítið sannfær- andi og virðast oftast vera orðin tóm en jafnréttisráðherrann er sjálf sögð meðal spilltustu einstaklinga í stjórn- ‘ málum landsins. Umræða um jafn- róttismál hefur hins vegar aukist mjög mikið í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar, samhliða aukinni urn- ræðu um mannréttindi og lýðræði (allar slíkar umræður voru að sjálf- sögðu bannaðar á tímum einræðis- stjórnarinnar). Sitt sýnist hverjum í s' þeim efnum og stundum hitnar veru- lega í kolunum. Hörðustu andstæð- ingar breytinga á stöðu kynjanna í Malaví saka jafnréttisbaráttufólk gjarnan urn að vera að þröngva út- lendum siðum á malavíska menn- ingu og grafa þannig undan stoðum samfélagsins. Hins vegar hættir surnu talsfólki jafnréttisbaráttunnar stund- um til að fordæma menningararfleifð og hefðir landsins á einu bretti sem gamaldags og ólýðræðislegar. En þrátt fyrir tiltölulega stutta reynslu eru það frjálsu félagasamtökin, ásamt hinum ýmsu kirkjudeildum í Malaví, sem nú veita stjórnvöldum í landinu mest aðhald. Baráttuefni dagsins í dag er að koma í veg fyrir að þingið breyti stjórnarskrá landsins þannig að forsetinn fái að sitja lengur en tvö fimm ára kjörtímabil í valdastól. 1 huga þorra almennings í landinu þýðir slík breyting á stjórnarskránni afturhvarf til hinna ógnvænlegu tíma einræðis og kúgunar. Malaví er eitt af fátækustu löndum í heimi og nánast algjör fjárskortur gerir starfsemi margra félagasamtaka í landinu held- ur veikburða og árangurslitla. Nokkur þeirra hafa hins vegar náð að tryggja fjárhagslega stöðu sína, venjulega með utanaðkomandi fjármagni frá al- þjóðlegum systursamtökum eða þró- unarsamvinnustofnunum sem starfa í landinu, og þau samtök eru í forystu fyrir starfsemi og samvinnu frjálsu fé- lagasamtakanna í landinu. Meðal þeirra eru samtökin Konur og lög. 65

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.