Vera - 01.12.2002, Síða 71

Vera - 01.12.2002, Síða 71
Karlmennska kreppu? Pórey Vilhj.ilmsdottir póstfeminismi „sem ástarsögu, sögu konu sem stóð í ástríðufullu sambandi við fræði sín og fórnaði venjubundnu lífi til að geta helgað sig némi og ritstörfum. ... Hér eru það verkin hennar, ávöxtur þess ástarsam- bands, sem eru til umfjöllunar.” (16) Þetta eru orð að sönnu. Les- endur ævisögunnar muna hve mikið Björg lagði á sig til þess að ná árangri og hversu líf hennar á stundum virtist gleðisnautt - þeg- ar fræðunum sleppti. Verk Bjargar eru fjölbreytt, enda hefur hún verið nefnd fjöl- fræðingur eins og títt var um fræðimenn á hennar tíð. Hún skrifaði um heimspeki, lífeðlis- fræði, kvenréttindi, þjóðfélagsmál - og hún fékkst við þýðingar og skáldskap. í bókinni eru prentað- ar að nýju nokkrar ritgerða henn- ar, m.a. fræg svargrein hennar við grein Sigrúnar Blöndal sem taldi að konur hefðu ekki sömu vits- muni og karlar. Þá er í fyrsta skipti prentað ritverk hennar, Líf- þróun II. Mikill fengur er að bókinni um verk Bjargar. Þar eru þau sett í samhengi við það samfélag sem hún lifði og hrærðist í og þær stefnur og strauma sem uppi voru í fræðnum. Þar kemur fram að Björg var nákvæmur og sjálfstæð- ur fræðimaður og starfaði í full- komnu samræmi við þau fræði sem þá tíðkuðust. Ritgerðir fræði- mannanna eru ekki fræðileg út- tekt á verkum Bjargar heldur má þar einnig lesa um tíðaranda og samfélag og ekki síst um glímu konu við karlaheiminn í upphafi 20. aldar, bæði á sviði menntunar, skáldskapar og fræða. Af þeim sökum er bókin um verk Bjargar ekki aðeins hvalreki þeirra sem fást við rannsóknir á samfélagi og fræðurn á fyrri hluta 20. aldar, heldur einnig fyrir þá sem vilja setja sig inn í hugmyndafræði þá- tímans um leið og þeir kynnast því sem gaf lífi Bjargar C. Þorláks- son gildi. Erla Hulda Halldórsdóttir Vertu áskrifandi! Nú er tækifærið til að stíga skrefið og gerast áskrifandi að veru, blaðinu sem þú heldur í höndunum. vera hefur vakið athygli fyrir skelegga blaðamennsku og fyrir að vera „öðruvísi" blað. Ef þú vilt taka þátt í umræðu um málefni samfélagsins og jafnréttismál á breiðum grunni, auk þess að lesa skemmtileg viðtöl við athyglsivert fólk - hikaðu ekki við að hafa samband. vara vera . - eg ya?ri kona væri eg . : rirsætur fjölbreytileikann .ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur Tilvalin tækifærisgjöf! Áskrift að veru getur líka verið tilvalin tækifærisgjöf. Þú færð gjafakort hjá okkur og sendir þeim sem þú vilt gleðja. Áskriftartilboð: • Þrjú eldri veru blöð að eigin vali eða bækur frá Sölku bókaforlagi. • Miði í Bláa lónið eða geisladiskurinn • Stelpurokk, fyrir þau sem borga með korti. Sjá nánar: www.vera.is Áskrifendur! Hlutabréf í útgáfufélaginu Verunum ehf. eru enn til sölu á skrifstofunni. skiptir máli! ríMARmn vfra . ægisgötu 4 • 101 reykjavík • s. 552 6310 • vera@vera.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.