Vera - 01.12.2002, Side 72

Vera - 01.12.2002, Side 72
frá Jafnréttisstofu I Jafnréttisstofa Jafnt er betra Námskeið um jafnréttisstarf sveitarfélaga Jafnréttisstofa hefur nú lokið hringferð sinni um landið með nám- skeiðið Jafnt er betra - námskeið um jafnréttisstarf sveitarfélaga. Námskeiðið sóttu fulltrúar frá um 30% sveitarfélaga landsins sem verður að teljast fremur lágt hlutfall með tilliti til þeirra miklu verk- efna sem jafnréttislög fela sveitarfélögunum. Starfsfólk Jafnréttis- stofu er þó að öðru leyti mjög ánægt með hvernig til tókst með námskeiðahaldið og hefur fulla trú á að það fólk sem sótti nám- skeiðin komi öflugra til starfa sinna að jafnréttismálum en áður. Hugmyndin með námskeiðinu var að koma til móts við sveitarfélögin í landinu sem öll hafa þá skyldu samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla nr. 96/2000 að skipa 3-5 manna jafnréttisnefndir. Nefndunum ber að fara með jafnréttismál sveitarfélagsins samkvæmt lög- unum, þ.e. fara með öll þau mál sem lögin taka til og varða sveitarfélögin sem veitendur þjón- ustu og atvinnurekendur. Nefndirnar eiga að veita sveitarstjórnum ráðgjöf í málefnum sem varða jafnrétti kynjanna og hafa frumkvæði að aðgerðum sem tryggja eiga jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá eiga nefndirnar að hafa umsagnarrétt um eða umsjón með gerð jafnréttis- áætlana fyrir sveitarfélögin, en ekki síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar eiga sveitarfélögin að hafa lagt fram slíkar áætlanir. Þetta þýðir að meginstarf jafnréttisnefnda allra sveitarfélaganna 105 í vetur er að gera jafnréttisáætlanir fyrir sveitarfélögin eða endurskoða fyrri áætlanir með tilliti til nýrra jafnréttislaga og þeirra breytinga sem orðið hafa á stöðu kynjanna í viðkomandi sveitarfélögum frá gildistíma fyrri jafnréttisáætl- unar. Námskeiðið var ætlað fulltrúum í jafnréttis- nefndum eða öðrum þeim nefndum sem fara með jafnréttismál', öðrum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna. Það voru þó helst fulltrúar úr jafnréttisnefndum sem sóttu nám- skeiðið. Farin var „hringferð“ um landið með nám- skeiðin enda mikilvægt að gefa sem flestum kost á að sækja sér þekkingu í sinni heimabyggð. Námskeiðið var haldið á Húsavík, Hvolsvelli, Sauðárkróki, Borgarnesi, Reykjanesbæ, Reykjavík, Ak- ureyri, Egilsstöðum og Blönduósi. Heildarfjöldi þátt- takenda var 88 frá um 30 sveit- arfélögum - 64 konur og 24 karlar. Ekki náðist að halda námskeið á ísafirði og á Höfn í Hornafirði vegna dræmrar þátttöku en vonandi verður hægt að bæta úr því með vorinu. Gjarnan hefðum við viljað sjá fulltrúa frá fleiri sveit- arfólögum, helst öllum, til þess að geta að- stoðað þau við að uppfylla þær lagaskyldur sem þeim eru faldar. Sveitarfélög landsins eru eins og áður sagði 105 talsins en aðeins um 30% þeirra sendu sína fulltrúa á nám- skeiðið Jafnt er betra. Farið var nokkuð vandlega í gegnum jafn- réttislögin, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000, enda snerta þau sveitarfélögin annars vegar sem veitendur þjónustu og hins vegar sem atvinnurekendur. Þá voru kynntar helstu tölulegu staðreyndir um stöðu kynjanna hér á landi, farið í gegn- um hugmyndafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða og í gerð jafnróttisáætl- ana sveitarfólaga. Þátttakendur fengu í hend- ur möppu með ýmsum gagnlegum upplýs- ingum sem nýtast ættu við starf að jafnréttis- málum sveitarfélaganna. Almenn ánægja var hjá þátttakendum með námskeiðið og vonandi skilar það sór í öílugu jafnréttisstarfi í sveitarfélögunum. Fyrir okkur, starfsfólk Jafréttisstofu, var ferð- in um landið mikilvægur þáttur í því að kynna starf stofunnar og ekki var síður mik- ilvægt að kynnast því góða fólki sem vinnur að jafnréttismálum víða um landið, kynnast ólíkri stöðu sveitarfélaganna og að geta gróð- ursett nokkur fræ sem vonandi leiða til blóm- legs jafnréttisstarfs. 72 Skv. Sveitarstjórnalögum er sveitarfélögum heimilt að fela nefnd að fara með fleiri en einn málaflokk. Nokkuð algengt virðist vera að félagsmálanefndum/ráöum séu einnig falin jafnréttismál.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.